Unnið að sameiningu Iðnskólans og Tækniskólans sveinn arnarsson skrifar 20. apríl 2015 07:30 Gangi sameining eftir er líklegast að Iðnskólinn í Hafnarfirði renni inn í Tækniskólann. fréttablaðið/pjetur Unnið er nú að því innan mennta- og menningarmálaráðuneytisins að athuga hvort hagstætt sé að Iðnskólinn í Hafnarfirði renni inn í Tækniskóla Íslands. Nefnd er að störfum sem vinnur að fýsileikakönnun á samrunanum. Starfsmenn Iðnskólans í Hafnarfirði hafa áhyggjur af stöðunni. Starfandi skólameistari Iðnskólans, Þór Pálsson, var í lok janúar síðastliðins ráðinn sem aðstoðarskólameistari Tækniskólans.Rósa GuðbjartsdóttirRósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, segist lítið vita um framgang málsins. „Við munum fylgjast eins vel með og hægt er og við höfum áhyggjur af stöðunni. Það er mikilvægt að iðnskóli verði áfram starfræktur í bænum og við munum vinna að því,“ segir Rósa. Nefndin sem vinnur að samruna skólanna er skipuð Ársæli Guðmundssyni, skólameistara Iðnskólans sem vinnur tímabundið í ráðuneyti menntamála, Jóni Stefánssyni, skólameistara Tækniskólans, Bolla Árnasyni, formanni stjórnar Tækniskólans, Bjarna Bjarnasyni, formanni skólanefndar Hafnarfjarðar, og Gísla Þór Magnússyni, yfirmanni fjármálasviðs í menntamálaráðuneytinu. Ársæll segir hans hagsmuni ekki ráða för í þeirri fýsileikakönnun sem nú er skoðuð. „Ég mun ekki standa í vegi fyrir því að þetta gerist. Það er ekki ólíklegt að niðurstaðan verði sú að skólameistarastaða Iðnskólans verði lögð niður ef af sameiningu verður,“ segir Ársæll. „Ég verð að hefja mig upp yfir eigin hag í þessari vinnu.“ Tækniskólinn er einkaskóli en Iðnskólinn í Hafnarfirði er ríkisskóli.Ársæll Guðmundsson Í leyfi sem skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði og vinnur tímabundið í menntamálaráðuneytinu.Ársæll segir þá stöðu ekki vera vandamál. Forskrift er til að sameiningu einkaskóla og ríkisskóla og það ferli er til í ráðuneytinu. „Það er líklegt að ríkisskólinn renni þá inn í einkaskólann,“ segir Ársæll. Forsaga málsins er að í lok febrúar á þessu ári óskaði stjórn Tækniskólans formlega eftir því að Iðnskólinn og Tækniskólinn sameinist. Skólarnir eru með sama námsframboðið og eru að mennta sömu námsbrautir og þar af leiðandi í samkeppni um ört fækkandi nemendur í verknámi. Í framhaldi af bréfi Tækniskólans var verkefnahópurinn myndaður og settur á til að kanna möguleikann á samruna skólanna. „Nefndin á að skila tillögum sínum til ráðherra þann 21. apríl næstkomandi. Eftir það mun ráðherra taka málið til skoðunar og taka endanlega afstöðu til þeirra gagna sem við munum skila af okkur,“ segir Ársæll. Kennarar og starfsmenn Iðnskólans í Hafnarfirði hafa lýst áhyggjum sínum af stöðunni. Segja starfsmenn í ályktun sem þeir sendu til bæjaryfirvalda í Hafnarfirði mikilvægt að skólinn verði rekinn áfram sem sjálfstæð eining. Brýnt hagsmunamál starfsmanna og bæjaryfirvalda sé að skólinn verði áfram starfræktur með því námsframboði sem nú er og skora á bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að verja skólann. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið um málið þegar eftir því var leitað. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Unnið er nú að því innan mennta- og menningarmálaráðuneytisins að athuga hvort hagstætt sé að Iðnskólinn í Hafnarfirði renni inn í Tækniskóla Íslands. Nefnd er að störfum sem vinnur að fýsileikakönnun á samrunanum. Starfsmenn Iðnskólans í Hafnarfirði hafa áhyggjur af stöðunni. Starfandi skólameistari Iðnskólans, Þór Pálsson, var í lok janúar síðastliðins ráðinn sem aðstoðarskólameistari Tækniskólans.Rósa GuðbjartsdóttirRósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, segist lítið vita um framgang málsins. „Við munum fylgjast eins vel með og hægt er og við höfum áhyggjur af stöðunni. Það er mikilvægt að iðnskóli verði áfram starfræktur í bænum og við munum vinna að því,“ segir Rósa. Nefndin sem vinnur að samruna skólanna er skipuð Ársæli Guðmundssyni, skólameistara Iðnskólans sem vinnur tímabundið í ráðuneyti menntamála, Jóni Stefánssyni, skólameistara Tækniskólans, Bolla Árnasyni, formanni stjórnar Tækniskólans, Bjarna Bjarnasyni, formanni skólanefndar Hafnarfjarðar, og Gísla Þór Magnússyni, yfirmanni fjármálasviðs í menntamálaráðuneytinu. Ársæll segir hans hagsmuni ekki ráða för í þeirri fýsileikakönnun sem nú er skoðuð. „Ég mun ekki standa í vegi fyrir því að þetta gerist. Það er ekki ólíklegt að niðurstaðan verði sú að skólameistarastaða Iðnskólans verði lögð niður ef af sameiningu verður,“ segir Ársæll. „Ég verð að hefja mig upp yfir eigin hag í þessari vinnu.“ Tækniskólinn er einkaskóli en Iðnskólinn í Hafnarfirði er ríkisskóli.Ársæll Guðmundsson Í leyfi sem skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði og vinnur tímabundið í menntamálaráðuneytinu.Ársæll segir þá stöðu ekki vera vandamál. Forskrift er til að sameiningu einkaskóla og ríkisskóla og það ferli er til í ráðuneytinu. „Það er líklegt að ríkisskólinn renni þá inn í einkaskólann,“ segir Ársæll. Forsaga málsins er að í lok febrúar á þessu ári óskaði stjórn Tækniskólans formlega eftir því að Iðnskólinn og Tækniskólinn sameinist. Skólarnir eru með sama námsframboðið og eru að mennta sömu námsbrautir og þar af leiðandi í samkeppni um ört fækkandi nemendur í verknámi. Í framhaldi af bréfi Tækniskólans var verkefnahópurinn myndaður og settur á til að kanna möguleikann á samruna skólanna. „Nefndin á að skila tillögum sínum til ráðherra þann 21. apríl næstkomandi. Eftir það mun ráðherra taka málið til skoðunar og taka endanlega afstöðu til þeirra gagna sem við munum skila af okkur,“ segir Ársæll. Kennarar og starfsmenn Iðnskólans í Hafnarfirði hafa lýst áhyggjum sínum af stöðunni. Segja starfsmenn í ályktun sem þeir sendu til bæjaryfirvalda í Hafnarfirði mikilvægt að skólinn verði rekinn áfram sem sjálfstæð eining. Brýnt hagsmunamál starfsmanna og bæjaryfirvalda sé að skólinn verði áfram starfræktur með því námsframboði sem nú er og skora á bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að verja skólann. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið um málið þegar eftir því var leitað.
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira