Unnið að sameiningu Iðnskólans og Tækniskólans sveinn arnarsson skrifar 20. apríl 2015 07:30 Gangi sameining eftir er líklegast að Iðnskólinn í Hafnarfirði renni inn í Tækniskólann. fréttablaðið/pjetur Unnið er nú að því innan mennta- og menningarmálaráðuneytisins að athuga hvort hagstætt sé að Iðnskólinn í Hafnarfirði renni inn í Tækniskóla Íslands. Nefnd er að störfum sem vinnur að fýsileikakönnun á samrunanum. Starfsmenn Iðnskólans í Hafnarfirði hafa áhyggjur af stöðunni. Starfandi skólameistari Iðnskólans, Þór Pálsson, var í lok janúar síðastliðins ráðinn sem aðstoðarskólameistari Tækniskólans.Rósa GuðbjartsdóttirRósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, segist lítið vita um framgang málsins. „Við munum fylgjast eins vel með og hægt er og við höfum áhyggjur af stöðunni. Það er mikilvægt að iðnskóli verði áfram starfræktur í bænum og við munum vinna að því,“ segir Rósa. Nefndin sem vinnur að samruna skólanna er skipuð Ársæli Guðmundssyni, skólameistara Iðnskólans sem vinnur tímabundið í ráðuneyti menntamála, Jóni Stefánssyni, skólameistara Tækniskólans, Bolla Árnasyni, formanni stjórnar Tækniskólans, Bjarna Bjarnasyni, formanni skólanefndar Hafnarfjarðar, og Gísla Þór Magnússyni, yfirmanni fjármálasviðs í menntamálaráðuneytinu. Ársæll segir hans hagsmuni ekki ráða för í þeirri fýsileikakönnun sem nú er skoðuð. „Ég mun ekki standa í vegi fyrir því að þetta gerist. Það er ekki ólíklegt að niðurstaðan verði sú að skólameistarastaða Iðnskólans verði lögð niður ef af sameiningu verður,“ segir Ársæll. „Ég verð að hefja mig upp yfir eigin hag í þessari vinnu.“ Tækniskólinn er einkaskóli en Iðnskólinn í Hafnarfirði er ríkisskóli.Ársæll Guðmundsson Í leyfi sem skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði og vinnur tímabundið í menntamálaráðuneytinu.Ársæll segir þá stöðu ekki vera vandamál. Forskrift er til að sameiningu einkaskóla og ríkisskóla og það ferli er til í ráðuneytinu. „Það er líklegt að ríkisskólinn renni þá inn í einkaskólann,“ segir Ársæll. Forsaga málsins er að í lok febrúar á þessu ári óskaði stjórn Tækniskólans formlega eftir því að Iðnskólinn og Tækniskólinn sameinist. Skólarnir eru með sama námsframboðið og eru að mennta sömu námsbrautir og þar af leiðandi í samkeppni um ört fækkandi nemendur í verknámi. Í framhaldi af bréfi Tækniskólans var verkefnahópurinn myndaður og settur á til að kanna möguleikann á samruna skólanna. „Nefndin á að skila tillögum sínum til ráðherra þann 21. apríl næstkomandi. Eftir það mun ráðherra taka málið til skoðunar og taka endanlega afstöðu til þeirra gagna sem við munum skila af okkur,“ segir Ársæll. Kennarar og starfsmenn Iðnskólans í Hafnarfirði hafa lýst áhyggjum sínum af stöðunni. Segja starfsmenn í ályktun sem þeir sendu til bæjaryfirvalda í Hafnarfirði mikilvægt að skólinn verði rekinn áfram sem sjálfstæð eining. Brýnt hagsmunamál starfsmanna og bæjaryfirvalda sé að skólinn verði áfram starfræktur með því námsframboði sem nú er og skora á bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að verja skólann. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið um málið þegar eftir því var leitað. Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira
Unnið er nú að því innan mennta- og menningarmálaráðuneytisins að athuga hvort hagstætt sé að Iðnskólinn í Hafnarfirði renni inn í Tækniskóla Íslands. Nefnd er að störfum sem vinnur að fýsileikakönnun á samrunanum. Starfsmenn Iðnskólans í Hafnarfirði hafa áhyggjur af stöðunni. Starfandi skólameistari Iðnskólans, Þór Pálsson, var í lok janúar síðastliðins ráðinn sem aðstoðarskólameistari Tækniskólans.Rósa GuðbjartsdóttirRósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, segist lítið vita um framgang málsins. „Við munum fylgjast eins vel með og hægt er og við höfum áhyggjur af stöðunni. Það er mikilvægt að iðnskóli verði áfram starfræktur í bænum og við munum vinna að því,“ segir Rósa. Nefndin sem vinnur að samruna skólanna er skipuð Ársæli Guðmundssyni, skólameistara Iðnskólans sem vinnur tímabundið í ráðuneyti menntamála, Jóni Stefánssyni, skólameistara Tækniskólans, Bolla Árnasyni, formanni stjórnar Tækniskólans, Bjarna Bjarnasyni, formanni skólanefndar Hafnarfjarðar, og Gísla Þór Magnússyni, yfirmanni fjármálasviðs í menntamálaráðuneytinu. Ársæll segir hans hagsmuni ekki ráða för í þeirri fýsileikakönnun sem nú er skoðuð. „Ég mun ekki standa í vegi fyrir því að þetta gerist. Það er ekki ólíklegt að niðurstaðan verði sú að skólameistarastaða Iðnskólans verði lögð niður ef af sameiningu verður,“ segir Ársæll. „Ég verð að hefja mig upp yfir eigin hag í þessari vinnu.“ Tækniskólinn er einkaskóli en Iðnskólinn í Hafnarfirði er ríkisskóli.Ársæll Guðmundsson Í leyfi sem skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði og vinnur tímabundið í menntamálaráðuneytinu.Ársæll segir þá stöðu ekki vera vandamál. Forskrift er til að sameiningu einkaskóla og ríkisskóla og það ferli er til í ráðuneytinu. „Það er líklegt að ríkisskólinn renni þá inn í einkaskólann,“ segir Ársæll. Forsaga málsins er að í lok febrúar á þessu ári óskaði stjórn Tækniskólans formlega eftir því að Iðnskólinn og Tækniskólinn sameinist. Skólarnir eru með sama námsframboðið og eru að mennta sömu námsbrautir og þar af leiðandi í samkeppni um ört fækkandi nemendur í verknámi. Í framhaldi af bréfi Tækniskólans var verkefnahópurinn myndaður og settur á til að kanna möguleikann á samruna skólanna. „Nefndin á að skila tillögum sínum til ráðherra þann 21. apríl næstkomandi. Eftir það mun ráðherra taka málið til skoðunar og taka endanlega afstöðu til þeirra gagna sem við munum skila af okkur,“ segir Ársæll. Kennarar og starfsmenn Iðnskólans í Hafnarfirði hafa lýst áhyggjum sínum af stöðunni. Segja starfsmenn í ályktun sem þeir sendu til bæjaryfirvalda í Hafnarfirði mikilvægt að skólinn verði rekinn áfram sem sjálfstæð eining. Brýnt hagsmunamál starfsmanna og bæjaryfirvalda sé að skólinn verði áfram starfræktur með því námsframboði sem nú er og skora á bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að verja skólann. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið um málið þegar eftir því var leitað.
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Sjá meira