Svona forðast þú svindl þegar þú leigir íbúðir á netinu Bjarki Ármannsson skrifar 12. desember 2015 13:43 Fjölmargar íbúðir í miðbæ Reykjavíkur eru í virkri útleigu á Airbnb. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar sérstaklega við netsvindlurum sem lofa íbúðum til leigu á Facebook-síðu embættisins í dag. Lögreglan segist hafa fengið þrjár nýlegar ábendingar um slík svindl, þar sem kjörin virðast oft eðlileg en húsnæðið óvenju gott. Vefsíður á borð við Airbnb, þar sem hver sem er getur boðið íbúðir sínar til leigu um tíma, njóta mikilla vinsælda um þessar mundir en mörg dæmi eru um að greiðsla hafi verið reidd af höndum fyrir afnot á húsnæði sem er ekki til eða ekki til leigu.Sjá einnig: Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Lögreglan birtir á síðu sinni nokkrar varúðarreglur sem hægt er að styðjast við þegar verið er að skoða íbúðir til leigu á netinu. - Farið alltaf og skoðið íbúðina eða fáið einhvern til að skoða fyrir ykkur ef það er hægt. Aldrei leigja íbúð í sama landi eða borg nema hún hafi fyrst verið skoðuð. - Varist það ef einhver vill fá greiðslu fyrir „utan kerfið“ á vefsíðum eins og Airbnb. Margar íbúðaleiguþjónustur eru með þannig varnagla að greiðsla berst ekki til leigusala fyrr en sólarhring eftir að leigjandi tekur við íbúðinni. Svoleiðis ábyrgð er ekki til staðar ef greitt er utan þjónustunnar.Á netinu geta leynst fjársvikarar sem svífast einskis.Vísir/GVA- Varist að eiga í viðskiptum við aðila sem nota grunsamleg netföng, til dæmis airbnb12@hotmail.com. - Verið varkár ef einhver vill fá greiðslu til þriðja lands, til dæmis ef þú vilt leigja íbúð í Svíþjóð en greiðslan á að berast til Englands. - Lesið umsagnir annarra á síðunni. Ef þær eru margar, frá mismunandi aðilum sem skrifa í ólíkum stíl og eru jákvæðar þá gefur það líklega rétta mynd af íbúðinni. - Sendið aldrei kortaupplýsingar í tölvupósti. - Ef tilboðið er of gott til að vera satt, þá er það sennilega ekki satt. Hægt er að senda fyrirspurnir um grunuð svindl á abendingar@lrh.is og lögreglan mun meta málið eftir bestu getu.Íbúðasvindl – Apartment Rental ScamEnn og aftur viljum við benda á netsvindl. Þetta form snýr að leigu íbúða. Þetta á...Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on 12. desember 2015 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar sérstaklega við netsvindlurum sem lofa íbúðum til leigu á Facebook-síðu embættisins í dag. Lögreglan segist hafa fengið þrjár nýlegar ábendingar um slík svindl, þar sem kjörin virðast oft eðlileg en húsnæðið óvenju gott. Vefsíður á borð við Airbnb, þar sem hver sem er getur boðið íbúðir sínar til leigu um tíma, njóta mikilla vinsælda um þessar mundir en mörg dæmi eru um að greiðsla hafi verið reidd af höndum fyrir afnot á húsnæði sem er ekki til eða ekki til leigu.Sjá einnig: Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Lögreglan birtir á síðu sinni nokkrar varúðarreglur sem hægt er að styðjast við þegar verið er að skoða íbúðir til leigu á netinu. - Farið alltaf og skoðið íbúðina eða fáið einhvern til að skoða fyrir ykkur ef það er hægt. Aldrei leigja íbúð í sama landi eða borg nema hún hafi fyrst verið skoðuð. - Varist það ef einhver vill fá greiðslu fyrir „utan kerfið“ á vefsíðum eins og Airbnb. Margar íbúðaleiguþjónustur eru með þannig varnagla að greiðsla berst ekki til leigusala fyrr en sólarhring eftir að leigjandi tekur við íbúðinni. Svoleiðis ábyrgð er ekki til staðar ef greitt er utan þjónustunnar.Á netinu geta leynst fjársvikarar sem svífast einskis.Vísir/GVA- Varist að eiga í viðskiptum við aðila sem nota grunsamleg netföng, til dæmis airbnb12@hotmail.com. - Verið varkár ef einhver vill fá greiðslu til þriðja lands, til dæmis ef þú vilt leigja íbúð í Svíþjóð en greiðslan á að berast til Englands. - Lesið umsagnir annarra á síðunni. Ef þær eru margar, frá mismunandi aðilum sem skrifa í ólíkum stíl og eru jákvæðar þá gefur það líklega rétta mynd af íbúðinni. - Sendið aldrei kortaupplýsingar í tölvupósti. - Ef tilboðið er of gott til að vera satt, þá er það sennilega ekki satt. Hægt er að senda fyrirspurnir um grunuð svindl á abendingar@lrh.is og lögreglan mun meta málið eftir bestu getu.Íbúðasvindl – Apartment Rental ScamEnn og aftur viljum við benda á netsvindl. Þetta form snýr að leigu íbúða. Þetta á...Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on 12. desember 2015
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira