Blikar eru ekkert bara að einbeita sér að boltanum þessa dagana heldur eru þeir líka að horfa til framtíðar.
Þeir tilkynntu í dag að framherjinn Ellert Hreinsson væri búinn að skrifa undir nýjan tveggja ára samning við félagið.
Ellert hefur ekki fundið sig í upphafi leiktíðar en Blikar hafa þrátt fyrir það tröllatrú á leikmanninum.
Ellert lék sinn lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2003 og hefur í allt spilað 134 leiki með meistaraflokki Breiðabliks og skorað í þeim 36 mörk. Ellert á að baki 73 leiki með Stjörnunni og 11 leiki með Víking Ólafsvík.
Ellert framlengir við Blika

Mest lesið


Sveindísi var enginn greiði gerður
Fótbolti




Landsliðskonurnar neita að æfa
Fótbolti


Aron ráðinn til FH
Handbolti

