Íbúar Kaliforníu spara við sig vatnið Guðsteinn Bjarnason skrifar 7. apríl 2015 06:00 Tóm vatnsþró í hæðunum fyrir ofan Los Angeles. Nordicphotos/AFP „Þetta krefst aðgerða og breytingar á hegðun fólks allt frá landamærum Oregon suður til landamæra Mexíkó,“ segir Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, um nýjar reglur um vatnsnotkun í Kaliforníu. Í síðustu viku skipaði hann svo fyrir að draga eigi úr vatnsnotkun í ríkinu um 25 prósent vegna hinnar miklu þurrkatíðar, sem verið hefur í landinu þrjú ár í röð. „Þetta hefur áhrif á grasflatirnar okkar og þetta hefur áhrif á fólk, hve lengi fólk getur verið í sturtu og hvernig fyrirtæki nota vatn,“ hafa fjölmiðlar eftir ríkisstjóranum. Eftir þrjú erfið þurrkaár í röð spá veðurfræðingar því nú að þetta ár verði hið fjórða í röðinni, og það verði enn verra en þrjú síðustu árin. „Ég get sagt ykkur það, héðan frá Kaliforníu, að loftslagsbreytingarnar eru ekkert plat,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali á sunnudaginn. „Við erum að takast á við þær, og þær eru andskoti alvarlegar.“ Þurrkatíð er ekki óalgeng í Kaliforníu en langt er síðan fjögur erfið þurrkaár hafa komið í röð. Ekki er vitað nákvæmlega hvaða þátt hlýnun jarðar á í þessu ástandi, en þó er vitað að hlýnunin gerir þurrkana erfiðari viðureignar en annars væri, bæði vegna þess að vatn gufar hraðar upp úr vatnsbólum og jarðvegi og vegna þess að aukinn hiti eykur líkurnar á gróðureldum. Í síðasta mánuði skrifaði Jay Famiglietti, vísindamaður hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA, grein í dagblaðið Los Angeles Times þar sem hann spáir því að vatnsbirgðir Kaliforníu muni duga til eins árs. Hann segir vandann mega rekja lengra aftur í tímann en til síðustu þriggja þurrkaára „Gögn NASA benda til þess að heildarvatnsforði í Kaliforníu hafi verið að minnka jafnt og þétt að minnsta kosti frá árinu 2002, þegar eftirlit úr gervihnöttum hófst,“ skrifar Famiglietti. Einungis lítið brot af öllu því vatni, sem Kaliforníubúar nota, fer til daglegrar neyslu á heimilum og í fyrirtækjum. Megnið fer til landbúnaðar, en í Kaliforníu er framleiddur helmingurinn af öllum þeim ávöxtum og öllu því grænmeti sem framleitt er í Bandaríkjunum. Loftslagsmál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
„Þetta krefst aðgerða og breytingar á hegðun fólks allt frá landamærum Oregon suður til landamæra Mexíkó,“ segir Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, um nýjar reglur um vatnsnotkun í Kaliforníu. Í síðustu viku skipaði hann svo fyrir að draga eigi úr vatnsnotkun í ríkinu um 25 prósent vegna hinnar miklu þurrkatíðar, sem verið hefur í landinu þrjú ár í röð. „Þetta hefur áhrif á grasflatirnar okkar og þetta hefur áhrif á fólk, hve lengi fólk getur verið í sturtu og hvernig fyrirtæki nota vatn,“ hafa fjölmiðlar eftir ríkisstjóranum. Eftir þrjú erfið þurrkaár í röð spá veðurfræðingar því nú að þetta ár verði hið fjórða í röðinni, og það verði enn verra en þrjú síðustu árin. „Ég get sagt ykkur það, héðan frá Kaliforníu, að loftslagsbreytingarnar eru ekkert plat,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali á sunnudaginn. „Við erum að takast á við þær, og þær eru andskoti alvarlegar.“ Þurrkatíð er ekki óalgeng í Kaliforníu en langt er síðan fjögur erfið þurrkaár hafa komið í röð. Ekki er vitað nákvæmlega hvaða þátt hlýnun jarðar á í þessu ástandi, en þó er vitað að hlýnunin gerir þurrkana erfiðari viðureignar en annars væri, bæði vegna þess að vatn gufar hraðar upp úr vatnsbólum og jarðvegi og vegna þess að aukinn hiti eykur líkurnar á gróðureldum. Í síðasta mánuði skrifaði Jay Famiglietti, vísindamaður hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA, grein í dagblaðið Los Angeles Times þar sem hann spáir því að vatnsbirgðir Kaliforníu muni duga til eins árs. Hann segir vandann mega rekja lengra aftur í tímann en til síðustu þriggja þurrkaára „Gögn NASA benda til þess að heildarvatnsforði í Kaliforníu hafi verið að minnka jafnt og þétt að minnsta kosti frá árinu 2002, þegar eftirlit úr gervihnöttum hófst,“ skrifar Famiglietti. Einungis lítið brot af öllu því vatni, sem Kaliforníubúar nota, fer til daglegrar neyslu á heimilum og í fyrirtækjum. Megnið fer til landbúnaðar, en í Kaliforníu er framleiddur helmingurinn af öllum þeim ávöxtum og öllu því grænmeti sem framleitt er í Bandaríkjunum.
Loftslagsmál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira