Rodgers um Gerrard: Ekki nóg að kalla hann goðsögn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2015 10:30 Brendan Rodgers og Steven Gerrard. Vísir/Getty Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur tjáð sig um tilkynningu fyrirliðans Steven Gerrard en Gerrard mun enda 26 ára feril sinn hjá félaginu í vor. „Við lifum á tímum þar sem orðið goðsögn er ofnotað en í þessu tilfelli er það ekki nógu víðtækt til að lýsa honum," sagði Brendan Rodgers við BBC. „Ég sjálfur mun alltaf vera honum þakklátur fyrir þann stuðning sem hann veitti mér þegar ég settist í stjórastólinn. Steven kom til mín og lofaði því að standa hundrað prósent á bak við mig og gera allt sitt til að hjálpa mér að kynna nýjar hugmyndir og nýjar leiðir til að gera hlutina. Hann gerði gott betur en að standa við þessi orð sín," sagði Brendan Rodgers. „Hann er einstaklega öflugur og áhrifamikill leikmaður. Á stundum hefur hann borið liðið á öxlunum og hann hefur sýnt hæfileika inn á vellinum sem hafa réttilega skilað honum í hóp besti leikmanna heims í meira en áratug," sagði Rodgers. „Sem leiðtogi og manneskja er hann sér á báti meðal þeirra sem ég hef unnið með. Hann fór með fagmennskuna upp í nýjar hæðir og hollusta hans til knattspyrnunnar ætti að vera fyrirmynd fyrir alla í fótboltaheiminum," sagði Rodgers. „Hann er líka maður sem hefur alltaf sett félagið og liðið í fyrsta sætið en sig sjálfan í annað sætið. Það mun á endanum örugglega verða hans arfleifð," sagði Rodgers. „Fólk sem er í betri stöðu en ég hafa sagt að Steven sé besti leikmaðurinn í sögu Liverpool. Þegar við skoðum hvaða leikmenn koma til greina þá er það engin smá yfirlýsing," sagði Rodgers. „Við munum auðvitað sakna hans, bæði inn á vellinum og hvernig fyrirliði hann er. Hans áhrif munu samt lifa áfram og við óskum honum ánægju og velgengni á nýjum stað. Þangað til mun ég njóta þess að vinna með manninum Steven Gerrard og leikmanninum Steven Gerrard sem er einn sá besti sem ég hef séð," sagði Rodgers.Brendan Rodgers og Steven Gerrard.Vísir/Getty Enski boltinn Tengdar fréttir Gerrard sagður á leið til Bandaríkjanna Steven Gerrard mun vera í viðræðum við LA Galaxy og NY City. 1. janúar 2015 22:59 Liverpool staðfestir brotthvarf Gerrard Gerrard segir að þetta hafi verið ein erfiðasta ákvörðun sem hann hafi tekið. 2. janúar 2015 09:06 McDermott: Gerrard er besti leikmaðurinn í sögu Liverpool Steven Gerrard tilkynnti í morgun að hann ætli ekki að gera nýjan samning við Liverpool en þessi 34 ára fyrirliði Liverpool yfirgefur félagið sem hann hefur verið hjá síðan að hann var átta ára. 2. janúar 2015 09:30 Von á tilkynningu Gerrard í dag Jamie Carragher segir það rétt skref hjá fyrirliða Liverpool að yfirgefa félagið. 2. janúar 2015 08:28 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjá meira
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur tjáð sig um tilkynningu fyrirliðans Steven Gerrard en Gerrard mun enda 26 ára feril sinn hjá félaginu í vor. „Við lifum á tímum þar sem orðið goðsögn er ofnotað en í þessu tilfelli er það ekki nógu víðtækt til að lýsa honum," sagði Brendan Rodgers við BBC. „Ég sjálfur mun alltaf vera honum þakklátur fyrir þann stuðning sem hann veitti mér þegar ég settist í stjórastólinn. Steven kom til mín og lofaði því að standa hundrað prósent á bak við mig og gera allt sitt til að hjálpa mér að kynna nýjar hugmyndir og nýjar leiðir til að gera hlutina. Hann gerði gott betur en að standa við þessi orð sín," sagði Brendan Rodgers. „Hann er einstaklega öflugur og áhrifamikill leikmaður. Á stundum hefur hann borið liðið á öxlunum og hann hefur sýnt hæfileika inn á vellinum sem hafa réttilega skilað honum í hóp besti leikmanna heims í meira en áratug," sagði Rodgers. „Sem leiðtogi og manneskja er hann sér á báti meðal þeirra sem ég hef unnið með. Hann fór með fagmennskuna upp í nýjar hæðir og hollusta hans til knattspyrnunnar ætti að vera fyrirmynd fyrir alla í fótboltaheiminum," sagði Rodgers. „Hann er líka maður sem hefur alltaf sett félagið og liðið í fyrsta sætið en sig sjálfan í annað sætið. Það mun á endanum örugglega verða hans arfleifð," sagði Rodgers. „Fólk sem er í betri stöðu en ég hafa sagt að Steven sé besti leikmaðurinn í sögu Liverpool. Þegar við skoðum hvaða leikmenn koma til greina þá er það engin smá yfirlýsing," sagði Rodgers. „Við munum auðvitað sakna hans, bæði inn á vellinum og hvernig fyrirliði hann er. Hans áhrif munu samt lifa áfram og við óskum honum ánægju og velgengni á nýjum stað. Þangað til mun ég njóta þess að vinna með manninum Steven Gerrard og leikmanninum Steven Gerrard sem er einn sá besti sem ég hef séð," sagði Rodgers.Brendan Rodgers og Steven Gerrard.Vísir/Getty
Enski boltinn Tengdar fréttir Gerrard sagður á leið til Bandaríkjanna Steven Gerrard mun vera í viðræðum við LA Galaxy og NY City. 1. janúar 2015 22:59 Liverpool staðfestir brotthvarf Gerrard Gerrard segir að þetta hafi verið ein erfiðasta ákvörðun sem hann hafi tekið. 2. janúar 2015 09:06 McDermott: Gerrard er besti leikmaðurinn í sögu Liverpool Steven Gerrard tilkynnti í morgun að hann ætli ekki að gera nýjan samning við Liverpool en þessi 34 ára fyrirliði Liverpool yfirgefur félagið sem hann hefur verið hjá síðan að hann var átta ára. 2. janúar 2015 09:30 Von á tilkynningu Gerrard í dag Jamie Carragher segir það rétt skref hjá fyrirliða Liverpool að yfirgefa félagið. 2. janúar 2015 08:28 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjá meira
Gerrard sagður á leið til Bandaríkjanna Steven Gerrard mun vera í viðræðum við LA Galaxy og NY City. 1. janúar 2015 22:59
Liverpool staðfestir brotthvarf Gerrard Gerrard segir að þetta hafi verið ein erfiðasta ákvörðun sem hann hafi tekið. 2. janúar 2015 09:06
McDermott: Gerrard er besti leikmaðurinn í sögu Liverpool Steven Gerrard tilkynnti í morgun að hann ætli ekki að gera nýjan samning við Liverpool en þessi 34 ára fyrirliði Liverpool yfirgefur félagið sem hann hefur verið hjá síðan að hann var átta ára. 2. janúar 2015 09:30
Von á tilkynningu Gerrard í dag Jamie Carragher segir það rétt skref hjá fyrirliða Liverpool að yfirgefa félagið. 2. janúar 2015 08:28