Enn hefur ekki verið hægt að hefja leit að nýju að erlendri ferðakonu við Mýrdalsjökul. Hún lagði af stað í gönguna á þriðjudag en ekkert hefur heyrst frá henni síðan í hádeginu á föstudag.
Að sögn Svans Sævars Lárussonar, hjá svæðisstjórn björgunarsveita á Suðurlandi, er aftakaveður á svæðinu. Vonir voru bundnar við að leit gæti hafist síðdegis í dag en líkur eru á að bíða þurfi fram á kvöld.
Konan er vön erfiðum ferðalögum og því vel búin. Hún hugðist gista í tjaldi en þó nokkrir skálar eru á svæðinu og vonast Svanur til að hún haldi sig í einum þeirra.
Hún er um fertugt, erlend en búsett á Íslandi. Hafði hún samið við vinkonu sína að senda staðsetningu sína á tólf tíma fresti og tekið fram að ef ekki bærust frá henni boð í þrjú skipti væri það merki um að hún þyrfti aðstoð. Björgunarsveitum var gert viðvart í gærkvöld og hófst leit rétt fyrir miðnætti. Hlé var gert á leitinni á fimmta tímanum í nótt sökum veðurs.
Enn ekki hægt að hefja leit að konunni
Tengdar fréttir

Leita að konu við Mýrdalsjökul
Aðstæður eru erfiðar og hlé hefur verið gert á leitinni.

„Hreinlega náðu ekki andanum“
Konan sem leitað hefur verið að við Mýrdalsjökul er enn ófundin.