Leitað er að tveimur erlendum ferðamönnum við Mýrdalsjökul Stefán Árni Pálsson skrifar 25. febrúar 2015 20:10 Snjóbíll Landsbjargar í Hvanngili við leit um síðustu helgi. vísir/oddgeir sæmundsson Nú stendur yfir leit að tveimur erlendum ferðamönnum sem voru á ferð við Mýrdalsjökul en búið er að kalla út björgunarsveitir frá Hellu, Hvolsvelli og Vík í Mýrdal. Útkallið barst á áttunda tímanum í kvöld en Lögreglan á Suðurlandi stýrir aðgerðum. Um er að ræða tvo erlenda skíðamenn sem voru á ferðinni við Álftavatnakrók. Veðrið er slæmt á öllu landinu og því aðstæður mjög erfiðar. Leitað var að Kerstin Langenberger í tvo daga um síðustu helgi en hún fannst norðan Mýrdalsjökuls á mánudagsmorgun. Konan hafði komið sér fyrir í Skála í Hvanngili.Uppfært klukkan 20:30 - Um er að ræða tvo Þjóðverja á sextugsaldri sem létu vita af stöðu mála fyrr í kvöld. Þá var tjaldið þeirra fokið en síðast barst merki frá þeim norðaustur af Mýrdalsjökli. Uppfært klukkan 20:43 - Tilkynning frá LandsbjörguTveir erlendir skíðamenn eru í vanda í Álftavatnakrók. Sendu þeir neyðarboð eftir að þeir misstu tjald sitt og búnað og voru orðnir hraktir. Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa verið kallaðar út til leitar. Eru þær með staðsetningu mannanna en ekki er vitað hversu nákvæm hún er. Búast björgunarmenn við að vera komnir á staðinn á snjósleðum innan tveggja tíma ef vel gengur.Aðgerðir björgunarsveita fyrir norðan, þar sem leitað er erlendra ferðamanna er sendu neyðarboð í gegnum SPOT sendi, ganga þokkalega. Fyrstu hópar eru komnir á Vatnahjalla. Á fjallinu eru engin fjarskipti og því er ekki vitað um hvernig þeim miðar en vitað er að þeir fara hægt yfir enda aftakaveður á svæðinu. Spár gera ráð fyrir að veður gangi hratt niður þegar líður á nóttina. Verið er að senda bjargir úr Skagafirði á staðinn en veður hamlar för þeirra. Á áttunda tug manna taka þátt í aðgerðinni. Veður Tengdar fréttir „Ég er mjög hissa og þetta er auðvitað smá skammarlegt“ Kerstin Langenberger þykir leitt að björgunarsveitarmenn hafi farið og leitað að henni um helgina en hún er mjög ánægð með störf þeirra. 23. febrúar 2015 14:12 Vilja láta rannsaka hvers vegna staðsetningartækið hætti að virka Landsbjörg ætlar að láta rannsaka hvers vegna staðsetningartæki konunnar, sem leitað var að við Mýradalsjökul um helgina, hætti að virka. Konan fannst heil á húfi í Ferðafélagsskála laust fyrir klukkan sex í morgun og er komin til Reykjavíkur. 23. febrúar 2015 13:20 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Nú stendur yfir leit að tveimur erlendum ferðamönnum sem voru á ferð við Mýrdalsjökul en búið er að kalla út björgunarsveitir frá Hellu, Hvolsvelli og Vík í Mýrdal. Útkallið barst á áttunda tímanum í kvöld en Lögreglan á Suðurlandi stýrir aðgerðum. Um er að ræða tvo erlenda skíðamenn sem voru á ferðinni við Álftavatnakrók. Veðrið er slæmt á öllu landinu og því aðstæður mjög erfiðar. Leitað var að Kerstin Langenberger í tvo daga um síðustu helgi en hún fannst norðan Mýrdalsjökuls á mánudagsmorgun. Konan hafði komið sér fyrir í Skála í Hvanngili.Uppfært klukkan 20:30 - Um er að ræða tvo Þjóðverja á sextugsaldri sem létu vita af stöðu mála fyrr í kvöld. Þá var tjaldið þeirra fokið en síðast barst merki frá þeim norðaustur af Mýrdalsjökli. Uppfært klukkan 20:43 - Tilkynning frá LandsbjörguTveir erlendir skíðamenn eru í vanda í Álftavatnakrók. Sendu þeir neyðarboð eftir að þeir misstu tjald sitt og búnað og voru orðnir hraktir. Björgunarsveitir á Suðurlandi hafa verið kallaðar út til leitar. Eru þær með staðsetningu mannanna en ekki er vitað hversu nákvæm hún er. Búast björgunarmenn við að vera komnir á staðinn á snjósleðum innan tveggja tíma ef vel gengur.Aðgerðir björgunarsveita fyrir norðan, þar sem leitað er erlendra ferðamanna er sendu neyðarboð í gegnum SPOT sendi, ganga þokkalega. Fyrstu hópar eru komnir á Vatnahjalla. Á fjallinu eru engin fjarskipti og því er ekki vitað um hvernig þeim miðar en vitað er að þeir fara hægt yfir enda aftakaveður á svæðinu. Spár gera ráð fyrir að veður gangi hratt niður þegar líður á nóttina. Verið er að senda bjargir úr Skagafirði á staðinn en veður hamlar för þeirra. Á áttunda tug manna taka þátt í aðgerðinni.
Veður Tengdar fréttir „Ég er mjög hissa og þetta er auðvitað smá skammarlegt“ Kerstin Langenberger þykir leitt að björgunarsveitarmenn hafi farið og leitað að henni um helgina en hún er mjög ánægð með störf þeirra. 23. febrúar 2015 14:12 Vilja láta rannsaka hvers vegna staðsetningartækið hætti að virka Landsbjörg ætlar að láta rannsaka hvers vegna staðsetningartæki konunnar, sem leitað var að við Mýradalsjökul um helgina, hætti að virka. Konan fannst heil á húfi í Ferðafélagsskála laust fyrir klukkan sex í morgun og er komin til Reykjavíkur. 23. febrúar 2015 13:20 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
„Ég er mjög hissa og þetta er auðvitað smá skammarlegt“ Kerstin Langenberger þykir leitt að björgunarsveitarmenn hafi farið og leitað að henni um helgina en hún er mjög ánægð með störf þeirra. 23. febrúar 2015 14:12
Vilja láta rannsaka hvers vegna staðsetningartækið hætti að virka Landsbjörg ætlar að láta rannsaka hvers vegna staðsetningartæki konunnar, sem leitað var að við Mýradalsjökul um helgina, hætti að virka. Konan fannst heil á húfi í Ferðafélagsskála laust fyrir klukkan sex í morgun og er komin til Reykjavíkur. 23. febrúar 2015 13:20
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent