Starfsmenn álversins í Straumsvík segja stjórnendur stunda hræðsluáróður Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 26. júlí 2015 19:05 Starfsmenn álversins í Straumsvík segja upplýsingafundi stjórnenda fyrirtækisins um kjaraviðræður einkennast af duldum hótunum og hræðsluáróðri. Þetta segir Gylfi Ingvarsson sem situr í samninganefnd starfsmanna Ísal. Hann segir starfsmenn hafa tekið á sig aukið álag vegna samdráttar í rekstri fyrirtækisins og hafni kröfu þess um auknar heimildir til verktöku. „Nú hefur það gerst í meira mæli en nokkurn tímann áður að stjórnendur fyrirtækisins halda fundi með starfsmönnum til að fara yfir stöðuna og presentera sín sjónarmið. Starfsmenn upplifa þetta sem mjög alvarlegan hræðsluáróður, þar sem að beinlínis er sagt að ef ekki verði gengið að þessu forgangsatriði Rio Tinto að auka heimildir til verktöku að þá gæti komið til þess að fyrirtækinu verði lokað. Það er mjög alvarlegt að reka mál á þessum nótum. Við erum í kjarabaráttu til að laga kjörin okkur. við erum ekki í kjarabaráttu til að loka fyrirtæki. Það er enginn góður bóndi sem slátrar mjólkurkúnni sinni. Við erum ekki í þeirri vegferð. Við erum í þeirri vegferð að semja um bætt kjör starfsmanna .“ Gylfi segir rétt að vekja athygli á því að við gerð kjarasamninga á almennum markaði selji launþegar ekki frá sér réttindi, lækki laun eða láti frá sér störf til verktaka þar sem þekkt eru undirboð til starfsmannaleiga. Hann segir stjórnendur fyrirtækisins hafa ýtt ábyrgðinni yfir á starfsfólk og verkalýðshreyfinguna. „Rio Tinto er að reyna að innleiða hérna fyrirkomulag sem okkur hugnast ekki. Við ætlum ekki að innleiða stefnu Rio Tinto inn á íslenskan vinnumarkað, það er það sem við stöndum á móti. En Það er þessi harka sem kemur fram frá þeim að hreinlega taka umboðið frá stjórnendum fyrirtækisins og Samtökum atvinnulífsins og reyna að keyra þetta í gegn hér en ég get ekki séð að það verði. “ Hann segir enn fremur starfsmenn hafa tekið á sig aukið álag vegna fækkunar á yfir 50 stöðugildum sem þýði að starfsmenn þurfi að hlaupa hraðar því enn sé full framleiðsla. Starfsmenn þurfi að vinna áfram í kerskálum við stóraukið hitaálag sem rekja má til straumhækkunar og skornir hafi verið niður fjölmargir þættir í aðbúnaði starfsmanna. Stjórnendur beri fyrir sig tapi fyrirtækisins. Fram undan er yfirvinnubann 1. ágúst og vinnustöðvun 1. september. Þá þarf að gæta öryggis svo ekki skapist hætta hjá starfsmönnum. „Ef ekkert nýtt kemur fram þá verða hafnar þessar aðgerðir 1. ágúst. Við höfum lagt á það áherslu að við erum mjög sveigjanleg í þessu, svo að það skapist ekki hætta hjá starfsmönnum. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta er hættulegt umhverfi og það þarf að gæta mikils öryggis, Við erum meðvituð um þetta allt saman.“ Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Sjá meira
Starfsmenn álversins í Straumsvík segja upplýsingafundi stjórnenda fyrirtækisins um kjaraviðræður einkennast af duldum hótunum og hræðsluáróðri. Þetta segir Gylfi Ingvarsson sem situr í samninganefnd starfsmanna Ísal. Hann segir starfsmenn hafa tekið á sig aukið álag vegna samdráttar í rekstri fyrirtækisins og hafni kröfu þess um auknar heimildir til verktöku. „Nú hefur það gerst í meira mæli en nokkurn tímann áður að stjórnendur fyrirtækisins halda fundi með starfsmönnum til að fara yfir stöðuna og presentera sín sjónarmið. Starfsmenn upplifa þetta sem mjög alvarlegan hræðsluáróður, þar sem að beinlínis er sagt að ef ekki verði gengið að þessu forgangsatriði Rio Tinto að auka heimildir til verktöku að þá gæti komið til þess að fyrirtækinu verði lokað. Það er mjög alvarlegt að reka mál á þessum nótum. Við erum í kjarabaráttu til að laga kjörin okkur. við erum ekki í kjarabaráttu til að loka fyrirtæki. Það er enginn góður bóndi sem slátrar mjólkurkúnni sinni. Við erum ekki í þeirri vegferð. Við erum í þeirri vegferð að semja um bætt kjör starfsmanna .“ Gylfi segir rétt að vekja athygli á því að við gerð kjarasamninga á almennum markaði selji launþegar ekki frá sér réttindi, lækki laun eða láti frá sér störf til verktaka þar sem þekkt eru undirboð til starfsmannaleiga. Hann segir stjórnendur fyrirtækisins hafa ýtt ábyrgðinni yfir á starfsfólk og verkalýðshreyfinguna. „Rio Tinto er að reyna að innleiða hérna fyrirkomulag sem okkur hugnast ekki. Við ætlum ekki að innleiða stefnu Rio Tinto inn á íslenskan vinnumarkað, það er það sem við stöndum á móti. En Það er þessi harka sem kemur fram frá þeim að hreinlega taka umboðið frá stjórnendum fyrirtækisins og Samtökum atvinnulífsins og reyna að keyra þetta í gegn hér en ég get ekki séð að það verði. “ Hann segir enn fremur starfsmenn hafa tekið á sig aukið álag vegna fækkunar á yfir 50 stöðugildum sem þýði að starfsmenn þurfi að hlaupa hraðar því enn sé full framleiðsla. Starfsmenn þurfi að vinna áfram í kerskálum við stóraukið hitaálag sem rekja má til straumhækkunar og skornir hafi verið niður fjölmargir þættir í aðbúnaði starfsmanna. Stjórnendur beri fyrir sig tapi fyrirtækisins. Fram undan er yfirvinnubann 1. ágúst og vinnustöðvun 1. september. Þá þarf að gæta öryggis svo ekki skapist hætta hjá starfsmönnum. „Ef ekkert nýtt kemur fram þá verða hafnar þessar aðgerðir 1. ágúst. Við höfum lagt á það áherslu að við erum mjög sveigjanleg í þessu, svo að það skapist ekki hætta hjá starfsmönnum. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta er hættulegt umhverfi og það þarf að gæta mikils öryggis, Við erum meðvituð um þetta allt saman.“
Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Sjá meira