„Stefnum að því að rokka feitt á nýju ári“ Stefán Árni Pálsson skrifar 2. janúar 2015 15:46 Stjórn DV ehf hefur ákveðið að ráða Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Eggert sem ritstjóra DV. vísir/gva „Fyrsti dagurinn gekk bara ljómandi vel,“ segir Eggert Skúlason, nýráðinn ritstjóri DV, á sínum fyrsta degi í nýju starfi. Líkt og kom fram fyrir helgi ákvað stjórn DV ehf. að ráða Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Eggert sem ritstjóra DV. Þá hefur Hörður Ægisson verið ráðinn viðskiptaritstjóri blaðsins. Verða þau Kolbrún, Eggert og Hörður jafnframt ritstjórar dv.is. „Það fór fram fínn ritstjórnarfundur í morgun og þar var skipst á skoðunum.“ Eggert segir að hann hafi gert sitt besta til að hreinsa loftið meðal starfsmanna blaðsins. Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður á DV, gagnrýndi ráðningu Eggerts harðlega í Kastljósþætti í lok síðasta árs og sagði hann þá að hugmyndin um Eggert sem ritstjóra væri búinn að vera aðal brandarinn á ritstjórninni undanfarnar vikur. Rifjuðu Jóhann Páll og kollegi hans, Jón Bjarki Magnússon, upp þegar Eggert var fenginn til að gera úttekt á starfsemi DV í nóvember. Voru blaðamenn DV þá teknir á tal, hver á fætur öðrum, ef frá er talinn Jóhann Páll. „Hins vegar er mér sagt að hann hafi nafngreint mig sérstaklega í viðtölum við starfsfólk, þráspurt leiðandi spurninga um mig og mína persónu og dylgjað um að annarlegar hvatir lægju að baki skrifum mínum á DV. Gagnrýndi hann sérstaklega skrif okkar Jóns Bjarka um lekamálið og málefni Hönnu Birnu, fréttaflutning sem við höfum hlotið blaðamannaverðlaun fyrir,“ sagði Jóhann Páll í nóvember.Ekki tekist á en skipst á skoðunum „Að sjálfsögðu áttum við hreinskiptnar og góðar umræður og síðan þarf bara tíminn að hjálpa öllum, og verkin að fá að tala.“ Eggert segir að ekki hafi verið tekist beint á á fundinum. „Menn skiptust á skoðunum. Þetta eru ekki skoðanalaus verkfæri, blaðamenn DV, þetta er alvöru fólk.“ Aðspurður hvort það verði einhverjar breytingar á stefnu DV svaraði Eggert: „Það er rosalega freistandi að segja bara, „já við ætlum að gera þetta allt saman allt öðruvísi“ en hversdagsleikinn er miklu einfaldari. Við munum halda sama striki og stefnum að því að rokka feitt á nýju ári.“ Tengdar fréttir Einar Kárason til liðs við DV Rithöfundurinn Einar Kárason hefur verið ráðinn til liðs við DV en þetta kemur fram í frétt á vefsíðu DV. 1. janúar 2015 21:40 Eggert Skúla og Kolla Bergþórs nýir ritstjórar Stjórn DV ehf hefur ákveðið að ráða Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Eggert Skúlason sem ritstjóra DV. Þá hefur Hörður Ægisson verið ráðinn viðskiptaritstjóri blaðsins. 30. desember 2014 17:39 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
„Fyrsti dagurinn gekk bara ljómandi vel,“ segir Eggert Skúlason, nýráðinn ritstjóri DV, á sínum fyrsta degi í nýju starfi. Líkt og kom fram fyrir helgi ákvað stjórn DV ehf. að ráða Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Eggert sem ritstjóra DV. Þá hefur Hörður Ægisson verið ráðinn viðskiptaritstjóri blaðsins. Verða þau Kolbrún, Eggert og Hörður jafnframt ritstjórar dv.is. „Það fór fram fínn ritstjórnarfundur í morgun og þar var skipst á skoðunum.“ Eggert segir að hann hafi gert sitt besta til að hreinsa loftið meðal starfsmanna blaðsins. Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður á DV, gagnrýndi ráðningu Eggerts harðlega í Kastljósþætti í lok síðasta árs og sagði hann þá að hugmyndin um Eggert sem ritstjóra væri búinn að vera aðal brandarinn á ritstjórninni undanfarnar vikur. Rifjuðu Jóhann Páll og kollegi hans, Jón Bjarki Magnússon, upp þegar Eggert var fenginn til að gera úttekt á starfsemi DV í nóvember. Voru blaðamenn DV þá teknir á tal, hver á fætur öðrum, ef frá er talinn Jóhann Páll. „Hins vegar er mér sagt að hann hafi nafngreint mig sérstaklega í viðtölum við starfsfólk, þráspurt leiðandi spurninga um mig og mína persónu og dylgjað um að annarlegar hvatir lægju að baki skrifum mínum á DV. Gagnrýndi hann sérstaklega skrif okkar Jóns Bjarka um lekamálið og málefni Hönnu Birnu, fréttaflutning sem við höfum hlotið blaðamannaverðlaun fyrir,“ sagði Jóhann Páll í nóvember.Ekki tekist á en skipst á skoðunum „Að sjálfsögðu áttum við hreinskiptnar og góðar umræður og síðan þarf bara tíminn að hjálpa öllum, og verkin að fá að tala.“ Eggert segir að ekki hafi verið tekist beint á á fundinum. „Menn skiptust á skoðunum. Þetta eru ekki skoðanalaus verkfæri, blaðamenn DV, þetta er alvöru fólk.“ Aðspurður hvort það verði einhverjar breytingar á stefnu DV svaraði Eggert: „Það er rosalega freistandi að segja bara, „já við ætlum að gera þetta allt saman allt öðruvísi“ en hversdagsleikinn er miklu einfaldari. Við munum halda sama striki og stefnum að því að rokka feitt á nýju ári.“
Tengdar fréttir Einar Kárason til liðs við DV Rithöfundurinn Einar Kárason hefur verið ráðinn til liðs við DV en þetta kemur fram í frétt á vefsíðu DV. 1. janúar 2015 21:40 Eggert Skúla og Kolla Bergþórs nýir ritstjórar Stjórn DV ehf hefur ákveðið að ráða Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Eggert Skúlason sem ritstjóra DV. Þá hefur Hörður Ægisson verið ráðinn viðskiptaritstjóri blaðsins. 30. desember 2014 17:39 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
Einar Kárason til liðs við DV Rithöfundurinn Einar Kárason hefur verið ráðinn til liðs við DV en þetta kemur fram í frétt á vefsíðu DV. 1. janúar 2015 21:40
Eggert Skúla og Kolla Bergþórs nýir ritstjórar Stjórn DV ehf hefur ákveðið að ráða Kolbrúnu Bergþórsdóttur og Eggert Skúlason sem ritstjóra DV. Þá hefur Hörður Ægisson verið ráðinn viðskiptaritstjóri blaðsins. 30. desember 2014 17:39