Þurfum að einblína á gerendur ofbeldis Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 8. júní 2015 07:30 Þegar fólk stígur fram með reynslu sína af kynferðisofbeldi eykst vanalega aðsókn hjá Stígamótum. VÍSIR/DANÍEL „Við höfum tekið eftir mikilli aukningu í aðstoð hjá okkur eftir þessa umræðu“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. Undanfarna daga hefur átt sér stað bylting á vefnum undir myllumerkjunum #þöggun og #konurtala. Byltingin átti sér upphaf í Facebook-hópnum „Beauty tips“ þar sem fjöldi kvenna greinir frá því að þær hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi. Sögurnar eru af ýmsum toga og eru fjölmargar sem þykir gefa til kynna hversu falið vandamálið sé. Guðrún segir að sjálfsprottnar aðgerðir á borð við þessar séu tákn um að konur uni þessu ástandi ekki.Guðrún Jónsdóttir„Mér finnst þetta vitnisburður um það að samfélagið hefur ekki brugðist við á ásættanlegan hátt. Samfélagið er vanbúið til að taka rétt á þessu og það er ljóst að réttarkerfið virkar ekki.“ Guðrún segir að þegar umræðan fari af stað í fjölmiðlum séu almennt fleiri sem sæki aðstoð til þeirra. „Þetta er oftast meginreglan. Í Karls Vignis málinu varð til dæmis sprenging í aðsókn en í því fólst ákveðin viðurkenning á vandamálinu.“ Umræða sem þessi hvetur konur til að koma fram í dagsljósið með reynslusögur sínar. Guðrún er þeirrar skoðunar að það sé ekki nóg heldur þurfi að einblína á gerendurna. „Ennþá eru konur sem eru að lýsa upplifun sinni en þeir sem beita ofbeldi eru ekki á dagskrá. Ég held að það sé tímaspursmál þangað til að það gerist. Þetta er ferli sem verður ekki stöðvað.“Kristján ingi KristjánssonKristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi við kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki sjáist aukin sókn í aðstoð lögreglu eftir byltinguna á vefnum en hugsanlega megi sjá það á næstu dögum. „Tilkynningar um kynferðisbrot koma yfirleitt í sveiflum og þá gjarnan eftir skemmtanalífið um helgar.“ segir Kristján. Kristján tekur undir það að mikil þöggun eigi sér stað um kynferðisbrotamál. „Ekki spurning. Það er gríðarleg þöggun um þessi mál þannig að umræðan er af hinu góða,“ segir hann. „Það eru til ýmsir hópar á netinu þar sem þetta er til umræðu og það er auðvitað gott mál. Við höfum líka oft tekið eftir aukningu í kring um átök eins og Blátt áfram eða þegar skólahjúkrunarfræðingar fjalla um málin. Þá er mikilvægt að hafa kerfi til að taka á móti fólki. Við hvetjum alla til að hafa samband við lögregluna ef grunur leikur á broti.“ Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
„Við höfum tekið eftir mikilli aukningu í aðstoð hjá okkur eftir þessa umræðu“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. Undanfarna daga hefur átt sér stað bylting á vefnum undir myllumerkjunum #þöggun og #konurtala. Byltingin átti sér upphaf í Facebook-hópnum „Beauty tips“ þar sem fjöldi kvenna greinir frá því að þær hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi. Sögurnar eru af ýmsum toga og eru fjölmargar sem þykir gefa til kynna hversu falið vandamálið sé. Guðrún segir að sjálfsprottnar aðgerðir á borð við þessar séu tákn um að konur uni þessu ástandi ekki.Guðrún Jónsdóttir„Mér finnst þetta vitnisburður um það að samfélagið hefur ekki brugðist við á ásættanlegan hátt. Samfélagið er vanbúið til að taka rétt á þessu og það er ljóst að réttarkerfið virkar ekki.“ Guðrún segir að þegar umræðan fari af stað í fjölmiðlum séu almennt fleiri sem sæki aðstoð til þeirra. „Þetta er oftast meginreglan. Í Karls Vignis málinu varð til dæmis sprenging í aðsókn en í því fólst ákveðin viðurkenning á vandamálinu.“ Umræða sem þessi hvetur konur til að koma fram í dagsljósið með reynslusögur sínar. Guðrún er þeirrar skoðunar að það sé ekki nóg heldur þurfi að einblína á gerendurna. „Ennþá eru konur sem eru að lýsa upplifun sinni en þeir sem beita ofbeldi eru ekki á dagskrá. Ég held að það sé tímaspursmál þangað til að það gerist. Þetta er ferli sem verður ekki stöðvað.“Kristján ingi KristjánssonKristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi við kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki sjáist aukin sókn í aðstoð lögreglu eftir byltinguna á vefnum en hugsanlega megi sjá það á næstu dögum. „Tilkynningar um kynferðisbrot koma yfirleitt í sveiflum og þá gjarnan eftir skemmtanalífið um helgar.“ segir Kristján. Kristján tekur undir það að mikil þöggun eigi sér stað um kynferðisbrotamál. „Ekki spurning. Það er gríðarleg þöggun um þessi mál þannig að umræðan er af hinu góða,“ segir hann. „Það eru til ýmsir hópar á netinu þar sem þetta er til umræðu og það er auðvitað gott mál. Við höfum líka oft tekið eftir aukningu í kring um átök eins og Blátt áfram eða þegar skólahjúkrunarfræðingar fjalla um málin. Þá er mikilvægt að hafa kerfi til að taka á móti fólki. Við hvetjum alla til að hafa samband við lögregluna ef grunur leikur á broti.“
Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira