Enski boltinn

Giroud: Hefðum getað skorað fleiri í fyrri hálfleik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Giroud hefur verið iðinn við kolann að undanförnu.
Giroud hefur verið iðinn við kolann að undanförnu. vísir/getty
Oliver Giroud skoraði fjórða og síðasta mark Arsenal í sigrinum á Liverpool í dag.

Þetta var sjötti deildarleikurinn í röð sem Giroud skorar í og hann var að vonum ánægður eftir leikinn.

„Liverpool tapaði boltanum oft aftarlega á vellinum í fyrri hálfleik og við hefðum getað skorað fleiri mörk.

„En við vorum að sjálfsögðu ánægðir með að leiða 3-0 í hálfleik,“ sagði Giroud en Arsenal skoraði þrjú mörk á síðustu átta mínútum fyrri hálfleiks.

Með sigrinum komst Arsenal upp í 2. sæti úrvalsdeildarinnar og aðspurður um möguleika liðsins á meistaratitlinum hafði Giroud þetta að segja:

„Við viljum enda tímabilið vel en við verðum að taka einn fyrir í einu og einbeita okkur að okkur sjálfum áður en förum að pæla í úrslitunum hjá Chelsea og Manchester City.

„Við viljum vinna alla leiki og svo sjáum við hvað verður,“ sagði Frakkinn sem var valinn leikmaður mars-mánaðar í úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×