Bæjarstjórn Hafnarfjarðar: Óskar eftir svörum frá ráðherra um Iðnskólann Atli Ísleifsson skrifar 29. apríl 2015 16:20 Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri. Vísir/Aðsent/Stefán Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur óskað eftir fundi með Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra vegna ákvörðunar hans um samruna Iðnskólans í Hafnarfirði og Tækniskólans. Bæjarstjórnin vill að ráðherra endurskoði ákvörðun sína og hafi samráð og samvinnu við fulltrúa hagsmunaaðila, starfsfólks, nemenda, atvinnulífs og bæjaryfirvöld í Hafnarfirði um stöðu og framtíð skólans. Í tilkynningu frá bænum segir að bæjarstjórnin óski eftir skýrum svörum frá menntamálaráðherra um ákveðin atriði, sem hún telji ekki nægjanlega skýr við ákvarðanatökuna. Spurningarnar sem um ræðir eru:Óskað er eftir upplýsingum um hvernig yfirvöld hyggjast standa að boðaðri sameiningu skólanna.Með hvaða hætti er áætlað að tryggja áframhaldandi starfsemi í Hafnarfirði?Hvaða námsgreinar er fyrirhugað að kenna í Hafnarfirði?Með hvaða hætti er fyrirhugað að tryggja starfsmönnum Iðnskólans í Hafnarfirði áframhaldandi störf?Eru áform um að skólagjöld hækki frá því sem nú er í Iðnskólanum í Hafnarfirði?Er áætlað að sameinaður skóli komi til móts við nemendur hvað aukinn ferðakostnað varðar?Óskað er eftir nánari sundurliðun á því í hverju hagræðingin af sameiningu myndi felast.Hver er áætlaður sparnaður ríkisins?Hver er áætluð hagræðing sameinaðs skóla?Er ætlunin að tryggja að mögulegt fjárhagslegt svigrúm sem skapa á vegna hagræðingar verði nýtt til eflingar iðnnáms, í Hafnarfirði sem og annars staðar?Óskað er eftir upplýsingum um hvernig tryggt sé að iðnnám haldist og eflist í Hafnarfirði og hvort ríkið muni gera það að skilyrði í boðuðum samningi um samruna.Óskað er eftir nánari skýringu á hvernig þessi þessi sameining, ef af verður, hjálpar til við að fjölga nemendum í iðngreinum, jafnt í Hafnarfirði sem og annars staðar á landinu.Óskað er eftir upplýsingum um hvort skoðun hafi verið gerð á annarri mögulegri skörun og samnýtingu skóla, t.d. við Flensborgarskóla í Hafnarfirði.Óskað er eftir upplýsingum um hvort þessi aðgerð sé liður í stærri áætlun um eflingu iðnnáms á Íslandi og þá með hvaða hætti. Hvaða aðrar aðgerðir eru í gangi af hálfu stjórnvalda til að ná því marki að efla iðnnám í landinu?Óskað er upplýsinga um skipan í starfshóp ráðherra sem fjallaði um sameiningu skólanna:Var óskað tilnefninga m.a. frá Hafnarfjarðarbæ eða skipaði ráðherra fulltrúa í hópinn án tilnefninga?Hvernig var samráði að öðru leyti við sveitarfélagið háttað Í tilkynningunni segir að Iðnskólinn í Hafnarfirði reki göngu sína til ársins 1928 og eigi því nærri 90 ára sögu í bænum sem ein af grunnmenntastofnunum bæjarins. „Skólinn er með sterk tengsl við samfélagið, bæði fyrirtækin í bænum og grunnskólana auk þess sem bæjaryfirvöld hafa stutt við starfið með beinum hætti. Sú ákvörðun menntamálaráðherra að heimila samruna hans og Tækniskólans ehf. eftir stuttan aðdraganda vekur ugg um að afleiðingar þess verði skellur fyrir iðnnám og skólastarf í Hafnarfirði. Iðnskólinn í Hafnarfirði er eini iðnskólinn hér á landi sem rekinn er af hinu opinbera. Boðuð einkavæðing hans og samruni við Tækniskólann ehf. gengur þvert gegn yfirlýstri andstöðu starfsmanna skólans og bæjaryfirvalda í Hafnarfirði.“ Tengdar fréttir Félag framhaldsskólakennara: Telur of hratt farið í sameiningu skóla Félagið vill sameina Iðnskólann í Hafnarfirði og Tækniskólann í áföngum. 