Norski myndlistarmaðurinn lifir sig inn í fornsögurnar Kristján Már Unnarsson skrifar 31. október 2015 20:30 Hversvegna eru þúsundir Norðmanna tilbúnar að greiða háar fjárhæðir til að eignast viðhafnarútgáfu Flateyjarbókar í sjö bindum? Það spillir sennilega ekki að bókin er skreytt fögrum málverkum úr íslenska sagnaarfinum. Svo segir hún einnig sögu norsku konunganna. Norska forlagið Saga Bok stendur að útgáfunni, 2. bindi var kynnt í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar við Sturlugötu í gær, og það er óhætt að segja að metnaður sé lagður í verkið. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndina af Þorgeiri Ljósvetningagoða þar sem hann stendur á Lögbergi á Þingvöllum. Einnig myndina af Ingólfi Arnarsyni að finna öndvegissúlurnar í fjöruborðinu í Reykjavík. Og af Þorfinni Karlsefni og Guðríði Þorbjarnardóttur að hitta indíána í Vínlandi.Þorgeir Ljósvetningagoði á Þingvöllum árið 1000, eftir að hafa legið undir feldi.Mynd/Anders Kvåle Rue.Myndlistarmaðurinn Anders Kvåle Rue er að mála næstum eitthundrað svona myndir fyrir bindin sjö. Hann lifir sig svo inn í verkið að hann vill líta út eins og víkingur, - og les það svo spjaldanna á milli. „Nú hef ég haft tækifæri til að lesa textann í Flateyjarbók. Ég les hann nákvæmlega, orð fyrir orð, til að ná öllu,“ segir Anders Kvåle Rue. Hugmyndin er að láta fornsögurnar höfða til yngri kynslóða. Lærdómssetrið á Leirubakka í Landssveit er í samstarfi við norska forlagið og kannar möguleika á því að gefa Flateyjarbók út á íslensku. Anders Hansen á Leirubakka segir að áhuginn í Noregi hafi reynst gríðarlega mikill. „Þegar við höfum það í huga að hver bók kostar út úr búð í Noregi um 15 þúsund krónur íslenskar. Þeir eru búnir að selja yfir fimm þúsund stykki af fyrsta bindinu,“ segir Anders Hansen. Og norski þýðandinn Torgrim Titlestad, prófessor í Stafangri, vill láta nafn sitt hljóma eins og það sé íslenskt: „Þorgrímur Þistilstaðir“ segir hann. En hversvegna eru Norðmenn svona spenntir yfir bók sem skrifuð var í Víðidalstungu í Húnavatnssýslu á fjórtándu öld? „Það má segja að án íslensku sagnanna ætti Noregur enga sögu fyrir þrettándu öld,“ segir Torgrim Titlestad. Flateyjarbók er stærsta íslenska skinnhandritið, og að margra mati eitt það fegursta, og geymir meðal annars sögu Noregskonunga, segir Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar. „Þetta er saga konunganna þeirra og það er ein hugmynd um það að Flateyjarbók hafi beinlínis verið skrifuð til að gefa konungi,“ segir Guðrún. Tengdar fréttir Ný Flateyjarbók kynnt Ný og ríkulega myndskreytt útgáfa af Flateyjarbók á norsku verður kynnt í dag í Fróða, sal í húsi Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8. Norska forlagið SagaBok gefur hana út. 30. október 2015 10:45 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Hversvegna eru þúsundir Norðmanna tilbúnar að greiða háar fjárhæðir til að eignast viðhafnarútgáfu Flateyjarbókar í sjö bindum? Það spillir sennilega ekki að bókin er skreytt fögrum málverkum úr íslenska sagnaarfinum. Svo segir hún einnig sögu norsku konunganna. Norska forlagið Saga Bok stendur að útgáfunni, 2. bindi var kynnt í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar við Sturlugötu í gær, og það er óhætt að segja að metnaður sé lagður í verkið. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndina af Þorgeiri Ljósvetningagoða þar sem hann stendur á Lögbergi á Þingvöllum. Einnig myndina af Ingólfi Arnarsyni að finna öndvegissúlurnar í fjöruborðinu í Reykjavík. Og af Þorfinni Karlsefni og Guðríði Þorbjarnardóttur að hitta indíána í Vínlandi.Þorgeir Ljósvetningagoði á Þingvöllum árið 1000, eftir að hafa legið undir feldi.Mynd/Anders Kvåle Rue.Myndlistarmaðurinn Anders Kvåle Rue er að mála næstum eitthundrað svona myndir fyrir bindin sjö. Hann lifir sig svo inn í verkið að hann vill líta út eins og víkingur, - og les það svo spjaldanna á milli. „Nú hef ég haft tækifæri til að lesa textann í Flateyjarbók. Ég les hann nákvæmlega, orð fyrir orð, til að ná öllu,“ segir Anders Kvåle Rue. Hugmyndin er að láta fornsögurnar höfða til yngri kynslóða. Lærdómssetrið á Leirubakka í Landssveit er í samstarfi við norska forlagið og kannar möguleika á því að gefa Flateyjarbók út á íslensku. Anders Hansen á Leirubakka segir að áhuginn í Noregi hafi reynst gríðarlega mikill. „Þegar við höfum það í huga að hver bók kostar út úr búð í Noregi um 15 þúsund krónur íslenskar. Þeir eru búnir að selja yfir fimm þúsund stykki af fyrsta bindinu,“ segir Anders Hansen. Og norski þýðandinn Torgrim Titlestad, prófessor í Stafangri, vill láta nafn sitt hljóma eins og það sé íslenskt: „Þorgrímur Þistilstaðir“ segir hann. En hversvegna eru Norðmenn svona spenntir yfir bók sem skrifuð var í Víðidalstungu í Húnavatnssýslu á fjórtándu öld? „Það má segja að án íslensku sagnanna ætti Noregur enga sögu fyrir þrettándu öld,“ segir Torgrim Titlestad. Flateyjarbók er stærsta íslenska skinnhandritið, og að margra mati eitt það fegursta, og geymir meðal annars sögu Noregskonunga, segir Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar. „Þetta er saga konunganna þeirra og það er ein hugmynd um það að Flateyjarbók hafi beinlínis verið skrifuð til að gefa konungi,“ segir Guðrún.
Tengdar fréttir Ný Flateyjarbók kynnt Ný og ríkulega myndskreytt útgáfa af Flateyjarbók á norsku verður kynnt í dag í Fróða, sal í húsi Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8. Norska forlagið SagaBok gefur hana út. 30. október 2015 10:45 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Ný Flateyjarbók kynnt Ný og ríkulega myndskreytt útgáfa af Flateyjarbók á norsku verður kynnt í dag í Fróða, sal í húsi Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8. Norska forlagið SagaBok gefur hana út. 30. október 2015 10:45