Skilríkjalaus Chewbacca handtekinn á kjörstað Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. október 2015 18:08 Sá loðni var óviðráðanlegur í Odessa. Vísir/Epa Óhætt er að segja að furðulegasta vendingin í kosningabaráttunni fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Úkraínu hafi átt sér stað í gær þegar Stjörnustríðsfígúran Chewbacca var leidd fyrir dómara í Odessa. Maðurinn í búningnum var sektaður um fimm evrur fyrir að hafa ekki náð að sýna fram á gild persónuskilríki. Úkraínska lögreglan sendi frá sér „tilkynningu“ um málið á Instagram síðu sinni nú í morgun. Þar segir: „Ekkert óeðlilegt hér á seyði, handtókum bara skilríkjalausan Chewbacca sem var að aka Svarthöfða á kjörstað í Odessa. Myrkrahöfðinginn sagði aðgerðirnar ólöglegar enda væri Chewbacca gæludýr sem og aðstoðarmaður og þyrfti því ekki skilríki.“ Skömmu áður höfðu lögreglumenn fleygt Chewbacca inn í lögreglubíl eftir að hafa ásakað hann um ófrið á kjörstað. Chewbacca sagði að hann hafi einungis verið þar til að aðstoða Svarthöfða sem væri þar til að greiða atkvæði.Uppákoman með Chewbacca var þó ekki það eina sem var á milli tannanna á Úkraínumönnum á kjördag. Það sem meira er - kosningarnar voru blásnar af í borginni Mariupol sem stendur í miðri átakalínunni milli stjórnar- og aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins. Að sögn stjórnvalda var ástæðan sú að kjörseðlarnir hafi verið gallaðir og búist er við því að kosið verði innan tveggja vikna. Í Kænugarði þarf að kjósa aftur í ljósi þess að enginn frambjóðandi fékk meira en 50 prósent atkvæða. Talið er að núverandi borgarstjóri, fyrrum hnefaleikakappinn Vitaly Klitschko, muni vinna öruggan sigur í næstu umferð kosninganna. Að sögn The Guardian hefur kosningabaráttan í Úkraínu markast af hinum „hefðbundnu bolabrögðum,“ eins og það er orðað; atkvæðakaup, spilltir frambjóðendur og baktjaldamakk. Stjórnmálaskýrendur telja það til marks að stjórnarflokkarnir, sem kjörnir voru á síðasta ári, hafi mistekist að innleiða þá „nýju gerð stjórnmála“ sem þeir lofuðu í aðdraganda liðinni þingkosninga.Chewbacca appeared in court today in Odessa and was fined $7.50. Ukraine: never boring. (via @ItsBorys) pic.twitter.com/uo57cdJl6H— Shaun Walker (@shaunwalker7) October 26, 2015 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Óhætt er að segja að furðulegasta vendingin í kosningabaráttunni fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Úkraínu hafi átt sér stað í gær þegar Stjörnustríðsfígúran Chewbacca var leidd fyrir dómara í Odessa. Maðurinn í búningnum var sektaður um fimm evrur fyrir að hafa ekki náð að sýna fram á gild persónuskilríki. Úkraínska lögreglan sendi frá sér „tilkynningu“ um málið á Instagram síðu sinni nú í morgun. Þar segir: „Ekkert óeðlilegt hér á seyði, handtókum bara skilríkjalausan Chewbacca sem var að aka Svarthöfða á kjörstað í Odessa. Myrkrahöfðinginn sagði aðgerðirnar ólöglegar enda væri Chewbacca gæludýr sem og aðstoðarmaður og þyrfti því ekki skilríki.“ Skömmu áður höfðu lögreglumenn fleygt Chewbacca inn í lögreglubíl eftir að hafa ásakað hann um ófrið á kjörstað. Chewbacca sagði að hann hafi einungis verið þar til að aðstoða Svarthöfða sem væri þar til að greiða atkvæði.Uppákoman með Chewbacca var þó ekki það eina sem var á milli tannanna á Úkraínumönnum á kjördag. Það sem meira er - kosningarnar voru blásnar af í borginni Mariupol sem stendur í miðri átakalínunni milli stjórnar- og aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins. Að sögn stjórnvalda var ástæðan sú að kjörseðlarnir hafi verið gallaðir og búist er við því að kosið verði innan tveggja vikna. Í Kænugarði þarf að kjósa aftur í ljósi þess að enginn frambjóðandi fékk meira en 50 prósent atkvæða. Talið er að núverandi borgarstjóri, fyrrum hnefaleikakappinn Vitaly Klitschko, muni vinna öruggan sigur í næstu umferð kosninganna. Að sögn The Guardian hefur kosningabaráttan í Úkraínu markast af hinum „hefðbundnu bolabrögðum,“ eins og það er orðað; atkvæðakaup, spilltir frambjóðendur og baktjaldamakk. Stjórnmálaskýrendur telja það til marks að stjórnarflokkarnir, sem kjörnir voru á síðasta ári, hafi mistekist að innleiða þá „nýju gerð stjórnmála“ sem þeir lofuðu í aðdraganda liðinni þingkosninga.Chewbacca appeared in court today in Odessa and was fined $7.50. Ukraine: never boring. (via @ItsBorys) pic.twitter.com/uo57cdJl6H— Shaun Walker (@shaunwalker7) October 26, 2015
Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira