Frumvarp um afnám gjaldeyrishafta lagt fram í næstu viku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. maí 2015 13:01 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, á ársfundi Seðlabankans í mars síðastliðnum. vísir/vilhelm Stefnt er að því að leggja fram frumvarp um afnám gjaldeyrishafta í næstu viku. Til að svo megi verða, og frumvarpið fáist afgreitt á þessu þingi, þarf Alþingi að funda fram á sumar. Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í samtali við fréttastofu RÚV. Frumvarpið var ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar sem fundaði í dag en Bjarni segir nauðsynlegt að koma frumvarpi um höftin inn á þetta þing. „Og ég trúi því að því verði vel tekið þar eða það fái forgangsmeðferð og við getum verið sammála um að þetta er það stórt og mikilvægt mál að það skipti öllu að klára vinnu við það.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, boðaði frumvarp á þessu þingi um losun haftanna á flokksþingi Framsóknarflokksins í apríl síðastliðnum. Það má því segja að frumvarpsins hafi verið beðið með eftirvæntingu síðan þá og virðist nú loks sem sú bið sé á enda. Gjaldeyrishöftin voru sett á í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008. Í frétt Stöðvar 2 í vikunni kom fram að Seðlabankinn viti ekki hversu miklu tjóni höftin valda þjóðarbúinu á ári. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, sagði þó ljóst að tjónið væri til staðar og að allir séu sammála um afnám hafta. Alþingi Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Vita ekki hvað gjaldeyrishöftin kosta þjóðarbúið Seðlabankinn veit ekki hversu miklu tjóni gjaldeyrishöftin valda þjóðarbúinu á ári. Seðlabankastjóri segir þó að tjónið sé til staðar og allir séu sammála um afnám hafta. Það sé rannsóknarverkefni hagfræðinga framtíðarinnar að finna hvert tjónið er. 17. maí 2015 19:30 Hluti starfsemi CCP verði fluttur úr landi Í skoðun er að flytja hluta starfsemi tölvufyrirtækisins CCP úr landi. Alþjóðlegir samningar og gjaldeyrishöft ástæðan. Ísland mundi þó áfram gegna lykilhlutverki. 20. maí 2015 07:00 Afnám gjaldeyrishafta: „Það er útspil framundan“ Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, og Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, ræddu afnám gjaldeyrishafta við Heiðu Kristínu í Umræðunni á Stöð 2. 13. apríl 2015 20:54 Byrjað að afnema gjaldeyrishöftin fyrir þinglok Segir kröfuhafa hafa njósnað um íslenska blaða- og stjórnmálamenn. 10. apríl 2015 19:09 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Stefnt er að því að leggja fram frumvarp um afnám gjaldeyrishafta í næstu viku. Til að svo megi verða, og frumvarpið fáist afgreitt á þessu þingi, þarf Alþingi að funda fram á sumar. Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í samtali við fréttastofu RÚV. Frumvarpið var ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar sem fundaði í dag en Bjarni segir nauðsynlegt að koma frumvarpi um höftin inn á þetta þing. „Og ég trúi því að því verði vel tekið þar eða það fái forgangsmeðferð og við getum verið sammála um að þetta er það stórt og mikilvægt mál að það skipti öllu að klára vinnu við það.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, boðaði frumvarp á þessu þingi um losun haftanna á flokksþingi Framsóknarflokksins í apríl síðastliðnum. Það má því segja að frumvarpsins hafi verið beðið með eftirvæntingu síðan þá og virðist nú loks sem sú bið sé á enda. Gjaldeyrishöftin voru sett á í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008. Í frétt Stöðvar 2 í vikunni kom fram að Seðlabankinn viti ekki hversu miklu tjóni höftin valda þjóðarbúinu á ári. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, sagði þó ljóst að tjónið væri til staðar og að allir séu sammála um afnám hafta.
Alþingi Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Vita ekki hvað gjaldeyrishöftin kosta þjóðarbúið Seðlabankinn veit ekki hversu miklu tjóni gjaldeyrishöftin valda þjóðarbúinu á ári. Seðlabankastjóri segir þó að tjónið sé til staðar og allir séu sammála um afnám hafta. Það sé rannsóknarverkefni hagfræðinga framtíðarinnar að finna hvert tjónið er. 17. maí 2015 19:30 Hluti starfsemi CCP verði fluttur úr landi Í skoðun er að flytja hluta starfsemi tölvufyrirtækisins CCP úr landi. Alþjóðlegir samningar og gjaldeyrishöft ástæðan. Ísland mundi þó áfram gegna lykilhlutverki. 20. maí 2015 07:00 Afnám gjaldeyrishafta: „Það er útspil framundan“ Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, og Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, ræddu afnám gjaldeyrishafta við Heiðu Kristínu í Umræðunni á Stöð 2. 13. apríl 2015 20:54 Byrjað að afnema gjaldeyrishöftin fyrir þinglok Segir kröfuhafa hafa njósnað um íslenska blaða- og stjórnmálamenn. 10. apríl 2015 19:09 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Vita ekki hvað gjaldeyrishöftin kosta þjóðarbúið Seðlabankinn veit ekki hversu miklu tjóni gjaldeyrishöftin valda þjóðarbúinu á ári. Seðlabankastjóri segir þó að tjónið sé til staðar og allir séu sammála um afnám hafta. Það sé rannsóknarverkefni hagfræðinga framtíðarinnar að finna hvert tjónið er. 17. maí 2015 19:30
Hluti starfsemi CCP verði fluttur úr landi Í skoðun er að flytja hluta starfsemi tölvufyrirtækisins CCP úr landi. Alþjóðlegir samningar og gjaldeyrishöft ástæðan. Ísland mundi þó áfram gegna lykilhlutverki. 20. maí 2015 07:00
Afnám gjaldeyrishafta: „Það er útspil framundan“ Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, og Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, ræddu afnám gjaldeyrishafta við Heiðu Kristínu í Umræðunni á Stöð 2. 13. apríl 2015 20:54
Byrjað að afnema gjaldeyrishöftin fyrir þinglok Segir kröfuhafa hafa njósnað um íslenska blaða- og stjórnmálamenn. 10. apríl 2015 19:09