Wenger ánægður með Coquelin og Bellerín Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. apríl 2015 12:01 Coquelin hefur skotist upp á stjörnuhimininn á undanförnum vikum. vísir/getty Arsenal hefur verið heitasta lið ensku úrvalsdeildarinnar eftir áramót en Skytturnar hafa unnið sjö deildarleiki í röð og 10 af síðustu 11 leikjum sínum. Hector Bellerín og Francis Coquelin eru meðal leikmanna Arsenal sem hafa spilað eins og englar í undanförnum leikjum en fæstir áttu eflaust von á því að þeir yrðu í lykilhlutverkum í liði Skyttanna í vetur. Meðal þeirra er Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal. „Í hreinskilni sagt hefði mig ekki órað fyrir því að Coquelin yrði fastamaður í liðinu. En starf mitt felst í því að vera opinn fyrir öllum möguleikum og taka ákvarðar þegar þess gerist þörf,“ sagði Wenger. Umræddur Coquelin lék sem lánsmaður með B-deildarliði Charlton Athletic fyrra hluta tímabils en var kallaður aftur til baka vegna meiðsla í herbúðum Arsenal. Frakkinn hefur síðan þá fest sig í sessi hjá Skyttunum en hann gegnir mikilvægu hlutverki aftast á miðjunni hjá liðinu.Bellerín hafði góðar gætur á Sterling í leik Arsenal og Liverpool á laugardaginn.vísir/gettyBellerín hefur einnig komið eins og stormsveipur inn í lið Arsenal og skorað tvö mörk í 13 deildarleikjum fyrir Skytturnar. Wenger er einnig hæstánægður með framlag Spánverjans sem kom til Arsenal frá Barcelona aðeins 16 ára gamall. „Frammistaða Bellerín er eitt af því óvæntasta á tímabilinu. Hann var á láni hjá Watford í fyrra og spilaði lítið. Hann er aðeins tvítugur og er þegar orðinn þetta góður,“ sagði Wenger en Bellerín fékk mikið hrós fyrir að halda Raheem Sterling niðri í leik Arsenal og Liverpool á laugardaginn. „Hann átti í höggi við frábæran leikmann í Sterling,“ sagði Wenger um Spánverjann. „Ég valdi hann út af hraðanum sem hann býr yfir og einnig vegna þess hversu neðarlega þyngdarpunkturinn er hjá honum. Þessir eiginleikar komu að góðum notum gegn Sterling. „Hann á eftir að öðlast meiri reynslu en hann er góður að verjast einn á einn og öflugur fram á við,“ sagði Wenger ennfremur en Bellerín skoraði fyrsta mark Arsenal í 4-1 sigrinum á Liverpool. Markið má sjá hér að neðan. Arsenal mætir Burnley á laugardaginn í næsta deildarleik liðsins. Enski boltinn Tengdar fréttir Wenger og Giroud bestir í mars Franska tvíeykið í Arsenal, Arsene Wenger og Oliver Giroud, voru valdnir stjóri og leikmaður mars mánaðar í ensku úrvalsdeildinni. 3. apríl 2015 14:30 Giroud: Hefðum getað skorað fleiri í fyrri hálfleik Oliver Giroud skoraði fjórða og síðasta mark Arsenal í sigrinum á Liverpool í dag. 4. apríl 2015 14:29 Arsenal upp í 2. sætið eftir sigur á Liverpool | Sjáðu mörkin Arsenal vann öruggan 4-1 sigur á Liverpool í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 4. apríl 2015 00:01 Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Arsenal hefur verið heitasta lið ensku úrvalsdeildarinnar eftir áramót en Skytturnar hafa unnið sjö deildarleiki í röð og 10 af síðustu 11 leikjum sínum. Hector Bellerín og Francis Coquelin eru meðal leikmanna Arsenal sem hafa spilað eins og englar í undanförnum leikjum en fæstir áttu eflaust von á því að þeir yrðu í lykilhlutverkum í liði Skyttanna í vetur. Meðal þeirra er Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal. „Í hreinskilni sagt hefði mig ekki órað fyrir því að Coquelin yrði fastamaður í liðinu. En starf mitt felst í því að vera opinn fyrir öllum möguleikum og taka ákvarðar þegar þess gerist þörf,“ sagði Wenger. Umræddur Coquelin lék sem lánsmaður með B-deildarliði Charlton Athletic fyrra hluta tímabils en var kallaður aftur til baka vegna meiðsla í herbúðum Arsenal. Frakkinn hefur síðan þá fest sig í sessi hjá Skyttunum en hann gegnir mikilvægu hlutverki aftast á miðjunni hjá liðinu.Bellerín hafði góðar gætur á Sterling í leik Arsenal og Liverpool á laugardaginn.vísir/gettyBellerín hefur einnig komið eins og stormsveipur inn í lið Arsenal og skorað tvö mörk í 13 deildarleikjum fyrir Skytturnar. Wenger er einnig hæstánægður með framlag Spánverjans sem kom til Arsenal frá Barcelona aðeins 16 ára gamall. „Frammistaða Bellerín er eitt af því óvæntasta á tímabilinu. Hann var á láni hjá Watford í fyrra og spilaði lítið. Hann er aðeins tvítugur og er þegar orðinn þetta góður,“ sagði Wenger en Bellerín fékk mikið hrós fyrir að halda Raheem Sterling niðri í leik Arsenal og Liverpool á laugardaginn. „Hann átti í höggi við frábæran leikmann í Sterling,“ sagði Wenger um Spánverjann. „Ég valdi hann út af hraðanum sem hann býr yfir og einnig vegna þess hversu neðarlega þyngdarpunkturinn er hjá honum. Þessir eiginleikar komu að góðum notum gegn Sterling. „Hann á eftir að öðlast meiri reynslu en hann er góður að verjast einn á einn og öflugur fram á við,“ sagði Wenger ennfremur en Bellerín skoraði fyrsta mark Arsenal í 4-1 sigrinum á Liverpool. Markið má sjá hér að neðan. Arsenal mætir Burnley á laugardaginn í næsta deildarleik liðsins.
Enski boltinn Tengdar fréttir Wenger og Giroud bestir í mars Franska tvíeykið í Arsenal, Arsene Wenger og Oliver Giroud, voru valdnir stjóri og leikmaður mars mánaðar í ensku úrvalsdeildinni. 3. apríl 2015 14:30 Giroud: Hefðum getað skorað fleiri í fyrri hálfleik Oliver Giroud skoraði fjórða og síðasta mark Arsenal í sigrinum á Liverpool í dag. 4. apríl 2015 14:29 Arsenal upp í 2. sætið eftir sigur á Liverpool | Sjáðu mörkin Arsenal vann öruggan 4-1 sigur á Liverpool í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 4. apríl 2015 00:01 Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Wenger og Giroud bestir í mars Franska tvíeykið í Arsenal, Arsene Wenger og Oliver Giroud, voru valdnir stjóri og leikmaður mars mánaðar í ensku úrvalsdeildinni. 3. apríl 2015 14:30
Giroud: Hefðum getað skorað fleiri í fyrri hálfleik Oliver Giroud skoraði fjórða og síðasta mark Arsenal í sigrinum á Liverpool í dag. 4. apríl 2015 14:29
Arsenal upp í 2. sætið eftir sigur á Liverpool | Sjáðu mörkin Arsenal vann öruggan 4-1 sigur á Liverpool í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 4. apríl 2015 00:01
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn