Enski boltinn

Hættir að flytja fréttir af Leeds til að hjálpa félaginu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stuðningsmenn Leeds hafa þurft að þola ýmislegt undanfarin ár.
Stuðningsmenn Leeds hafa þurft að þola ýmislegt undanfarin ár. Vísir/Getty
Magnus Sveen, fréttamaður TV 2 í Noregi, hefur ákveðið að hætta að flytja fréttir af gengi Leeds United í Englandi í þeirri von að það komi félaginu til góðs.

Sveen segir í sinni síðustu frétt, sem má sjá með enskum texta hér, að hjátrú hafi ávallt verið stór hluti í lífi knattspyrnuáhugamanna. Hann hafi til dæmis gleymt Leeds-treyjunni sinni þegar hann sá Tony Yaboah skora stórkostlegt mark fyrir Leeds gegn Wimbledon árið 1995. Síðan þá hafi hann aldrei klæðst Leeds-treyju á leikjum liðsins.

Sveen byrjaði að flytja fréttir af Leeds á TV 2 árið 2001 en þá var félagið í ensku úrvalsdeildinni og spilað í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. En stuttu síðar kom hrunið og félagið hefur verið í miklu basli síðan þá.

Hann hafi því ákveðið að hætta störfum sínum á sjónvarpstöðinni í þeirri von að „bölvun“ félagsins verði aflétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×