Stjórnarandstaðan segir aðildarumsókn enn í fullu gildi Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 17. mars 2015 19:48 Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra. Vísir/GVA Stjórnarandstaðan ætlar að leggja fram þingsályktunartillögu á næstu dögum um að gengið verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræðurnar við ESB. Enn eru uppi efasemdir um hvaða þýðingu bréf utanríkisráðherra til ESB hefur fyrir stöðu Íslands sem umsóknaríkis. Stjórnarandstaðan og stjórnarliðar deila um þýðingu bréfsins í gríð og erg. Gunnar Bragi Sveinsson sagði á fundi utanríkismálanefndar í morgun að umsóknin að ESB hefði verið afturkölluð. Össur Skarphéðinsson taldi hinsvegar eftir fundinn að umsóknin væri í fullu gildi enda hefði ráðherrann ekki getað fært gild rök fyrir öðru . „Mín niðurstaða er að þrátt fyrir bréfið er ekkert sem kemur í veg fyrir það, ef ný ríkisstjórn vill halda áfram aðildarviðræðum. Ísland er ennþá, eins og sakir standa að minnsta kosti í ferli aðildarumsóknar,“ sagði Össur. Leynimakk við ESB Össur Skarphéðinsson segir alveg ljóst af fundinum með ráðherra í morgun að það hafi verið haft samráð við ESB áður en bréfið var skrifað líkt og forsætisráðherra hefur greint frá. Hann segir að það virðist þó hafa verið skuldbindingalaust af hálfu ESB. „Svo getum við velt fyrir okkur siðferðinu sem felst í því, að vera í einhverskonar makki við erlenda embættismenn um hvernig eigi að sniðganga þingið og þjóðina,“ segir Össur. Þingræðinu kippt úr sambandi Birgir Ármannsson formaður utanríkismálanefndar segir að þótt ekki sé um að ræða formlega afturköllun á bréfinu sem sent var með aðildarumsókninni sé málið stopp og því verði ekki haldið áfram nema hér verði veruleg pólitísk umskipti. Hann segist ekki telja að ráðherrann hafi haft skyldu til að hafa samráð við utanríkisnefnd eins og málið sé vaxið. Minnihluti utanríkismálanefndar var harðorður eftir fund utanríkisráðherra með utanríkismálanefnd í morgun. Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata segir að það sé búið að kippa þingræðinu úr sambandi. Almenningur verði að gera sér grein fyrir alvarleika málsins. Katrín Jakobsdóttir þingmaður VG segir stærstu tíðindin af fundinum felast í gríðarlegum ágreiningi um gildi þingsályktanna. Tengdar fréttir Gunnar Bragi: „Skylda ríkisstjórnarinnar að fylgja eftir stefnumálum sem meirihlutinn kaus“ Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti í dag munnlega skýrslu á bréfi sínu til Evrópusambandsins um slit á aðildarviðræðum. 17. mars 2015 15:39 Gunnar Bragi á fundi utanríkismálanefndar: „Við erum búin að núllstilla ferlið“ Utanríkisráðherra lýsti því yfir á fundi utanríkismálanefndar í morgun að aðildarviðræðum við ESB væri formlega lokið. 17. mars 2015 10:48 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Stjórnarandstaðan ætlar að leggja fram þingsályktunartillögu á næstu dögum um að gengið verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræðurnar við ESB. Enn eru uppi efasemdir um hvaða þýðingu bréf utanríkisráðherra til ESB hefur fyrir stöðu Íslands sem umsóknaríkis. Stjórnarandstaðan og stjórnarliðar deila um þýðingu bréfsins í gríð og erg. Gunnar Bragi Sveinsson sagði á fundi utanríkismálanefndar í morgun að umsóknin að ESB hefði verið afturkölluð. Össur Skarphéðinsson taldi hinsvegar eftir fundinn að umsóknin væri í fullu gildi enda hefði ráðherrann ekki getað fært gild rök fyrir öðru . „Mín niðurstaða er að þrátt fyrir bréfið er ekkert sem kemur í veg fyrir það, ef ný ríkisstjórn vill halda áfram aðildarviðræðum. Ísland er ennþá, eins og sakir standa að minnsta kosti í ferli aðildarumsóknar,“ sagði Össur. Leynimakk við ESB Össur Skarphéðinsson segir alveg ljóst af fundinum með ráðherra í morgun að það hafi verið haft samráð við ESB áður en bréfið var skrifað líkt og forsætisráðherra hefur greint frá. Hann segir að það virðist þó hafa verið skuldbindingalaust af hálfu ESB. „Svo getum við velt fyrir okkur siðferðinu sem felst í því, að vera í einhverskonar makki við erlenda embættismenn um hvernig eigi að sniðganga þingið og þjóðina,“ segir Össur. Þingræðinu kippt úr sambandi Birgir Ármannsson formaður utanríkismálanefndar segir að þótt ekki sé um að ræða formlega afturköllun á bréfinu sem sent var með aðildarumsókninni sé málið stopp og því verði ekki haldið áfram nema hér verði veruleg pólitísk umskipti. Hann segist ekki telja að ráðherrann hafi haft skyldu til að hafa samráð við utanríkisnefnd eins og málið sé vaxið. Minnihluti utanríkismálanefndar var harðorður eftir fund utanríkisráðherra með utanríkismálanefnd í morgun. Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata segir að það sé búið að kippa þingræðinu úr sambandi. Almenningur verði að gera sér grein fyrir alvarleika málsins. Katrín Jakobsdóttir þingmaður VG segir stærstu tíðindin af fundinum felast í gríðarlegum ágreiningi um gildi þingsályktanna.
Tengdar fréttir Gunnar Bragi: „Skylda ríkisstjórnarinnar að fylgja eftir stefnumálum sem meirihlutinn kaus“ Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti í dag munnlega skýrslu á bréfi sínu til Evrópusambandsins um slit á aðildarviðræðum. 17. mars 2015 15:39 Gunnar Bragi á fundi utanríkismálanefndar: „Við erum búin að núllstilla ferlið“ Utanríkisráðherra lýsti því yfir á fundi utanríkismálanefndar í morgun að aðildarviðræðum við ESB væri formlega lokið. 17. mars 2015 10:48 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Gunnar Bragi: „Skylda ríkisstjórnarinnar að fylgja eftir stefnumálum sem meirihlutinn kaus“ Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti í dag munnlega skýrslu á bréfi sínu til Evrópusambandsins um slit á aðildarviðræðum. 17. mars 2015 15:39
Gunnar Bragi á fundi utanríkismálanefndar: „Við erum búin að núllstilla ferlið“ Utanríkisráðherra lýsti því yfir á fundi utanríkismálanefndar í morgun að aðildarviðræðum við ESB væri formlega lokið. 17. mars 2015 10:48