Torfbæirnir íslensku eru merkur byggingararfur Kristján Már Unnarsson skrifar 17. mars 2015 20:45 Torfbærinn sem þróaðist á Íslandi er séríslenskt fyrirbæri og í raun eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar, að mati Hannesar Lárussonar myndlistarmanns, sem opnað hefur menningarsetur helgað torfbænum skammt utan við Selfoss. „Íslenski bærinn“ heitir setrið að Austur-Meðalholtum í Flóa en gamli torbærinn þar er stofninn. Þetta er þó hvorki hefðbundið byggðasafn né húsasafn en í nýjum sýningarskála er þessum byggingararfi Íslendinga gerð sérstök skil, og þar hefur Hannes sett torfbæinn á stall sem eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar. Þar má sjá á fimmta hundrað gamalla ljósmynda af torfbæjum, sem nánast allir eru horfnir. „Þetta er séríslenskt fyrirbæri. Þetta þróast hér við tilteknar aðstæður og svona hús eru hvorki til í Noregi, Írlandi eða Skotlandi,“ segir Hannes. Samanburður við staðbundinn byggingararf annarra þjóða sýnir að það voru helst Norðmenn sem byggðu álíka hús. Þeir byggðu hús með hlöðnum grjótveggjum og torfþökum. Elsta mynd sem vitað er um af torfbæ á Íslandi er frá árinu 1858, úr Haukadal í Dýrafirði, sem franskur ljósmyndari tók. Staðurinn er auðþekkjanlegur á fjöllunum sem sjást á myndinni og gnæfa yfir dalnum. Annað gildir um sumar ljósmyndanna sem teknar voru þar sem færri kennileiti sjást, til dæmis á Suðurlandi. Þannig hefur ekki tekist að staðsetja myndina sem sést hér að neðan, sem Hannes telur annaðhvort frá Suður- eða Vesturlandi.Hvar stóð þessi torfbær? Ekki hefur tekist að staðsetja myndina, þótt bæjarstæðið sé tignarlegt uppi á háum árbakka.Fjallað var um íslenska torfbæjararfinn í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld. Flóahreppur Um land allt Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Torfbærinn sem þróaðist á Íslandi er séríslenskt fyrirbæri og í raun eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar, að mati Hannesar Lárussonar myndlistarmanns, sem opnað hefur menningarsetur helgað torfbænum skammt utan við Selfoss. „Íslenski bærinn“ heitir setrið að Austur-Meðalholtum í Flóa en gamli torbærinn þar er stofninn. Þetta er þó hvorki hefðbundið byggðasafn né húsasafn en í nýjum sýningarskála er þessum byggingararfi Íslendinga gerð sérstök skil, og þar hefur Hannes sett torfbæinn á stall sem eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar. Þar má sjá á fimmta hundrað gamalla ljósmynda af torfbæjum, sem nánast allir eru horfnir. „Þetta er séríslenskt fyrirbæri. Þetta þróast hér við tilteknar aðstæður og svona hús eru hvorki til í Noregi, Írlandi eða Skotlandi,“ segir Hannes. Samanburður við staðbundinn byggingararf annarra þjóða sýnir að það voru helst Norðmenn sem byggðu álíka hús. Þeir byggðu hús með hlöðnum grjótveggjum og torfþökum. Elsta mynd sem vitað er um af torfbæ á Íslandi er frá árinu 1858, úr Haukadal í Dýrafirði, sem franskur ljósmyndari tók. Staðurinn er auðþekkjanlegur á fjöllunum sem sjást á myndinni og gnæfa yfir dalnum. Annað gildir um sumar ljósmyndanna sem teknar voru þar sem færri kennileiti sjást, til dæmis á Suðurlandi. Þannig hefur ekki tekist að staðsetja myndina sem sést hér að neðan, sem Hannes telur annaðhvort frá Suður- eða Vesturlandi.Hvar stóð þessi torfbær? Ekki hefur tekist að staðsetja myndina, þótt bæjarstæðið sé tignarlegt uppi á háum árbakka.Fjallað var um íslenska torfbæjararfinn í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld.
Flóahreppur Um land allt Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira