Arsenal upp í 2. sætið eftir sigur á Liverpool | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. apríl 2015 00:01 Hector Bellerín skorar fyrsta mark leiksins. Vísir/Getty Arsenal vann öruggan 4-1 sigur á Liverpool í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Þetta var sjöundi deildarsigur Arsenal í röð en liðið er nú komið upp í 2. sæti deildarinnar með 63 stig. Liverpool er hins vegar í því fimmta með 54 stig, fimm stigum frá Meistaradeildarsæti.Mörkin í leiknum má sjá hér að neðan. Arsenal var sterkari aðilinn framan af leik og Santí Cazorla og Aaron Ramsey fengu báðir góð færi til að koma Skyttunum yfir en Simon Mignolet, markvörður Liverpool, sá við þeim. Liverpool vann sig jafnt og þétt inn í leikinn og á 19. mínútu fengu gestirnir kjörið tækifæri til að ná forystunni. Lazar Markovic komst þá einn inn fyrir vörn heimamanna en í stað þess að skjóta sjálfur reyndi hann að gefa til hliðar á Raheem Sterling og færið rann út í sandinn. Veislan hófst svo á 37. mínútu þegar Spánverjinn Héctor Bellerín kom Arsenal með góðu vinstri fótar skoti eftir að hafa leikið á landa sinn, Alberto Moreno.Emre Can fær að líta rauða spjaldið hjá Anthony Taylor, dómara leiksins.vísir/gettyMesut Özil tvöfaldaði svo forystu Arsenal á 40. mínútu þegar hann skoraði með fallegu skoti beint úr aukaspyrnu. Þetta var 20. markið sem Arsenal skorar eftir fast leikatriði í deildinni, en ekkert lið hefur skorað fleiri. Á lokamínútu fyrri hálfleik kom svo þriðja markið. Alexis Sánchez fékk boltann frá Ramsey, lék inn á völlinn og á Kolo Toure og þrumaði boltanum svo boltanum yfir Mignolet og í markið. Þetta var 14. deildarmark Sánchez í vetur og það fyrsta síðan í sigrinum á QPR 4. mars. Seinni hálfleikur var öllu rólegri en Liverpool fékk líflínu þegar Jordan Henderson minnkaði muninn með marki af vítapunktinum á 76. mínútu. Sterling, sem hefur verið mikið í fréttum undanfarna daga, fiskaði vítaspyrnuna. Átta mínútum síðar fékk Emre Can að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir brot á varamanninum Danny Welbeck. Einum fleiri bættu Skytturnar við fjórða markinu. Þar var að verki Oliver Giroud, besti leikmaður mars-mánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Þetta var sjötta deildarmark Frakkans í jafn mörgum leikjum. Fleiri urðu mörkin ekki og Arsenal fagnaði gríðarlega mikilvægum sigri í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu.Arsenal 1-0 Liverpool Arsenal 2-0 Liverpool Arsenal 3-0 Liverpool Arsenal 3-1 Liverpool Emre Can rekinn út af Arsenal 4-1 Liverpool Enski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Sjá meira
Arsenal vann öruggan 4-1 sigur á Liverpool í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Þetta var sjöundi deildarsigur Arsenal í röð en liðið er nú komið upp í 2. sæti deildarinnar með 63 stig. Liverpool er hins vegar í því fimmta með 54 stig, fimm stigum frá Meistaradeildarsæti.Mörkin í leiknum má sjá hér að neðan. Arsenal var sterkari aðilinn framan af leik og Santí Cazorla og Aaron Ramsey fengu báðir góð færi til að koma Skyttunum yfir en Simon Mignolet, markvörður Liverpool, sá við þeim. Liverpool vann sig jafnt og þétt inn í leikinn og á 19. mínútu fengu gestirnir kjörið tækifæri til að ná forystunni. Lazar Markovic komst þá einn inn fyrir vörn heimamanna en í stað þess að skjóta sjálfur reyndi hann að gefa til hliðar á Raheem Sterling og færið rann út í sandinn. Veislan hófst svo á 37. mínútu þegar Spánverjinn Héctor Bellerín kom Arsenal með góðu vinstri fótar skoti eftir að hafa leikið á landa sinn, Alberto Moreno.Emre Can fær að líta rauða spjaldið hjá Anthony Taylor, dómara leiksins.vísir/gettyMesut Özil tvöfaldaði svo forystu Arsenal á 40. mínútu þegar hann skoraði með fallegu skoti beint úr aukaspyrnu. Þetta var 20. markið sem Arsenal skorar eftir fast leikatriði í deildinni, en ekkert lið hefur skorað fleiri. Á lokamínútu fyrri hálfleik kom svo þriðja markið. Alexis Sánchez fékk boltann frá Ramsey, lék inn á völlinn og á Kolo Toure og þrumaði boltanum svo boltanum yfir Mignolet og í markið. Þetta var 14. deildarmark Sánchez í vetur og það fyrsta síðan í sigrinum á QPR 4. mars. Seinni hálfleikur var öllu rólegri en Liverpool fékk líflínu þegar Jordan Henderson minnkaði muninn með marki af vítapunktinum á 76. mínútu. Sterling, sem hefur verið mikið í fréttum undanfarna daga, fiskaði vítaspyrnuna. Átta mínútum síðar fékk Emre Can að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir brot á varamanninum Danny Welbeck. Einum fleiri bættu Skytturnar við fjórða markinu. Þar var að verki Oliver Giroud, besti leikmaður mars-mánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Þetta var sjötta deildarmark Frakkans í jafn mörgum leikjum. Fleiri urðu mörkin ekki og Arsenal fagnaði gríðarlega mikilvægum sigri í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu.Arsenal 1-0 Liverpool Arsenal 2-0 Liverpool Arsenal 3-0 Liverpool Arsenal 3-1 Liverpool Emre Can rekinn út af Arsenal 4-1 Liverpool
Enski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Rústaði úrslitunum á Wimbledon Sport Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Sjá meira