Sigmundur Davíð hneykslaður á að hótanir í hans garð séu notaðar í pólitískum tilgangi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 6. júní 2015 20:15 Í bréfi sem barst á heimili Sigmundar Davíðs nýverið er það fullyrt að hann hafi eitthvað haft með kaup Björns Inga á DV að gera. Vísir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, furðar sig á því að hótanir í garð ættingja annars stjórnmálamanns yrðu notaðar í pólitískum tilgangi. Það telur hann raunin varðandi ósk Róberts Marshall og Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, þingflokksformenn Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins, um að rannsökuð verði hagsmunatengsl hans og Björns Inga Hrafnssonar, eiganda Pressunnar. Þetta kemur fram í færslu á Facebook síðu hans. Málið tengist hótun sem systurnar Malín Brand og Hlín Einarsdóttir höfðu frammi í bréfi til eiginkonu Sigmundar Davíðs. Malín hefur síðar sagt að systir hennar hafi ein sent bréfið. Sigmundur Davíð kallar fullyrðingar systranna aðdróttanir í hans garð hvað varðar þátttöku í samsæri um rekstur fjölmiðlaveldis. „Það má svo ítreka að ég hafði ekki nokkra einustu aðkomu að eigendaskiptum á DV og veit ekkert um aðdraganda og gang þeirra mála, annað en það sem fram hefur komið í fjölmiðlum,“ segir Sigmundur í færslunni. Hann nefnir þó ekki Sjálfstæðisflokkinn í færslunni heldur beinir sjónum að þeim þingmönnum Pírata og Bjartrar framtíðar sem beðið hafa um skýr svör hvað varðar tengsl hans við Björn Inga. Það eru eins og fyrr segir Róbert Marshall og formaður Pírata, Birgitta Jónsdóttir. Sjá einnig: Skoða ber hagsmunatengsl milli Sigmundar Davíðs og Björns Inga Sigmundur vísar í ræðu þingmannsins Jóhönna Maríu Sigmundsdóttur en hún hreinlega skammaði þingmenn fyrir dónaskap í garð samstarfsmanna sinna. Hann segist hafa svarað efni fyrrnefnds hótunarbréfs með afdráttarlausum hætti. „Þótt ég og aðrir höfum þegar svarað málinu afdráttarlaust þykir þeim sér sæmandi að taka undir textann í hótunarbréfinu og dylgja þannig um leið um venslafólk mitt sem hafði þó liðið nóg fyrir stjórnmálaþátttöku mína. Það er ljóst að þessir þingmenn Pírata og Bjartrar framtíðar eru reiðubúnir að innleiða nýja tegund af lágkúru í íslensk stjórnmál og tal þeirra um nýja og betri stjórnmálamenningu reyndist ekki annað en öfugmæli.“ Færslu Sigmundar má sjá hér að neðan.Jóhanna María Sigmundsdóttir flutti frábæra ræðu á Alþingi í gær þar sem hún benti meðal annars á hversu óheillavænlegt ...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on Saturday, June 6, 2015 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, furðar sig á því að hótanir í garð ættingja annars stjórnmálamanns yrðu notaðar í pólitískum tilgangi. Það telur hann raunin varðandi ósk Róberts Marshall og Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, þingflokksformenn Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins, um að rannsökuð verði hagsmunatengsl hans og Björns Inga Hrafnssonar, eiganda Pressunnar. Þetta kemur fram í færslu á Facebook síðu hans. Málið tengist hótun sem systurnar Malín Brand og Hlín Einarsdóttir höfðu frammi í bréfi til eiginkonu Sigmundar Davíðs. Malín hefur síðar sagt að systir hennar hafi ein sent bréfið. Sigmundur Davíð kallar fullyrðingar systranna aðdróttanir í hans garð hvað varðar þátttöku í samsæri um rekstur fjölmiðlaveldis. „Það má svo ítreka að ég hafði ekki nokkra einustu aðkomu að eigendaskiptum á DV og veit ekkert um aðdraganda og gang þeirra mála, annað en það sem fram hefur komið í fjölmiðlum,“ segir Sigmundur í færslunni. Hann nefnir þó ekki Sjálfstæðisflokkinn í færslunni heldur beinir sjónum að þeim þingmönnum Pírata og Bjartrar framtíðar sem beðið hafa um skýr svör hvað varðar tengsl hans við Björn Inga. Það eru eins og fyrr segir Róbert Marshall og formaður Pírata, Birgitta Jónsdóttir. Sjá einnig: Skoða ber hagsmunatengsl milli Sigmundar Davíðs og Björns Inga Sigmundur vísar í ræðu þingmannsins Jóhönna Maríu Sigmundsdóttur en hún hreinlega skammaði þingmenn fyrir dónaskap í garð samstarfsmanna sinna. Hann segist hafa svarað efni fyrrnefnds hótunarbréfs með afdráttarlausum hætti. „Þótt ég og aðrir höfum þegar svarað málinu afdráttarlaust þykir þeim sér sæmandi að taka undir textann í hótunarbréfinu og dylgja þannig um leið um venslafólk mitt sem hafði þó liðið nóg fyrir stjórnmálaþátttöku mína. Það er ljóst að þessir þingmenn Pírata og Bjartrar framtíðar eru reiðubúnir að innleiða nýja tegund af lágkúru í íslensk stjórnmál og tal þeirra um nýja og betri stjórnmálamenningu reyndist ekki annað en öfugmæli.“ Færslu Sigmundar má sjá hér að neðan.Jóhanna María Sigmundsdóttir flutti frábæra ræðu á Alþingi í gær þar sem hún benti meðal annars á hversu óheillavænlegt ...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on Saturday, June 6, 2015
Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira