Stjórnarandstaðan segir aðildarumsókn enn í fullu gildi Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 17. mars 2015 19:48 Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra. Vísir/GVA Stjórnarandstaðan ætlar að leggja fram þingsályktunartillögu á næstu dögum um að gengið verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræðurnar við ESB. Enn eru uppi efasemdir um hvaða þýðingu bréf utanríkisráðherra til ESB hefur fyrir stöðu Íslands sem umsóknaríkis. Stjórnarandstaðan og stjórnarliðar deila um þýðingu bréfsins í gríð og erg. Gunnar Bragi Sveinsson sagði á fundi utanríkismálanefndar í morgun að umsóknin að ESB hefði verið afturkölluð. Össur Skarphéðinsson taldi hinsvegar eftir fundinn að umsóknin væri í fullu gildi enda hefði ráðherrann ekki getað fært gild rök fyrir öðru . „Mín niðurstaða er að þrátt fyrir bréfið er ekkert sem kemur í veg fyrir það, ef ný ríkisstjórn vill halda áfram aðildarviðræðum. Ísland er ennþá, eins og sakir standa að minnsta kosti í ferli aðildarumsóknar,“ sagði Össur. Leynimakk við ESB Össur Skarphéðinsson segir alveg ljóst af fundinum með ráðherra í morgun að það hafi verið haft samráð við ESB áður en bréfið var skrifað líkt og forsætisráðherra hefur greint frá. Hann segir að það virðist þó hafa verið skuldbindingalaust af hálfu ESB. „Svo getum við velt fyrir okkur siðferðinu sem felst í því, að vera í einhverskonar makki við erlenda embættismenn um hvernig eigi að sniðganga þingið og þjóðina,“ segir Össur. Þingræðinu kippt úr sambandi Birgir Ármannsson formaður utanríkismálanefndar segir að þótt ekki sé um að ræða formlega afturköllun á bréfinu sem sent var með aðildarumsókninni sé málið stopp og því verði ekki haldið áfram nema hér verði veruleg pólitísk umskipti. Hann segist ekki telja að ráðherrann hafi haft skyldu til að hafa samráð við utanríkisnefnd eins og málið sé vaxið. Minnihluti utanríkismálanefndar var harðorður eftir fund utanríkisráðherra með utanríkismálanefnd í morgun. Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata segir að það sé búið að kippa þingræðinu úr sambandi. Almenningur verði að gera sér grein fyrir alvarleika málsins. Katrín Jakobsdóttir þingmaður VG segir stærstu tíðindin af fundinum felast í gríðarlegum ágreiningi um gildi þingsályktanna. Tengdar fréttir Gunnar Bragi: „Skylda ríkisstjórnarinnar að fylgja eftir stefnumálum sem meirihlutinn kaus“ Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti í dag munnlega skýrslu á bréfi sínu til Evrópusambandsins um slit á aðildarviðræðum. 17. mars 2015 15:39 Gunnar Bragi á fundi utanríkismálanefndar: „Við erum búin að núllstilla ferlið“ Utanríkisráðherra lýsti því yfir á fundi utanríkismálanefndar í morgun að aðildarviðræðum við ESB væri formlega lokið. 17. mars 2015 10:48 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Sjá meira
Stjórnarandstaðan ætlar að leggja fram þingsályktunartillögu á næstu dögum um að gengið verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræðurnar við ESB. Enn eru uppi efasemdir um hvaða þýðingu bréf utanríkisráðherra til ESB hefur fyrir stöðu Íslands sem umsóknaríkis. Stjórnarandstaðan og stjórnarliðar deila um þýðingu bréfsins í gríð og erg. Gunnar Bragi Sveinsson sagði á fundi utanríkismálanefndar í morgun að umsóknin að ESB hefði verið afturkölluð. Össur Skarphéðinsson taldi hinsvegar eftir fundinn að umsóknin væri í fullu gildi enda hefði ráðherrann ekki getað fært gild rök fyrir öðru . „Mín niðurstaða er að þrátt fyrir bréfið er ekkert sem kemur í veg fyrir það, ef ný ríkisstjórn vill halda áfram aðildarviðræðum. Ísland er ennþá, eins og sakir standa að minnsta kosti í ferli aðildarumsóknar,“ sagði Össur. Leynimakk við ESB Össur Skarphéðinsson segir alveg ljóst af fundinum með ráðherra í morgun að það hafi verið haft samráð við ESB áður en bréfið var skrifað líkt og forsætisráðherra hefur greint frá. Hann segir að það virðist þó hafa verið skuldbindingalaust af hálfu ESB. „Svo getum við velt fyrir okkur siðferðinu sem felst í því, að vera í einhverskonar makki við erlenda embættismenn um hvernig eigi að sniðganga þingið og þjóðina,“ segir Össur. Þingræðinu kippt úr sambandi Birgir Ármannsson formaður utanríkismálanefndar segir að þótt ekki sé um að ræða formlega afturköllun á bréfinu sem sent var með aðildarumsókninni sé málið stopp og því verði ekki haldið áfram nema hér verði veruleg pólitísk umskipti. Hann segist ekki telja að ráðherrann hafi haft skyldu til að hafa samráð við utanríkisnefnd eins og málið sé vaxið. Minnihluti utanríkismálanefndar var harðorður eftir fund utanríkisráðherra með utanríkismálanefnd í morgun. Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata segir að það sé búið að kippa þingræðinu úr sambandi. Almenningur verði að gera sér grein fyrir alvarleika málsins. Katrín Jakobsdóttir þingmaður VG segir stærstu tíðindin af fundinum felast í gríðarlegum ágreiningi um gildi þingsályktanna.
Tengdar fréttir Gunnar Bragi: „Skylda ríkisstjórnarinnar að fylgja eftir stefnumálum sem meirihlutinn kaus“ Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti í dag munnlega skýrslu á bréfi sínu til Evrópusambandsins um slit á aðildarviðræðum. 17. mars 2015 15:39 Gunnar Bragi á fundi utanríkismálanefndar: „Við erum búin að núllstilla ferlið“ Utanríkisráðherra lýsti því yfir á fundi utanríkismálanefndar í morgun að aðildarviðræðum við ESB væri formlega lokið. 17. mars 2015 10:48 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Sjá meira
Gunnar Bragi: „Skylda ríkisstjórnarinnar að fylgja eftir stefnumálum sem meirihlutinn kaus“ Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti í dag munnlega skýrslu á bréfi sínu til Evrópusambandsins um slit á aðildarviðræðum. 17. mars 2015 15:39
Gunnar Bragi á fundi utanríkismálanefndar: „Við erum búin að núllstilla ferlið“ Utanríkisráðherra lýsti því yfir á fundi utanríkismálanefndar í morgun að aðildarviðræðum við ESB væri formlega lokið. 17. mars 2015 10:48