Vilja að fólk fái að gagnrýna trúarbrögð Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. janúar 2015 10:15 Við tökur á Spaugstofunni Pálmi Gestsson og Örn Árnason að æfa sig fyrir töku. Vísir/GVA „Auðvitað er þetta ákvæði sem á að vera löngu farið út og eiginlega svolítið hlægilegt að það skuli áfram standa í íslenskum lögum,“ segir Karl Ágúst Úlfsson spaugstofumaður um frumvarp Helga Hrafns Gunnarssonar Pírata. Helgi Hrafn leggur til að ákvæði um bann við guðlasti í almennum hegningarlögum verði fellt úr gildi. Spaugstofumenn voru sakaðir um guðlast í þætti sem birtist í Ríkissjónvarpinu á laugardag fyrir páska árið 1997. Lögreglan rannsakaði málið en Ríkissaksóknari tók ákvörðun um að ákæra ekki.Karl Ágúst Úlfsson„Aftur á móti fannst mér það vera svolítið krúttlegt á sínum tíma að við værum enn þá svona miklir sveitamenn að þurfa að hafa þetta svona okkur til halds og trausts. Eftir á er þetta svolítið einstök lífsreynsla að hafa verið kærður á grundvelli þessa lagaákvæðis. En þegar maður hugsar málið í alvöru þá á þetta ekki heima í nútímanum,“ segir Karl Ágúst. Karl Ágúst segir að mönnum verði að leyfast að gagnrýna trúarbrögð og gera grín að þeim. „Annað leiðir bara af sér tóma vitleysu. Það er mjög varasamt ef við komum okkur upp einhverjum fyrirbærum sem eiga að vera algjörlega hafin yfir alla gagnrýni og allt skop. Það finnst mér algjörlega fráleitt,“ segir hann. Helgi Hrafn segir ótækt að banna guðlast í vestrænu lýðræðisríki 2015, þótt það geti verið rétt að takmarka tjáningarfrelsið af ákveðnum grundvallarástæðum. Til dæmis til að vernda friðhelgi einkalífs. Ákvæði um bann við guðlasti í almennum hegningarlögum sé hins vegar annað mál. „Þessi klausa virðist vera gerð til þess eins að vernda einhvern ímyndaðan rétt fólks til að vera ekki móðgað,“ segir Helgi Hrafn. Það sé í fullkominni mótsögn við tjáningarfrelsið. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
„Auðvitað er þetta ákvæði sem á að vera löngu farið út og eiginlega svolítið hlægilegt að það skuli áfram standa í íslenskum lögum,“ segir Karl Ágúst Úlfsson spaugstofumaður um frumvarp Helga Hrafns Gunnarssonar Pírata. Helgi Hrafn leggur til að ákvæði um bann við guðlasti í almennum hegningarlögum verði fellt úr gildi. Spaugstofumenn voru sakaðir um guðlast í þætti sem birtist í Ríkissjónvarpinu á laugardag fyrir páska árið 1997. Lögreglan rannsakaði málið en Ríkissaksóknari tók ákvörðun um að ákæra ekki.Karl Ágúst Úlfsson„Aftur á móti fannst mér það vera svolítið krúttlegt á sínum tíma að við værum enn þá svona miklir sveitamenn að þurfa að hafa þetta svona okkur til halds og trausts. Eftir á er þetta svolítið einstök lífsreynsla að hafa verið kærður á grundvelli þessa lagaákvæðis. En þegar maður hugsar málið í alvöru þá á þetta ekki heima í nútímanum,“ segir Karl Ágúst. Karl Ágúst segir að mönnum verði að leyfast að gagnrýna trúarbrögð og gera grín að þeim. „Annað leiðir bara af sér tóma vitleysu. Það er mjög varasamt ef við komum okkur upp einhverjum fyrirbærum sem eiga að vera algjörlega hafin yfir alla gagnrýni og allt skop. Það finnst mér algjörlega fráleitt,“ segir hann. Helgi Hrafn segir ótækt að banna guðlast í vestrænu lýðræðisríki 2015, þótt það geti verið rétt að takmarka tjáningarfrelsið af ákveðnum grundvallarástæðum. Til dæmis til að vernda friðhelgi einkalífs. Ákvæði um bann við guðlasti í almennum hegningarlögum sé hins vegar annað mál. „Þessi klausa virðist vera gerð til þess eins að vernda einhvern ímyndaðan rétt fólks til að vera ekki móðgað,“ segir Helgi Hrafn. Það sé í fullkominni mótsögn við tjáningarfrelsið.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira