Launamunur sviðslistafólks sláandi: Byrjunarlaun dansara 240 þúsund krónur Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 14. júní 2015 21:00 Dansarar og leikarar í Borgarleikhúsinu starfa hlið við hlið og teljast til sviðslistafólks. Launamunur á milli þeirra er mikill. Byrjunarlaun dansara eru 240 þúsund krónur samanborið við 350 þúsund króna byrjunarlaun leikara. Byrjunarlaun leikara annarra leikhúsa eru lægri, við Þjóðleikhúsið og Leikfélag Akureyrar eru þau rúmlega 300 þúsund krónur. Staða listdansara er afar slæm í samanburði við aðra sviðslistamenn og launþega almennt. Þetta kemur fram í óbirtri skýrslu starfshóps um framtíð Íslenska dansflokksins. Þegar starfshópurinn hóf störf voru laun dansara 215 þúsund krónur en nýverið fengu þeir kjarabót og byrjunarlaun hækkuð í 240 þúsund krónur. Marta Nordal leikstjóri er formaður starfshópsins og situr í stjórn Íslenska dansflokksins. „Við rákum augun í það að laun dansara eru mjög lág, ef þú berð launin saman við sviðslistafólk, leikara til dæmis þá eru laun dansara töluvert lægri. Dansarar eru líkt og tónlistarmenn að að mennta sig frá sex, sjö ára aldri, þau eru með töluvert lægri laun og þó er sviðslistafólk fyrir með lág laun þannig að þetta var sláandi.“ Marta segir dansinn ekki metinn sem atvinnugrein og segir framlag ríkisins til íslenska dansflokksins ekki duga til að greiða hærri laun. „Danslistin hefur aldrei verið metin sem atvinnugrein. Ástæðan fyrir því meðal annars að launin eru svo lág er að framlag ríkisins til Íslenska dansflokksins er svo ofsalega lágt að svigrúm er svo lítið. Stakkurinn er svo þröngur að öllu leyti.“ Framlag ríkisins í síðustu fjárlögum voru rúmar 133 milljón krónur. Þrátt fyrir að listdansarar séu háskólamenntaðir þá eru þeir ekki aðilar að BHM, til þess eru þeir of fáir. Marta segir hækkunina ekki duga og segir lág laun dansara endurspegla ríkjandi viðhorf til danslistar. Starfshópurinn kannaði kosti þess og galla að færa íslenska dansflokkinn í Þjóðleikhúsið og var það niðurstaðan að sá flutningur myndi vera afturför. Starfshópur kannaði einnig möguleika á að flytja íslenska dansflokkinn annað eins og til dæmis í Hörpu en sá kostur þótti ekki vænlegur sökum hárrar leigu og annars kostnaðar. Niðurstaðan er sú að Borgarleikhúsið verður áfram heimili íslenska dansflokkins þar til samningur rennur út árið 2017 en innan tíu ára verði stofnað fjölnota Danshús þar sem íslenski dansflokkurinn fengi æfinga og sýningaraðstöðu ásamt sjálfstæðum danshópum. Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Sjá meira
Dansarar og leikarar í Borgarleikhúsinu starfa hlið við hlið og teljast til sviðslistafólks. Launamunur á milli þeirra er mikill. Byrjunarlaun dansara eru 240 þúsund krónur samanborið við 350 þúsund króna byrjunarlaun leikara. Byrjunarlaun leikara annarra leikhúsa eru lægri, við Þjóðleikhúsið og Leikfélag Akureyrar eru þau rúmlega 300 þúsund krónur. Staða listdansara er afar slæm í samanburði við aðra sviðslistamenn og launþega almennt. Þetta kemur fram í óbirtri skýrslu starfshóps um framtíð Íslenska dansflokksins. Þegar starfshópurinn hóf störf voru laun dansara 215 þúsund krónur en nýverið fengu þeir kjarabót og byrjunarlaun hækkuð í 240 þúsund krónur. Marta Nordal leikstjóri er formaður starfshópsins og situr í stjórn Íslenska dansflokksins. „Við rákum augun í það að laun dansara eru mjög lág, ef þú berð launin saman við sviðslistafólk, leikara til dæmis þá eru laun dansara töluvert lægri. Dansarar eru líkt og tónlistarmenn að að mennta sig frá sex, sjö ára aldri, þau eru með töluvert lægri laun og þó er sviðslistafólk fyrir með lág laun þannig að þetta var sláandi.“ Marta segir dansinn ekki metinn sem atvinnugrein og segir framlag ríkisins til íslenska dansflokksins ekki duga til að greiða hærri laun. „Danslistin hefur aldrei verið metin sem atvinnugrein. Ástæðan fyrir því meðal annars að launin eru svo lág er að framlag ríkisins til Íslenska dansflokksins er svo ofsalega lágt að svigrúm er svo lítið. Stakkurinn er svo þröngur að öllu leyti.“ Framlag ríkisins í síðustu fjárlögum voru rúmar 133 milljón krónur. Þrátt fyrir að listdansarar séu háskólamenntaðir þá eru þeir ekki aðilar að BHM, til þess eru þeir of fáir. Marta segir hækkunina ekki duga og segir lág laun dansara endurspegla ríkjandi viðhorf til danslistar. Starfshópurinn kannaði kosti þess og galla að færa íslenska dansflokkinn í Þjóðleikhúsið og var það niðurstaðan að sá flutningur myndi vera afturför. Starfshópur kannaði einnig möguleika á að flytja íslenska dansflokkinn annað eins og til dæmis í Hörpu en sá kostur þótti ekki vænlegur sökum hárrar leigu og annars kostnaðar. Niðurstaðan er sú að Borgarleikhúsið verður áfram heimili íslenska dansflokkins þar til samningur rennur út árið 2017 en innan tíu ára verði stofnað fjölnota Danshús þar sem íslenski dansflokkurinn fengi æfinga og sýningaraðstöðu ásamt sjálfstæðum danshópum.
Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Sjá meira