Áhrifin á Landsspítalann síst minni en af læknaverkfalli Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 6. apríl 2015 19:19 Starfsemi Landspítalans mun lamast að hluta til þegar verkfall hefst á miðnætti. Þá mun starfsemin hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu fara úr skorðum þegar lögfræðingar leggja niður störf. Yfirvofandi verkfall kemur illa við starfsemi Landsspítalans, enda er enn verið að vinna upp biðlista eftir læknaverkfallið, auk þess að inflúensufaraldurinn olli jafnframt álagi á starfsemina. Geislafræðingar, náttúrufræðingar og ljósmæður og lífeindafræðingar á Landspítala, alls um fimm hundruð manns fara í verkfall. Meðal annars verður ekki hægt að gera blóðrannsóknir og myndgreiningar nema í bráðatilfellum en það hefur keðjuverkandi áhrif á alla starfsemina. Mörgum skipulögðum skurðaðgerðum og sérhæfðum meðferðum verður frestað og verulega hægist á allri reglulegri starfsemi. Reynt verður að fremsta megni að tryggja bráðastarfsemi og að verkfallsaðgerðir ógni ekki öryggi sjúklinga. Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs spítalans, segir að þetta sé mjög áhrifaríkt verkfall, áhrifin verði síst minni en af verkfalli lækna. Það muni miklu þegar svona stór hópur gangi úr húsi. Katrín Sigurðardóttir formaður Félags geislafræðinga, segir að félagsmenn muni aðeins sinna nauðsynlegustu heilbrigðisþjónustu. Það sé heldur allra hagur að vinna í því að leysa málin, ekki að draga verkfallið á langinn.Örtröð hjá sýslumanni fyrir páskaYfirvofandi verkfall lögfræðinga hjá sýslumannsembættinu olli örtröð fyrir páskahelgina. Erna Guðmundsdóttir, lögmaður BHM, segir að það hafi verið mikið uppþot og fólk hafi verið mjög stressað að ná að þinglýsa pappírum fyrir verkfall. Hún segist ennfremur telja að fólk vanmeti áhrif þessa verkfalls því það muni hafa keðjuverkandi áhrif. Það stöðvist öll fasteignaviðskipti, en ekki verði hægt að þinglýsa neinum pappírum. Þá muni fólk hvorki gifta sig né skilja hjá sýslumanni meðan verkfallið stendur yfir. Það sé enginn á undanþágulista. Tengdar fréttir Verkföll fimm félaga úrskurðuð lögleg Óvissa ríkti um lögmæti atkvæðagreiðslu um verkfall BHM-félaga. 6. apríl 2015 14:51 Segir það ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar yfir páskana Kjaradeila BHM og ríkisins stendur enn. Eitt verkfall hefst á morgun og í dag er dæmt um lögmæti fimm annarra. 6. apríl 2015 13:28 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira
Starfsemi Landspítalans mun lamast að hluta til þegar verkfall hefst á miðnætti. Þá mun starfsemin hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu fara úr skorðum þegar lögfræðingar leggja niður störf. Yfirvofandi verkfall kemur illa við starfsemi Landsspítalans, enda er enn verið að vinna upp biðlista eftir læknaverkfallið, auk þess að inflúensufaraldurinn olli jafnframt álagi á starfsemina. Geislafræðingar, náttúrufræðingar og ljósmæður og lífeindafræðingar á Landspítala, alls um fimm hundruð manns fara í verkfall. Meðal annars verður ekki hægt að gera blóðrannsóknir og myndgreiningar nema í bráðatilfellum en það hefur keðjuverkandi áhrif á alla starfsemina. Mörgum skipulögðum skurðaðgerðum og sérhæfðum meðferðum verður frestað og verulega hægist á allri reglulegri starfsemi. Reynt verður að fremsta megni að tryggja bráðastarfsemi og að verkfallsaðgerðir ógni ekki öryggi sjúklinga. Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs spítalans, segir að þetta sé mjög áhrifaríkt verkfall, áhrifin verði síst minni en af verkfalli lækna. Það muni miklu þegar svona stór hópur gangi úr húsi. Katrín Sigurðardóttir formaður Félags geislafræðinga, segir að félagsmenn muni aðeins sinna nauðsynlegustu heilbrigðisþjónustu. Það sé heldur allra hagur að vinna í því að leysa málin, ekki að draga verkfallið á langinn.Örtröð hjá sýslumanni fyrir páskaYfirvofandi verkfall lögfræðinga hjá sýslumannsembættinu olli örtröð fyrir páskahelgina. Erna Guðmundsdóttir, lögmaður BHM, segir að það hafi verið mikið uppþot og fólk hafi verið mjög stressað að ná að þinglýsa pappírum fyrir verkfall. Hún segist ennfremur telja að fólk vanmeti áhrif þessa verkfalls því það muni hafa keðjuverkandi áhrif. Það stöðvist öll fasteignaviðskipti, en ekki verði hægt að þinglýsa neinum pappírum. Þá muni fólk hvorki gifta sig né skilja hjá sýslumanni meðan verkfallið stendur yfir. Það sé enginn á undanþágulista.
Tengdar fréttir Verkföll fimm félaga úrskurðuð lögleg Óvissa ríkti um lögmæti atkvæðagreiðslu um verkfall BHM-félaga. 6. apríl 2015 14:51 Segir það ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar yfir páskana Kjaradeila BHM og ríkisins stendur enn. Eitt verkfall hefst á morgun og í dag er dæmt um lögmæti fimm annarra. 6. apríl 2015 13:28 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira
Verkföll fimm félaga úrskurðuð lögleg Óvissa ríkti um lögmæti atkvæðagreiðslu um verkfall BHM-félaga. 6. apríl 2015 14:51
Segir það ábyrgðarleysi að boða ekki til fundar yfir páskana Kjaradeila BHM og ríkisins stendur enn. Eitt verkfall hefst á morgun og í dag er dæmt um lögmæti fimm annarra. 6. apríl 2015 13:28