Innlent

„Ég er mjög hissa og þetta er auðvitað smá skammarlegt“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Kerstin Langenberger, ferðalangurinn sem leitað var að í gær og nótt, og fannst heil á húfi um sexleytið í morgun kom í bæinn ásamt björgunarmönnum á hádegi í dag. Stöð 2 tók á móti henni og björgunarfólki.

„Ég er mjög hissa og þetta er auðvitað smá skammarlegt. Ég vildi ekki að hundrað og eitthvað manns myndu fara og leita að mér. Mér gekk mjög vel, ég vissi af þessu veðri og fór inn í skálann í Hvanngili og leitaði skjóls þar,“ segir Kerstin sem er þýsk en búsett hér á landi.

Sjá einnig:Vilja láta rannsaka hvers vegna staðsetningartæki hætti að virka

Hún dvaldi í skálanum í tvo daga en vissi ekki að það væri verið að leita að henni. Hún hélt að merki sem hún sendi frá sér með neyðarsendi myndi berast.

„En svo fór þessi leit af stað og mér þykir það mjög leitt. Það er hins vegar mjög gott að sjá hvað björgunarkerfið á Íslandi er gott. Viðbrögðin eru alveg frábær.“

Nánar verður rætt við Kerstin í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.


Tengdar fréttir

Konan fundin heil á húfi

Kona sem ekkert hafði spurst til síðan á föstudaginn kom sér fyrir í skála í Hvanngili og hélt hún væri enn að senda frá sér merki.

Vilja láta rannsaka hvers vegna staðsetningartækið hætti að virka

Landsbjörg ætlar að láta rannsaka hvers vegna staðsetningartæki konunnar, sem leitað var að við Mýradalsjökul um helgina, hætti að virka. Konan fannst heil á húfi í Ferðafélagsskála laust fyrir klukkan sex í morgun og er komin til Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×