„Hreinlega náðu ekki andanum“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. febrúar 2015 12:56 „Það er eiginlega óhætt að segja að það var ekkert hægt að leita. Við komumst aldrei inn á það svæði sem við teljum líklegt til leitar,“ segir Svanur Sævar Lárusson, sem er í svæðisstjórn björgunarsveita á Suðurlandi. Konan sem leitað hefur verið að við Mýrdalsjökul er enn ófundin. Björgunarsveitarmenn þurftu frá að hverfa á fimmta tímanum í nótt vegna aftakaveðurs en vonast er til að hægt verði að hefja leit að nýju síðar í dag eða í kvöld. „Menn sáu ekki húddið á bílunum og þeir ætluðu að reyna að fara þarna til að teppa úr dekkjum en þeir urðu að reyna að útbúa skjól fyrst með bílum því þeir hreinlega náðu ekki andanum, slíkur var þrýstingurinn í rokinu,“ bætir Svanur við. Björgunarsveitir frá Hellu og Hvolsvelli voru kallaðar út síðdegis í gær til að leita að konunni. Ekkert hafði þá heyrst frá henni síðan í hádeginu á föstudaginn. Konan sem er vön ferðalögum við erfiðar aðstæður er erlend en búsett á Íslandi. „Fyrstu sleðar og bílar voru farnir af stað rétt um ellefu. Það er nú reyndar þannig að sleðar fóru ekkert því það var ekkert vit í því að senda þá af stað þegar þeir voru komnir inneftir þannig að snjóbíll og jeppar héldu af stað og til að reyna að komast í alla þá skála sem eru þarna uppfrá, það eru þó nokkrir skálar þarna á leiðinni,“ segir Svanur. Hann segir konuna hafa ætlað að gista í tjaldi en vonast til að hún hafi fundið sér skjól í einum af nokkrum skálum á svæðinu. Hann segir hana vel útbúna og er því bjartsýnn. Svæðisstjórnin hittist á fundi fyrir hádegi til að meta stöðuna, að sögn Svans. „Veðurspáin er enn mjög ljót og veðrið er að ná hámarki svona um og upp úr hádegi. Þannig að hugmyndin væri að senda fleiri snjóbíla á svæðið, þá væri kannski hægt að hefja leit síðar í dag eða kvöld,“ segir hann að lokum. Tengdar fréttir Leita að konu við Mýrdalsjökul Aðstæður eru erfiðar og hlé hefur verið gert á leitinni. 22. febrúar 2015 09:15 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Sjá meira
„Það er eiginlega óhætt að segja að það var ekkert hægt að leita. Við komumst aldrei inn á það svæði sem við teljum líklegt til leitar,“ segir Svanur Sævar Lárusson, sem er í svæðisstjórn björgunarsveita á Suðurlandi. Konan sem leitað hefur verið að við Mýrdalsjökul er enn ófundin. Björgunarsveitarmenn þurftu frá að hverfa á fimmta tímanum í nótt vegna aftakaveðurs en vonast er til að hægt verði að hefja leit að nýju síðar í dag eða í kvöld. „Menn sáu ekki húddið á bílunum og þeir ætluðu að reyna að fara þarna til að teppa úr dekkjum en þeir urðu að reyna að útbúa skjól fyrst með bílum því þeir hreinlega náðu ekki andanum, slíkur var þrýstingurinn í rokinu,“ bætir Svanur við. Björgunarsveitir frá Hellu og Hvolsvelli voru kallaðar út síðdegis í gær til að leita að konunni. Ekkert hafði þá heyrst frá henni síðan í hádeginu á föstudaginn. Konan sem er vön ferðalögum við erfiðar aðstæður er erlend en búsett á Íslandi. „Fyrstu sleðar og bílar voru farnir af stað rétt um ellefu. Það er nú reyndar þannig að sleðar fóru ekkert því það var ekkert vit í því að senda þá af stað þegar þeir voru komnir inneftir þannig að snjóbíll og jeppar héldu af stað og til að reyna að komast í alla þá skála sem eru þarna uppfrá, það eru þó nokkrir skálar þarna á leiðinni,“ segir Svanur. Hann segir konuna hafa ætlað að gista í tjaldi en vonast til að hún hafi fundið sér skjól í einum af nokkrum skálum á svæðinu. Hann segir hana vel útbúna og er því bjartsýnn. Svæðisstjórnin hittist á fundi fyrir hádegi til að meta stöðuna, að sögn Svans. „Veðurspáin er enn mjög ljót og veðrið er að ná hámarki svona um og upp úr hádegi. Þannig að hugmyndin væri að senda fleiri snjóbíla á svæðið, þá væri kannski hægt að hefja leit síðar í dag eða kvöld,“ segir hann að lokum.
Tengdar fréttir Leita að konu við Mýrdalsjökul Aðstæður eru erfiðar og hlé hefur verið gert á leitinni. 22. febrúar 2015 09:15 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Sjá meira
Leita að konu við Mýrdalsjökul Aðstæður eru erfiðar og hlé hefur verið gert á leitinni. 22. febrúar 2015 09:15