Innlent

Snorra var ekki sagt upp vegna ummæla um samkynhneigð

Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri.
Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri.

Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, segir í samtali við vikublaðið Akureyri að það sé af og frá að Snorra Óskarssyni, kenndan við trúarsöfnuðinn Betel, hafi verið sagt upp störfum sem kennari við Brekkuskóla í bænum vegna trúarskoðana sinna eða ummæla hans um samkynhneigð.

Snorri sagði í síðustu viku að sér hafi verið sagt upp eftir skrif um samkynhneigða á persónulegri bloggsíðu. Hann sagði í samtali við Vísi í vikunni að hann hyggðist leita eftir stuðningi Kennarasambandsins í máli sínu.

Í samtali við vikublaðið segir Eiríkur Björn að uppsögnin snúist ekki um neitt annað en störf Snorra við skólann.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.