29. apríl 2015 15:15 Unnið að sameiningu Iðnskólans og Tækniskólans Svo gæti farið að Iðnskólinn í Hafnarfirði renni inn í Tækniskólann. Nefnd innan ráðuneytis menntamála vinnur að fýsileikakönnun á samrunanum. "Höfum áhyggjur af stöðu mála,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir. 20. apríl 2015 07:30 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur óskað eftir fundi með Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra vegna ákvörðunar hans um samruna Iðnskólans í Hafnarfirði og Tækniskólans. Bæjarstjórnin vill að ráðherra endurskoði ákvörðun sína og hafi samráð og samvinnu við fulltrúa hagsmunaaðila, starfsfólks, nemenda, atvinnulífs og bæjaryfirvöld í Hafnarfirði um stöðu og framtíð skólans. Í tilkynningu frá bænum segir að bæjarstjórnin óski eftir skýrum svörum frá menntamálaráðherra um ákveðin atriði, sem hún telji ekki nægjanlega skýr við ákvarðanatökuna. Spurningarnar sem um ræðir eru:Óskað er eftir upplýsingum um hvernig yfirvöld hyggjast standa að boðaðri sameiningu skólanna.Með hvaða hætti er áætlað að tryggja áframhaldandi starfsemi í Hafnarfirði?Hvaða námsgreinar er fyrirhugað að kenna í Hafnarfirði?Með hvaða hætti er fyrirhugað að tryggja starfsmönnum Iðnskólans í Hafnarfirði áframhaldandi störf?Eru áform um að skólagjöld hækki frá því sem nú er í Iðnskólanum í Hafnarfirði?Er áætlað að sameinaður skóli komi til móts við nemendur hvað aukinn ferðakostnað varðar?Óskað er eftir nánari sundurliðun á því í hverju hagræðingin af sameiningu myndi felast.Hver er áætlaður sparnaður ríkisins?Hver er áætluð hagræðing sameinaðs skóla?Er ætlunin að tryggja að mögulegt fjárhagslegt svigrúm sem skapa á vegna hagræðingar verði nýtt til eflingar iðnnáms, í Hafnarfirði sem og annars staðar?Óskað er eftir upplýsingum um hvernig tryggt sé að iðnnám haldist og eflist í Hafnarfirði og hvort ríkið muni gera það að skilyrði í boðuðum samningi um samruna.Óskað er eftir nánari skýringu á hvernig þessi þessi sameining, ef af verður, hjálpar til við að fjölga nemendum í iðngreinum, jafnt í Hafnarfirði sem og annars staðar á landinu.Óskað er eftir upplýsingum um hvort skoðun hafi verið gerð á annarri mögulegri skörun og samnýtingu skóla, t.d. við Flensborgarskóla í Hafnarfirði.Óskað er eftir upplýsingum um hvort þessi aðgerð sé liður í stærri áætlun um eflingu iðnnáms á Íslandi og þá með hvaða hætti. Hvaða aðrar aðgerðir eru í gangi af hálfu stjórnvalda til að ná því marki að efla iðnnám í landinu?Óskað er upplýsinga um skipan í starfshóp ráðherra sem fjallaði um sameiningu skólanna:Var óskað tilnefninga m.a. frá Hafnarfjarðarbæ eða skipaði ráðherra fulltrúa í hópinn án tilnefninga?Hvernig var samráði að öðru leyti við sveitarfélagið háttað Í tilkynningunni segir að Iðnskólinn í Hafnarfirði reki göngu sína til ársins 1928 og eigi því nærri 90 ára sögu í bænum sem ein af grunnmenntastofnunum bæjarins. „Skólinn er með sterk tengsl við samfélagið, bæði fyrirtækin í bænum og grunnskólana auk þess sem bæjaryfirvöld hafa stutt við starfið með beinum hætti. Sú ákvörðun menntamálaráðherra að heimila samruna hans og Tækniskólans ehf. eftir stuttan aðdraganda vekur ugg um að afleiðingar þess verði skellur fyrir iðnnám og skólastarf í Hafnarfirði. Iðnskólinn í Hafnarfirði er eini iðnskólinn hér á landi sem rekinn er af hinu opinbera. Boðuð einkavæðing hans og samruni við Tækniskólann ehf. gengur þvert gegn yfirlýstri andstöðu starfsmanna skólans og bæjaryfirvalda í Hafnarfirði.“
Tengdar fréttir Félag framhaldsskólakennara: Telur of hratt farið í sameiningu skóla Félagið vill sameina Iðnskólann í Hafnarfirði og Tækniskólann í áföngum. 29. apríl 2015 15:15 Unnið að sameiningu Iðnskólans og Tækniskólans Svo gæti farið að Iðnskólinn í Hafnarfirði renni inn í Tækniskólann. Nefnd innan ráðuneytis menntamála vinnur að fýsileikakönnun á samrunanum. "Höfum áhyggjur af stöðu mála,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir. 20. apríl 2015 07:30 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Félag framhaldsskólakennara: Telur of hratt farið í sameiningu skóla Félagið vill sameina Iðnskólann í Hafnarfirði og Tækniskólann í áföngum. 29. apríl 2015 15:15
Unnið að sameiningu Iðnskólans og Tækniskólans Svo gæti farið að Iðnskólinn í Hafnarfirði renni inn í Tækniskólann. Nefnd innan ráðuneytis menntamála vinnur að fýsileikakönnun á samrunanum. "Höfum áhyggjur af stöðu mála,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir. 20. apríl 2015 07:30