Telur að verkföll SGS muni ýta við atvinnurekendum Heimir Már Pétursson skrifar 17. mars 2015 19:00 Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir sextán félaga í Starfsgreinasambandinu hefst á mánudaginn og ef þær verða samþykktar gætu verkföll hafist tíunda apríl. Sambandið heldur fast við kröfuna um 300 þúsund króna lágmarkslaun. Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði orðin 300 þúsund krónur á mánuði eftir þriggja ára samningstímabil en þau eru nú 201 þúsund. Samninganefnd Starfsgreinasambandsins kynnti tillögu sína um verkfallsaðgerðir á fréttamannafundi í Alþýðuhúsinu á Akureyri í dag, en atkvæðagreiðsla um þær hefst á mánudag og stendur yfir í viku. „Og svo þurfum við að boða til aðgerða með sjö sólarhringa fyrirvara. Við gerum ráð fyrir að fyrsta verkfallið verði 10. apríl frá hádegi fram á miðnætti,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Greidd verða atkvæði um blandaðar aðgerðir. Eftir fyrsta verkfallsdaginn verður 16 félögum Starfsgreinasambandsins skipt upp í fjóra hópa sem skiptast á að leggja niður vinnu í einn sólarhring. „12. maí byrjar síðan allsherjarverkfall þessara sextán félaga dag og dag. En 26. maí verður allsherjarverkfall, verði ekki búið að semja fyrir þann tíma,“ segir Björn. Rúmlega tíu þúsund manns eru í félögunum sextán sem greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir. Formaður Starfsgreinasambandsins er sannfærður um að verkfallsaðgerðirnar verði samþykktar og að tillögur Samtaka atvinnulífsins frá í dag um breyttar aðferðir við samninga breyti þar engu. Aðgerðirnar muni örugglega ýta við atvinnurekendum. „Þá sjá þeir það að fólk er að meina það sem það lagði fram, þeirra kröfur. Og ég hef trú á því að þeir muni þá setjast að samningaborði með kannski meiri vilja en þeir hafa sýnt. Þannig að ég á von á því að þessar aðgerðir opni augu manna,“ segir Björn Snæbjörnsson. Tengdar fréttir Kröfugerð SGS sögð vera úr öllu samhengi Starfsgreinasamband Íslands (SGS) kynnti Samtökum atvinnulífsins (SA) kröfugerð sína vegna kjarasamninga í gær. SA segja kröfugerðina fráleita og úr öllu samhengi. SGS vill að lægstu laun í landinu hækki í 300 þúsund krónur á mánuði. 27. janúar 2015 07:00 "Sanngjörn krafa fyrir þá sem lægst hafa launin“ Verkföll hjá félagsmönnum Starfsgreinasambandsins gætu hafist strax eftir páska. 11. mars 2015 11:06 Ekki spurning hvort heldur hvenær verkföll skella á Formaður starfsgreinasambandsins segir spurninguna ekki vera hvort heldur hvenær verkföll skelli á í vetur. Mikil reiði sé meðal félagsmanna sambandsins en lokahönd verður lögð á kröfugerð þess á morgun um tugi þúsunda króna hækkun lágmarkslauna. 21. janúar 2015 20:01 Verkföll framundan hjá Starfsgreinasambandinu Síðdegis í dag slitnaði upp úr samningaviðræðum Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins eftir klukkustundarfund í húsakynnum ríkissáttasemjara. 10. mars 2015 17:23 Starfsgreinasambandið vísar kjaradeilu til sáttasemjara Samtök atvinnulífsins segja kröfur sambandsins ekki vera grundvöll til samninga. 29. janúar 2015 14:39 SA vilja umbylta launakerfi í landinu SA leggja til hækkun daglauna en greiðslur fyrir yfirvinnu verði lækkaðar. 17. mars 2015 13:29 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir sextán félaga í Starfsgreinasambandinu hefst á mánudaginn og ef þær verða samþykktar gætu verkföll hafist tíunda apríl. Sambandið heldur fast við kröfuna um 300 þúsund króna lágmarkslaun. Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði orðin 300 þúsund krónur á mánuði eftir þriggja ára samningstímabil en þau eru nú 201 þúsund. Samninganefnd Starfsgreinasambandsins kynnti tillögu sína um verkfallsaðgerðir á fréttamannafundi í Alþýðuhúsinu á Akureyri í dag, en atkvæðagreiðsla um þær hefst á mánudag og stendur yfir í viku. „Og svo þurfum við að boða til aðgerða með sjö sólarhringa fyrirvara. Við gerum ráð fyrir að fyrsta verkfallið verði 10. apríl frá hádegi fram á miðnætti,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Greidd verða atkvæði um blandaðar aðgerðir. Eftir fyrsta verkfallsdaginn verður 16 félögum Starfsgreinasambandsins skipt upp í fjóra hópa sem skiptast á að leggja niður vinnu í einn sólarhring. „12. maí byrjar síðan allsherjarverkfall þessara sextán félaga dag og dag. En 26. maí verður allsherjarverkfall, verði ekki búið að semja fyrir þann tíma,“ segir Björn. Rúmlega tíu þúsund manns eru í félögunum sextán sem greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir. Formaður Starfsgreinasambandsins er sannfærður um að verkfallsaðgerðirnar verði samþykktar og að tillögur Samtaka atvinnulífsins frá í dag um breyttar aðferðir við samninga breyti þar engu. Aðgerðirnar muni örugglega ýta við atvinnurekendum. „Þá sjá þeir það að fólk er að meina það sem það lagði fram, þeirra kröfur. Og ég hef trú á því að þeir muni þá setjast að samningaborði með kannski meiri vilja en þeir hafa sýnt. Þannig að ég á von á því að þessar aðgerðir opni augu manna,“ segir Björn Snæbjörnsson.
Tengdar fréttir Kröfugerð SGS sögð vera úr öllu samhengi Starfsgreinasamband Íslands (SGS) kynnti Samtökum atvinnulífsins (SA) kröfugerð sína vegna kjarasamninga í gær. SA segja kröfugerðina fráleita og úr öllu samhengi. SGS vill að lægstu laun í landinu hækki í 300 þúsund krónur á mánuði. 27. janúar 2015 07:00 "Sanngjörn krafa fyrir þá sem lægst hafa launin“ Verkföll hjá félagsmönnum Starfsgreinasambandsins gætu hafist strax eftir páska. 11. mars 2015 11:06 Ekki spurning hvort heldur hvenær verkföll skella á Formaður starfsgreinasambandsins segir spurninguna ekki vera hvort heldur hvenær verkföll skelli á í vetur. Mikil reiði sé meðal félagsmanna sambandsins en lokahönd verður lögð á kröfugerð þess á morgun um tugi þúsunda króna hækkun lágmarkslauna. 21. janúar 2015 20:01 Verkföll framundan hjá Starfsgreinasambandinu Síðdegis í dag slitnaði upp úr samningaviðræðum Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins eftir klukkustundarfund í húsakynnum ríkissáttasemjara. 10. mars 2015 17:23 Starfsgreinasambandið vísar kjaradeilu til sáttasemjara Samtök atvinnulífsins segja kröfur sambandsins ekki vera grundvöll til samninga. 29. janúar 2015 14:39 SA vilja umbylta launakerfi í landinu SA leggja til hækkun daglauna en greiðslur fyrir yfirvinnu verði lækkaðar. 17. mars 2015 13:29 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Kröfugerð SGS sögð vera úr öllu samhengi Starfsgreinasamband Íslands (SGS) kynnti Samtökum atvinnulífsins (SA) kröfugerð sína vegna kjarasamninga í gær. SA segja kröfugerðina fráleita og úr öllu samhengi. SGS vill að lægstu laun í landinu hækki í 300 þúsund krónur á mánuði. 27. janúar 2015 07:00
"Sanngjörn krafa fyrir þá sem lægst hafa launin“ Verkföll hjá félagsmönnum Starfsgreinasambandsins gætu hafist strax eftir páska. 11. mars 2015 11:06
Ekki spurning hvort heldur hvenær verkföll skella á Formaður starfsgreinasambandsins segir spurninguna ekki vera hvort heldur hvenær verkföll skelli á í vetur. Mikil reiði sé meðal félagsmanna sambandsins en lokahönd verður lögð á kröfugerð þess á morgun um tugi þúsunda króna hækkun lágmarkslauna. 21. janúar 2015 20:01
Verkföll framundan hjá Starfsgreinasambandinu Síðdegis í dag slitnaði upp úr samningaviðræðum Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins eftir klukkustundarfund í húsakynnum ríkissáttasemjara. 10. mars 2015 17:23
Starfsgreinasambandið vísar kjaradeilu til sáttasemjara Samtök atvinnulífsins segja kröfur sambandsins ekki vera grundvöll til samninga. 29. janúar 2015 14:39
SA vilja umbylta launakerfi í landinu SA leggja til hækkun daglauna en greiðslur fyrir yfirvinnu verði lækkaðar. 17. mars 2015 13:29
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent