Félag framhaldsskólakennara: Telur of hratt farið í sameiningu skóla Atli Ísleifsson skrifar 29. apríl 2015 15:15 Iðnskólinn í Hafnarfirði Vísir/GVA Félag framhaldsskólakennara telur of hratt farið í sameiningu Iðnskólans í Hafnarfirði og Tækniskólans. Í ályktun félagsins segir að starfsmenn Iðnskólans í Hafnarfirði hafi mátt þola óvissu um framtíð sína undanfarnar vikur, bæði hvað varðar starfsöryggi og réttindi. „Félag framhaldsskólakennara telur eðlilegt að allir kennarar Iðnskólans í Hafnarfirði haldi starfi sínu og náttúruleg fækkun vegna starfsaldurs verði nýtt til að ná fram þeirri hagræðingu sem fyrirhuguð er við sameiningu þessara tveggja skóla. Félag framhaldsskólakennara skorar á menntamálaráðherra að tryggja starfsöryggi þeirra starfsmanna sem nú horfa fram á óvissu um framtíð sína, sameina skólana í áföngum og raska þannig sem minnst skólastarfi beggja skóla, “ segir í ályktuninni. Ályktun Félags framhaldsskólakennara vegna sameiningar Iðnskólans í Hafnarfirði og Tækniskólans í heild sinni:„Félag framhaldsskólakennara telur of hratt farið í sameiningu Iðnskólans í Hafnarfirði og Tækniskólans. Gríðarlegar breytingar eru nú fyrirhugaðar innan íslenskra framhaldsskóla næsta skólaár. Nýjar námskrár, sem margar hverjar eru óskrifaðar, taka gildi næsta haust. Nýtt vinnumat kennara tekur gildi sem hefur ekki enn verið útfært í hverjum skóla. Stytting námstíma til stúdentsprófs er fyrirhuguð samhliða þessu öllu sem mun hafa neikvæð áhrif á starfsöryggi kennara í framhaldsskólum landsins. Svo margir óvissuþættir og lausir endar í innra starfi framhaldsskólanna eru til þess fallnir að draga tímabundið úr gæðum skólastarfs með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á þjónustu við nemendur. Starfsmenn Iðnskólans í Hafnarfirði hafa mátt þola óvissu um framtíð sína undanfarnar vikur, bæði hvað varðar starfsöryggi og réttindi. Félag framhaldsskólakennara telur eðlilegt að allir kennarar Iðnskólans í Hafnarfirði haldi starfi sínu og náttúruleg fækkun vegna starfsaldurs verði nýtt til að ná fram þeirri hagræðingu sem fyrirhuguð er við sameiningu þessara tveggja skóla. Félag framhaldsskólakennara skorar á menntamálaráðherra að tryggja starfsöryggi þeirra starfsmanna sem nú horfa fram á óvissu um framtíð sína, sameina skólana í áföngum og raska þannig sem minnst skólastarfi beggja skóla.“ Tengdar fréttir Unnið að sameiningu Iðnskólans og Tækniskólans Svo gæti farið að Iðnskólinn í Hafnarfirði renni inn í Tækniskólann. Nefnd innan ráðuneytis menntamála vinnur að fýsileikakönnun á samrunanum. "Höfum áhyggjur af stöðu mála,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir. 20. apríl 2015 07:30 Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Sjá meira
Félag framhaldsskólakennara telur of hratt farið í sameiningu Iðnskólans í Hafnarfirði og Tækniskólans. Í ályktun félagsins segir að starfsmenn Iðnskólans í Hafnarfirði hafi mátt þola óvissu um framtíð sína undanfarnar vikur, bæði hvað varðar starfsöryggi og réttindi. „Félag framhaldsskólakennara telur eðlilegt að allir kennarar Iðnskólans í Hafnarfirði haldi starfi sínu og náttúruleg fækkun vegna starfsaldurs verði nýtt til að ná fram þeirri hagræðingu sem fyrirhuguð er við sameiningu þessara tveggja skóla. Félag framhaldsskólakennara skorar á menntamálaráðherra að tryggja starfsöryggi þeirra starfsmanna sem nú horfa fram á óvissu um framtíð sína, sameina skólana í áföngum og raska þannig sem minnst skólastarfi beggja skóla, “ segir í ályktuninni. Ályktun Félags framhaldsskólakennara vegna sameiningar Iðnskólans í Hafnarfirði og Tækniskólans í heild sinni:„Félag framhaldsskólakennara telur of hratt farið í sameiningu Iðnskólans í Hafnarfirði og Tækniskólans. Gríðarlegar breytingar eru nú fyrirhugaðar innan íslenskra framhaldsskóla næsta skólaár. Nýjar námskrár, sem margar hverjar eru óskrifaðar, taka gildi næsta haust. Nýtt vinnumat kennara tekur gildi sem hefur ekki enn verið útfært í hverjum skóla. Stytting námstíma til stúdentsprófs er fyrirhuguð samhliða þessu öllu sem mun hafa neikvæð áhrif á starfsöryggi kennara í framhaldsskólum landsins. Svo margir óvissuþættir og lausir endar í innra starfi framhaldsskólanna eru til þess fallnir að draga tímabundið úr gæðum skólastarfs með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á þjónustu við nemendur. Starfsmenn Iðnskólans í Hafnarfirði hafa mátt þola óvissu um framtíð sína undanfarnar vikur, bæði hvað varðar starfsöryggi og réttindi. Félag framhaldsskólakennara telur eðlilegt að allir kennarar Iðnskólans í Hafnarfirði haldi starfi sínu og náttúruleg fækkun vegna starfsaldurs verði nýtt til að ná fram þeirri hagræðingu sem fyrirhuguð er við sameiningu þessara tveggja skóla. Félag framhaldsskólakennara skorar á menntamálaráðherra að tryggja starfsöryggi þeirra starfsmanna sem nú horfa fram á óvissu um framtíð sína, sameina skólana í áföngum og raska þannig sem minnst skólastarfi beggja skóla.“
Tengdar fréttir Unnið að sameiningu Iðnskólans og Tækniskólans Svo gæti farið að Iðnskólinn í Hafnarfirði renni inn í Tækniskólann. Nefnd innan ráðuneytis menntamála vinnur að fýsileikakönnun á samrunanum. "Höfum áhyggjur af stöðu mála,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir. 20. apríl 2015 07:30 Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Sjá meira
Unnið að sameiningu Iðnskólans og Tækniskólans Svo gæti farið að Iðnskólinn í Hafnarfirði renni inn í Tækniskólann. Nefnd innan ráðuneytis menntamála vinnur að fýsileikakönnun á samrunanum. "Höfum áhyggjur af stöðu mála,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir. 20. apríl 2015 07:30
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels