Baltasar leggur Siglufjörð undir sig Jakob Bjarnar skrifar 24. janúar 2015 11:30 Handritshöfundurinn Sigurjón Kjartansson segir að Siglfirðingar hafi tekið kvikmyndagenginu afskaplega vel. Mynd/atli geir grétarsson Kvikmyndagerðarmenn, undir forystu Baltasars Kormáks leikstjóra og Sigurjóns Kjartanssonar sem nú er titlaður „show runner“, hafa lagt undir sig Siglufjörð. Á þeirra vegum er nú staddur í bænum hátt í 70 manna hópur kvikmyndagerðarmanna og leikara og setur svip sinn á bæjarbraginn. Enda stendur mikið til. Tökur á umfangsmestu sjónvarpsþáttaseríu sem gerð hefur verið á Íslandi hefjast á mánudaginn. Fjórir leikstjórar koma að verkinu. „Við erum hér út um allt en höfum ekki orðið vör við annað en afskaplega hlýlegar móttökur,“ segir Sigurjón sem er að vonum spenntur að sjá þetta verkefni verða að veruleika en það hefur verið í undirbúningi í um þrjú ár. Til stendur að taka upp efni sem á að duga í tíu klukkutíma þætti, sem er á við fimm bíómyndir. Sjónvarpsþáttagerð hefur færst mjög í aukana um heim allan og þá hefur orðið til þetta hlutverk sem heitir „show runner“, sem felst í því að hafa yfirumsjón með verkinu, að allt hangi saman og að samræmis sé gætt en fjórir leikstjórar koma að verkinu: Baltasar, Baldvin Zophoníasson (Vonarstræti), Óskar Þór Axelsson (Svartur á leik) og Börkur Sigþórsson sem helst hefur gert garðinn frægan í auglýsingagerð. „Já, ég á að vera maðurinn með svörin. Ég er spenntur að sjá þetta allt verða að veruleika. Handrit er eftir fjóra, ég byrjaði á því að vinna þetta með Ólafi Egilssyni og Jóhanni Ævari Grímssyni, byrjuðum 2012 og síðan tók ég þetta lengra með breskum handritshöfundi sem heitir Clive Bradley,“ segir Sigurjón.Sýna á þættina um heim allan En, það er svo Baltasar Kormákur sem á frumhugmyndina að verkefninu og segir Sigurjón það hafa verið afskaplega ánægjulegt að vinna þetta áfram með honum. RVK-stúdíós og Baltasar Kormákur eru aðalframleiðendur. Til stendur að sýna þættina um heim allan. „Já, það er svona í burðarliðnum. Við erum að gera þetta í samvinnu við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF, sem er sú stærsta sinnar tegundar í Þýskalandi. Og einnig eru skandinavískar ríkisstöðvar í samvinnu með okkur. Frakkar jafnframt, France2, en þetta verður hljóðsett bæði á þýsku og frönsku.“ Aðalleikari er Ólafur Darri, en aðrir leikarar í þessari seríu sem nú er að fara í tökur eru svo Ilmur Kristjánsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson. „Þetta er stórskotalið landsins. Síðan má nefna menn eins og Jóhann Sigurðarson og Pálma Gestsson, Þorstein Bachmann,“ segir Sigurjón. Verkið er frumsamið: „Þetta er: Glæpur er framinn og hver sá seki? Það er grynnsta skýring á verkinu. En, það er ýmislegt fleira sem fléttast þarna inn í. Og við vörpum fram stórum pólitískum og samfélagslegum spurningum,“ segir Sigurjón Kjartansson. Tengdar fréttir Ófærð fær 75 milljónir króna frá ESB Langstærsti styrkur frá upphafi þátttöku Íslendinga í MEDIA kvikmyndaáætlun ESB. 16. júní 2015 13:20 Fyrsta stiklan úr Ófærð Óhugnalegir atburðir eiga sér stað í þáttum Baltasars Kormáks, Ófærð. 5. maí 2015 16:48 Dýrasta sería Íslandssögunnar Ófærð fer í tökur á Íslandi í haust. 