Unnið að sameiningu Iðnskólans og Tækniskólans sveinn arnarsson skrifar 20. apríl 2015 07:30 Gangi sameining eftir er líklegast að Iðnskólinn í Hafnarfirði renni inn í Tækniskólann. fréttablaðið/pjetur Unnið er nú að því innan mennta- og menningarmálaráðuneytisins að athuga hvort hagstætt sé að Iðnskólinn í Hafnarfirði renni inn í Tækniskóla Íslands. Nefnd er að störfum sem vinnur að fýsileikakönnun á samrunanum. Starfsmenn Iðnskólans í Hafnarfirði hafa áhyggjur af stöðunni. Starfandi skólameistari Iðnskólans, Þór Pálsson, var í lok janúar síðastliðins ráðinn sem aðstoðarskólameistari Tækniskólans.Rósa GuðbjartsdóttirRósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, segist lítið vita um framgang málsins. „Við munum fylgjast eins vel með og hægt er og við höfum áhyggjur af stöðunni. Það er mikilvægt að iðnskóli verði áfram starfræktur í bænum og við munum vinna að því,“ segir Rósa. Nefndin sem vinnur að samruna skólanna er skipuð Ársæli Guðmundssyni, skólameistara Iðnskólans sem vinnur tímabundið í ráðuneyti menntamála, Jóni Stefánssyni, skólameistara Tækniskólans, Bolla Árnasyni, formanni stjórnar Tækniskólans, Bjarna Bjarnasyni, formanni skólanefndar Hafnarfjarðar, og Gísla Þór Magnússyni, yfirmanni fjármálasviðs í menntamálaráðuneytinu. Ársæll segir hans hagsmuni ekki ráða för í þeirri fýsileikakönnun sem nú er skoðuð. „Ég mun ekki standa í vegi fyrir því að þetta gerist. Það er ekki ólíklegt að niðurstaðan verði sú að skólameistarastaða Iðnskólans verði lögð niður ef af sameiningu verður,“ segir Ársæll. „Ég verð að hefja mig upp yfir eigin hag í þessari vinnu.“ Tækniskólinn er einkaskóli en Iðnskólinn í Hafnarfirði er ríkisskóli.Ársæll Guðmundsson Í leyfi sem skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði og vinnur tímabundið í menntamálaráðuneytinu.Ársæll segir þá stöðu ekki vera vandamál. Forskrift er til að sameiningu einkaskóla og ríkisskóla og það ferli er til í ráðuneytinu. „Það er líklegt að ríkisskólinn renni þá inn í einkaskólann,“ segir Ársæll. Forsaga málsins er að í lok febrúar á þessu ári óskaði stjórn Tækniskólans formlega eftir því að Iðnskólinn og Tækniskólinn sameinist. Skólarnir eru með sama námsframboðið og eru að mennta sömu námsbrautir og þar af leiðandi í samkeppni um ört fækkandi nemendur í verknámi. Í framhaldi af bréfi Tækniskólans var verkefnahópurinn myndaður og settur á til að kanna möguleikann á samruna skólanna. „Nefndin á að skila tillögum sínum til ráðherra þann 21. apríl næstkomandi. Eftir það mun ráðherra taka málið til skoðunar og taka endanlega afstöðu til þeirra gagna sem við munum skila af okkur,“ segir Ársæll. Kennarar og starfsmenn Iðnskólans í Hafnarfirði hafa lýst áhyggjum sínum af stöðunni. Segja starfsmenn í ályktun sem þeir sendu til bæjaryfirvalda í Hafnarfirði mikilvægt að skólinn verði rekinn áfram sem sjálfstæð eining. Brýnt hagsmunamál starfsmanna og bæjaryfirvalda sé að skólinn verði áfram starfræktur með því námsframboði sem nú er og skora á bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að verja skólann. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið um málið þegar eftir því var leitað. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Unnið er nú að því innan mennta- og menningarmálaráðuneytisins að athuga hvort hagstætt sé að Iðnskólinn í Hafnarfirði renni inn í Tækniskóla Íslands. Nefnd er að störfum sem vinnur að fýsileikakönnun á samrunanum. Starfsmenn Iðnskólans í Hafnarfirði hafa áhyggjur af stöðunni. Starfandi skólameistari Iðnskólans, Þór Pálsson, var í lok janúar síðastliðins ráðinn sem aðstoðarskólameistari Tækniskólans.Rósa GuðbjartsdóttirRósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, segist lítið vita um framgang málsins. „Við munum fylgjast eins vel með og hægt er og við höfum áhyggjur af stöðunni. Það er mikilvægt að iðnskóli verði áfram starfræktur í bænum og við munum vinna að því,“ segir Rósa. Nefndin sem vinnur að samruna skólanna er skipuð Ársæli Guðmundssyni, skólameistara Iðnskólans sem vinnur tímabundið í ráðuneyti menntamála, Jóni Stefánssyni, skólameistara Tækniskólans, Bolla Árnasyni, formanni stjórnar Tækniskólans, Bjarna Bjarnasyni, formanni skólanefndar Hafnarfjarðar, og Gísla Þór Magnússyni, yfirmanni fjármálasviðs í menntamálaráðuneytinu. Ársæll segir hans hagsmuni ekki ráða för í þeirri fýsileikakönnun sem nú er skoðuð. „Ég mun ekki standa í vegi fyrir því að þetta gerist. Það er ekki ólíklegt að niðurstaðan verði sú að skólameistarastaða Iðnskólans verði lögð niður ef af sameiningu verður,“ segir Ársæll. „Ég verð að hefja mig upp yfir eigin hag í þessari vinnu.“ Tækniskólinn er einkaskóli en Iðnskólinn í Hafnarfirði er ríkisskóli.Ársæll Guðmundsson Í leyfi sem skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði og vinnur tímabundið í menntamálaráðuneytinu.Ársæll segir þá stöðu ekki vera vandamál. Forskrift er til að sameiningu einkaskóla og ríkisskóla og það ferli er til í ráðuneytinu. „Það er líklegt að ríkisskólinn renni þá inn í einkaskólann,“ segir Ársæll. Forsaga málsins er að í lok febrúar á þessu ári óskaði stjórn Tækniskólans formlega eftir því að Iðnskólinn og Tækniskólinn sameinist. Skólarnir eru með sama námsframboðið og eru að mennta sömu námsbrautir og þar af leiðandi í samkeppni um ört fækkandi nemendur í verknámi. Í framhaldi af bréfi Tækniskólans var verkefnahópurinn myndaður og settur á til að kanna möguleikann á samruna skólanna. „Nefndin á að skila tillögum sínum til ráðherra þann 21. apríl næstkomandi. Eftir það mun ráðherra taka málið til skoðunar og taka endanlega afstöðu til þeirra gagna sem við munum skila af okkur,“ segir Ársæll. Kennarar og starfsmenn Iðnskólans í Hafnarfirði hafa lýst áhyggjum sínum af stöðunni. Segja starfsmenn í ályktun sem þeir sendu til bæjaryfirvalda í Hafnarfirði mikilvægt að skólinn verði rekinn áfram sem sjálfstæð eining. Brýnt hagsmunamál starfsmanna og bæjaryfirvalda sé að skólinn verði áfram starfræktur með því námsframboði sem nú er og skora á bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að verja skólann. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið um málið þegar eftir því var leitað.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira