Arsenal upp í 2. sætið eftir sigur á Liverpool | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. apríl 2015 00:01 Hector Bellerín skorar fyrsta mark leiksins. Vísir/Getty Arsenal vann öruggan 4-1 sigur á Liverpool í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Þetta var sjöundi deildarsigur Arsenal í röð en liðið er nú komið upp í 2. sæti deildarinnar með 63 stig. Liverpool er hins vegar í því fimmta með 54 stig, fimm stigum frá Meistaradeildarsæti.Mörkin í leiknum má sjá hér að neðan. Arsenal var sterkari aðilinn framan af leik og Santí Cazorla og Aaron Ramsey fengu báðir góð færi til að koma Skyttunum yfir en Simon Mignolet, markvörður Liverpool, sá við þeim. Liverpool vann sig jafnt og þétt inn í leikinn og á 19. mínútu fengu gestirnir kjörið tækifæri til að ná forystunni. Lazar Markovic komst þá einn inn fyrir vörn heimamanna en í stað þess að skjóta sjálfur reyndi hann að gefa til hliðar á Raheem Sterling og færið rann út í sandinn. Veislan hófst svo á 37. mínútu þegar Spánverjinn Héctor Bellerín kom Arsenal með góðu vinstri fótar skoti eftir að hafa leikið á landa sinn, Alberto Moreno.Emre Can fær að líta rauða spjaldið hjá Anthony Taylor, dómara leiksins.vísir/gettyMesut Özil tvöfaldaði svo forystu Arsenal á 40. mínútu þegar hann skoraði með fallegu skoti beint úr aukaspyrnu. Þetta var 20. markið sem Arsenal skorar eftir fast leikatriði í deildinni, en ekkert lið hefur skorað fleiri. Á lokamínútu fyrri hálfleik kom svo þriðja markið. Alexis Sánchez fékk boltann frá Ramsey, lék inn á völlinn og á Kolo Toure og þrumaði boltanum svo boltanum yfir Mignolet og í markið. Þetta var 14. deildarmark Sánchez í vetur og það fyrsta síðan í sigrinum á QPR 4. mars. Seinni hálfleikur var öllu rólegri en Liverpool fékk líflínu þegar Jordan Henderson minnkaði muninn með marki af vítapunktinum á 76. mínútu. Sterling, sem hefur verið mikið í fréttum undanfarna daga, fiskaði vítaspyrnuna. Átta mínútum síðar fékk Emre Can að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir brot á varamanninum Danny Welbeck. Einum fleiri bættu Skytturnar við fjórða markinu. Þar var að verki Oliver Giroud, besti leikmaður mars-mánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Þetta var sjötta deildarmark Frakkans í jafn mörgum leikjum. Fleiri urðu mörkin ekki og Arsenal fagnaði gríðarlega mikilvægum sigri í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu.Arsenal 1-0 Liverpool Arsenal 2-0 Liverpool Arsenal 3-0 Liverpool Arsenal 3-1 Liverpool Emre Can rekinn út af Arsenal 4-1 Liverpool Enski boltinn Mest lesið „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Fleiri fréttir „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Sjá meira
Arsenal vann öruggan 4-1 sigur á Liverpool í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Þetta var sjöundi deildarsigur Arsenal í röð en liðið er nú komið upp í 2. sæti deildarinnar með 63 stig. Liverpool er hins vegar í því fimmta með 54 stig, fimm stigum frá Meistaradeildarsæti.Mörkin í leiknum má sjá hér að neðan. Arsenal var sterkari aðilinn framan af leik og Santí Cazorla og Aaron Ramsey fengu báðir góð færi til að koma Skyttunum yfir en Simon Mignolet, markvörður Liverpool, sá við þeim. Liverpool vann sig jafnt og þétt inn í leikinn og á 19. mínútu fengu gestirnir kjörið tækifæri til að ná forystunni. Lazar Markovic komst þá einn inn fyrir vörn heimamanna en í stað þess að skjóta sjálfur reyndi hann að gefa til hliðar á Raheem Sterling og færið rann út í sandinn. Veislan hófst svo á 37. mínútu þegar Spánverjinn Héctor Bellerín kom Arsenal með góðu vinstri fótar skoti eftir að hafa leikið á landa sinn, Alberto Moreno.Emre Can fær að líta rauða spjaldið hjá Anthony Taylor, dómara leiksins.vísir/gettyMesut Özil tvöfaldaði svo forystu Arsenal á 40. mínútu þegar hann skoraði með fallegu skoti beint úr aukaspyrnu. Þetta var 20. markið sem Arsenal skorar eftir fast leikatriði í deildinni, en ekkert lið hefur skorað fleiri. Á lokamínútu fyrri hálfleik kom svo þriðja markið. Alexis Sánchez fékk boltann frá Ramsey, lék inn á völlinn og á Kolo Toure og þrumaði boltanum svo boltanum yfir Mignolet og í markið. Þetta var 14. deildarmark Sánchez í vetur og það fyrsta síðan í sigrinum á QPR 4. mars. Seinni hálfleikur var öllu rólegri en Liverpool fékk líflínu þegar Jordan Henderson minnkaði muninn með marki af vítapunktinum á 76. mínútu. Sterling, sem hefur verið mikið í fréttum undanfarna daga, fiskaði vítaspyrnuna. Átta mínútum síðar fékk Emre Can að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir brot á varamanninum Danny Welbeck. Einum fleiri bættu Skytturnar við fjórða markinu. Þar var að verki Oliver Giroud, besti leikmaður mars-mánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Þetta var sjötta deildarmark Frakkans í jafn mörgum leikjum. Fleiri urðu mörkin ekki og Arsenal fagnaði gríðarlega mikilvægum sigri í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu.Arsenal 1-0 Liverpool Arsenal 2-0 Liverpool Arsenal 3-0 Liverpool Arsenal 3-1 Liverpool Emre Can rekinn út af Arsenal 4-1 Liverpool
Enski boltinn Mest lesið „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Fleiri fréttir „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Sjá meira