„Hreinlega náðu ekki andanum“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. febrúar 2015 12:56 „Það er eiginlega óhætt að segja að það var ekkert hægt að leita. Við komumst aldrei inn á það svæði sem við teljum líklegt til leitar,“ segir Svanur Sævar Lárusson, sem er í svæðisstjórn björgunarsveita á Suðurlandi. Konan sem leitað hefur verið að við Mýrdalsjökul er enn ófundin. Björgunarsveitarmenn þurftu frá að hverfa á fimmta tímanum í nótt vegna aftakaveðurs en vonast er til að hægt verði að hefja leit að nýju síðar í dag eða í kvöld. „Menn sáu ekki húddið á bílunum og þeir ætluðu að reyna að fara þarna til að teppa úr dekkjum en þeir urðu að reyna að útbúa skjól fyrst með bílum því þeir hreinlega náðu ekki andanum, slíkur var þrýstingurinn í rokinu,“ bætir Svanur við. Björgunarsveitir frá Hellu og Hvolsvelli voru kallaðar út síðdegis í gær til að leita að konunni. Ekkert hafði þá heyrst frá henni síðan í hádeginu á föstudaginn. Konan sem er vön ferðalögum við erfiðar aðstæður er erlend en búsett á Íslandi. „Fyrstu sleðar og bílar voru farnir af stað rétt um ellefu. Það er nú reyndar þannig að sleðar fóru ekkert því það var ekkert vit í því að senda þá af stað þegar þeir voru komnir inneftir þannig að snjóbíll og jeppar héldu af stað og til að reyna að komast í alla þá skála sem eru þarna uppfrá, það eru þó nokkrir skálar þarna á leiðinni,“ segir Svanur. Hann segir konuna hafa ætlað að gista í tjaldi en vonast til að hún hafi fundið sér skjól í einum af nokkrum skálum á svæðinu. Hann segir hana vel útbúna og er því bjartsýnn. Svæðisstjórnin hittist á fundi fyrir hádegi til að meta stöðuna, að sögn Svans. „Veðurspáin er enn mjög ljót og veðrið er að ná hámarki svona um og upp úr hádegi. Þannig að hugmyndin væri að senda fleiri snjóbíla á svæðið, þá væri kannski hægt að hefja leit síðar í dag eða kvöld,“ segir hann að lokum. Tengdar fréttir Leita að konu við Mýrdalsjökul Aðstæður eru erfiðar og hlé hefur verið gert á leitinni. 22. febrúar 2015 09:15 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
„Það er eiginlega óhætt að segja að það var ekkert hægt að leita. Við komumst aldrei inn á það svæði sem við teljum líklegt til leitar,“ segir Svanur Sævar Lárusson, sem er í svæðisstjórn björgunarsveita á Suðurlandi. Konan sem leitað hefur verið að við Mýrdalsjökul er enn ófundin. Björgunarsveitarmenn þurftu frá að hverfa á fimmta tímanum í nótt vegna aftakaveðurs en vonast er til að hægt verði að hefja leit að nýju síðar í dag eða í kvöld. „Menn sáu ekki húddið á bílunum og þeir ætluðu að reyna að fara þarna til að teppa úr dekkjum en þeir urðu að reyna að útbúa skjól fyrst með bílum því þeir hreinlega náðu ekki andanum, slíkur var þrýstingurinn í rokinu,“ bætir Svanur við. Björgunarsveitir frá Hellu og Hvolsvelli voru kallaðar út síðdegis í gær til að leita að konunni. Ekkert hafði þá heyrst frá henni síðan í hádeginu á föstudaginn. Konan sem er vön ferðalögum við erfiðar aðstæður er erlend en búsett á Íslandi. „Fyrstu sleðar og bílar voru farnir af stað rétt um ellefu. Það er nú reyndar þannig að sleðar fóru ekkert því það var ekkert vit í því að senda þá af stað þegar þeir voru komnir inneftir þannig að snjóbíll og jeppar héldu af stað og til að reyna að komast í alla þá skála sem eru þarna uppfrá, það eru þó nokkrir skálar þarna á leiðinni,“ segir Svanur. Hann segir konuna hafa ætlað að gista í tjaldi en vonast til að hún hafi fundið sér skjól í einum af nokkrum skálum á svæðinu. Hann segir hana vel útbúna og er því bjartsýnn. Svæðisstjórnin hittist á fundi fyrir hádegi til að meta stöðuna, að sögn Svans. „Veðurspáin er enn mjög ljót og veðrið er að ná hámarki svona um og upp úr hádegi. Þannig að hugmyndin væri að senda fleiri snjóbíla á svæðið, þá væri kannski hægt að hefja leit síðar í dag eða kvöld,“ segir hann að lokum.
Tengdar fréttir Leita að konu við Mýrdalsjökul Aðstæður eru erfiðar og hlé hefur verið gert á leitinni. 22. febrúar 2015 09:15 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Leita að konu við Mýrdalsjökul Aðstæður eru erfiðar og hlé hefur verið gert á leitinni. 22. febrúar 2015 09:15