14. apríl 2014 08:00 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Kvikmyndagerðarmenn, undir forystu Baltasars Kormáks leikstjóra og Sigurjóns Kjartanssonar sem nú er titlaður „show runner“, hafa lagt undir sig Siglufjörð. Á þeirra vegum er nú staddur í bænum hátt í 70 manna hópur kvikmyndagerðarmanna og leikara og setur svip sinn á bæjarbraginn. Enda stendur mikið til. Tökur á umfangsmestu sjónvarpsþáttaseríu sem gerð hefur verið á Íslandi hefjast á mánudaginn. Fjórir leikstjórar koma að verkinu. „Við erum hér út um allt en höfum ekki orðið vör við annað en afskaplega hlýlegar móttökur,“ segir Sigurjón sem er að vonum spenntur að sjá þetta verkefni verða að veruleika en það hefur verið í undirbúningi í um þrjú ár. Til stendur að taka upp efni sem á að duga í tíu klukkutíma þætti, sem er á við fimm bíómyndir. Sjónvarpsþáttagerð hefur færst mjög í aukana um heim allan og þá hefur orðið til þetta hlutverk sem heitir „show runner“, sem felst í því að hafa yfirumsjón með verkinu, að allt hangi saman og að samræmis sé gætt en fjórir leikstjórar koma að verkinu: Baltasar, Baldvin Zophoníasson (Vonarstræti), Óskar Þór Axelsson (Svartur á leik) og Börkur Sigþórsson sem helst hefur gert garðinn frægan í auglýsingagerð. „Já, ég á að vera maðurinn með svörin. Ég er spenntur að sjá þetta allt verða að veruleika. Handrit er eftir fjóra, ég byrjaði á því að vinna þetta með Ólafi Egilssyni og Jóhanni Ævari Grímssyni, byrjuðum 2012 og síðan tók ég þetta lengra með breskum handritshöfundi sem heitir Clive Bradley,“ segir Sigurjón.Sýna á þættina um heim allan En, það er svo Baltasar Kormákur sem á frumhugmyndina að verkefninu og segir Sigurjón það hafa verið afskaplega ánægjulegt að vinna þetta áfram með honum. RVK-stúdíós og Baltasar Kormákur eru aðalframleiðendur. Til stendur að sýna þættina um heim allan. „Já, það er svona í burðarliðnum. Við erum að gera þetta í samvinnu við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF, sem er sú stærsta sinnar tegundar í Þýskalandi. Og einnig eru skandinavískar ríkisstöðvar í samvinnu með okkur. Frakkar jafnframt, France2, en þetta verður hljóðsett bæði á þýsku og frönsku.“ Aðalleikari er Ólafur Darri, en aðrir leikarar í þessari seríu sem nú er að fara í tökur eru svo Ilmur Kristjánsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson. „Þetta er stórskotalið landsins. Síðan má nefna menn eins og Jóhann Sigurðarson og Pálma Gestsson, Þorstein Bachmann,“ segir Sigurjón. Verkið er frumsamið: „Þetta er: Glæpur er framinn og hver sá seki? Það er grynnsta skýring á verkinu. En, það er ýmislegt fleira sem fléttast þarna inn í. Og við vörpum fram stórum pólitískum og samfélagslegum spurningum,“ segir Sigurjón Kjartansson.
Tengdar fréttir Ófærð fær 75 milljónir króna frá ESB Langstærsti styrkur frá upphafi þátttöku Íslendinga í MEDIA kvikmyndaáætlun ESB. 16. júní 2015 13:20 Fyrsta stiklan úr Ófærð Óhugnalegir atburðir eiga sér stað í þáttum Baltasars Kormáks, Ófærð. 5. maí 2015 16:48 Dýrasta sería Íslandssögunnar Ófærð fer í tökur á Íslandi í haust. 14. apríl 2014 08:00 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Ófærð fær 75 milljónir króna frá ESB Langstærsti styrkur frá upphafi þátttöku Íslendinga í MEDIA kvikmyndaáætlun ESB. 16. júní 2015 13:20
Fyrsta stiklan úr Ófærð Óhugnalegir atburðir eiga sér stað í þáttum Baltasars Kormáks, Ófærð. 5. maí 2015 16:48