Launamunur sviðslistafólks sláandi: Byrjunarlaun dansara 240 þúsund krónur Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 14. júní 2015 21:00 Dansarar og leikarar í Borgarleikhúsinu starfa hlið við hlið og teljast til sviðslistafólks. Launamunur á milli þeirra er mikill. Byrjunarlaun dansara eru 240 þúsund krónur samanborið við 350 þúsund króna byrjunarlaun leikara. Byrjunarlaun leikara annarra leikhúsa eru lægri, við Þjóðleikhúsið og Leikfélag Akureyrar eru þau rúmlega 300 þúsund krónur. Staða listdansara er afar slæm í samanburði við aðra sviðslistamenn og launþega almennt. Þetta kemur fram í óbirtri skýrslu starfshóps um framtíð Íslenska dansflokksins. Þegar starfshópurinn hóf störf voru laun dansara 215 þúsund krónur en nýverið fengu þeir kjarabót og byrjunarlaun hækkuð í 240 þúsund krónur. Marta Nordal leikstjóri er formaður starfshópsins og situr í stjórn Íslenska dansflokksins. „Við rákum augun í það að laun dansara eru mjög lág, ef þú berð launin saman við sviðslistafólk, leikara til dæmis þá eru laun dansara töluvert lægri. Dansarar eru líkt og tónlistarmenn að að mennta sig frá sex, sjö ára aldri, þau eru með töluvert lægri laun og þó er sviðslistafólk fyrir með lág laun þannig að þetta var sláandi.“ Marta segir dansinn ekki metinn sem atvinnugrein og segir framlag ríkisins til íslenska dansflokksins ekki duga til að greiða hærri laun. „Danslistin hefur aldrei verið metin sem atvinnugrein. Ástæðan fyrir því meðal annars að launin eru svo lág er að framlag ríkisins til Íslenska dansflokksins er svo ofsalega lágt að svigrúm er svo lítið. Stakkurinn er svo þröngur að öllu leyti.“ Framlag ríkisins í síðustu fjárlögum voru rúmar 133 milljón krónur. Þrátt fyrir að listdansarar séu háskólamenntaðir þá eru þeir ekki aðilar að BHM, til þess eru þeir of fáir. Marta segir hækkunina ekki duga og segir lág laun dansara endurspegla ríkjandi viðhorf til danslistar. Starfshópurinn kannaði kosti þess og galla að færa íslenska dansflokkinn í Þjóðleikhúsið og var það niðurstaðan að sá flutningur myndi vera afturför. Starfshópur kannaði einnig möguleika á að flytja íslenska dansflokkinn annað eins og til dæmis í Hörpu en sá kostur þótti ekki vænlegur sökum hárrar leigu og annars kostnaðar. Niðurstaðan er sú að Borgarleikhúsið verður áfram heimili íslenska dansflokkins þar til samningur rennur út árið 2017 en innan tíu ára verði stofnað fjölnota Danshús þar sem íslenski dansflokkurinn fengi æfinga og sýningaraðstöðu ásamt sjálfstæðum danshópum. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira
Dansarar og leikarar í Borgarleikhúsinu starfa hlið við hlið og teljast til sviðslistafólks. Launamunur á milli þeirra er mikill. Byrjunarlaun dansara eru 240 þúsund krónur samanborið við 350 þúsund króna byrjunarlaun leikara. Byrjunarlaun leikara annarra leikhúsa eru lægri, við Þjóðleikhúsið og Leikfélag Akureyrar eru þau rúmlega 300 þúsund krónur. Staða listdansara er afar slæm í samanburði við aðra sviðslistamenn og launþega almennt. Þetta kemur fram í óbirtri skýrslu starfshóps um framtíð Íslenska dansflokksins. Þegar starfshópurinn hóf störf voru laun dansara 215 þúsund krónur en nýverið fengu þeir kjarabót og byrjunarlaun hækkuð í 240 þúsund krónur. Marta Nordal leikstjóri er formaður starfshópsins og situr í stjórn Íslenska dansflokksins. „Við rákum augun í það að laun dansara eru mjög lág, ef þú berð launin saman við sviðslistafólk, leikara til dæmis þá eru laun dansara töluvert lægri. Dansarar eru líkt og tónlistarmenn að að mennta sig frá sex, sjö ára aldri, þau eru með töluvert lægri laun og þó er sviðslistafólk fyrir með lág laun þannig að þetta var sláandi.“ Marta segir dansinn ekki metinn sem atvinnugrein og segir framlag ríkisins til íslenska dansflokksins ekki duga til að greiða hærri laun. „Danslistin hefur aldrei verið metin sem atvinnugrein. Ástæðan fyrir því meðal annars að launin eru svo lág er að framlag ríkisins til Íslenska dansflokksins er svo ofsalega lágt að svigrúm er svo lítið. Stakkurinn er svo þröngur að öllu leyti.“ Framlag ríkisins í síðustu fjárlögum voru rúmar 133 milljón krónur. Þrátt fyrir að listdansarar séu háskólamenntaðir þá eru þeir ekki aðilar að BHM, til þess eru þeir of fáir. Marta segir hækkunina ekki duga og segir lág laun dansara endurspegla ríkjandi viðhorf til danslistar. Starfshópurinn kannaði kosti þess og galla að færa íslenska dansflokkinn í Þjóðleikhúsið og var það niðurstaðan að sá flutningur myndi vera afturför. Starfshópur kannaði einnig möguleika á að flytja íslenska dansflokkinn annað eins og til dæmis í Hörpu en sá kostur þótti ekki vænlegur sökum hárrar leigu og annars kostnaðar. Niðurstaðan er sú að Borgarleikhúsið verður áfram heimili íslenska dansflokkins þar til samningur rennur út árið 2017 en innan tíu ára verði stofnað fjölnota Danshús þar sem íslenski dansflokkurinn fengi æfinga og sýningaraðstöðu ásamt sjálfstæðum danshópum.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira