Erlent

Geimfarið Dawn á sporbaug um Ceres

Atli Ísleifsson skrifar
Þvermál Ceres er um 950 kílómetrar.
Þvermál Ceres er um 950 kílómetrar. Vísir/AFP
Bandaríska geimferðastofnunin Nasa hefur staðfest að geimfarið Dawn sé nú á sporbaug um dvergreikistjörnuna Ceres, stærsta hnattarins á smástirnabeltinu milli Mars og Júpíters.

Dawn hefur verið sjö og hálft ár á leiðinni til Ceres og mun verja næstu fjórtán mánuði í að kortleggja dvergreikistjörnuna.

Í frétt BBC segir að vonast sé til að rannsóknirnar geti frætt okkur enn frekar um uppruna sólkerfisins.

Dawn var skotið á loft frá Canaveralhöfða í Flórída þann 27. september 2007. Á leið sinni til Ceres hafði Dawn áður rannsakað smástirnið Vesta.

Þvermál Ceres er um 950 kílómetrar, en fræðast má nánar um Dawn, Ceres og Vesta á Stjörnufræðivefnum.

Vísir/Graphic news
.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.