Dýrasta sería Íslandssögunnar Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 14. apríl 2014 08:00 Sigurjón segir að Ófærð verði leikin á íslensku af íslensku leikurum. Vísir/Anton Brink „Íslenskar sjónvarpsseríur hingað til hafa kostað á bilinu 150 til tvö hundruð milljónir. Þessi sería verður sú allra dýrasta í íslenskri sjónvarpssögu en kostnaður nálgast nú milljarðinn. Þetta er tíu þátta sería og er hver þáttur klukkutími að lengd,“ segir Sigurjón Kjartansson, þróunarstjóri RVK Studios, framleiðslufyrirtækis Baltasars Kormáks. Hann skrifar handrit íslensku sjónvarpsþáttanna Ófærð, sem heita á ensku Trapped, ásamt leikaranum Ólafi Egilssyni, handritshöfundinum Jóhanni Ævari Grímssyni og breska handritshöfundinum Clive Bradley. Serían var kynnt á kaupráðstefnunni MIPTV í Cannes í Frakklandi fyrir stuttu, einni stærstu ráðstefnu fyrir kaupendur og seljendur sjónvarpsefnis í heiminum. Leikstjórn seríunnar verður í höndum Baltasars Kormáks, sem nú er í tökum á stórmyndinni Everest, en Daniel March og Klaus Zimmermann hjá dreifingarfyrirtækinu Dynamic Television meðframleiða seríuna. Þá sér Dynamic Television einnig um alþjóðlega dreifingu seríunnar. Stefna RVK Studios frá upphafi hefur verið að framleiða íslenskt sjónvarpsefni fyrir erlendan markað. „Við viljum sækja á stærri markað en við höfum verið að gera og þetta er fyrsta stóra verkefnið sem við komum á koppinn í sjónvarpi. Til að gera seríu sem getur keppt almennilega við aðrar skandinavískar seríur kostar það miklu meiri pening. Til að fá þann pening þurfum við að forselja seríuna úti,“ segir Sigurjón. Stefnt er á að tökur á Ófærð hefjist í haust og að serían verði sýnd á RÚV á næsta ári. Sigurjón segir enn óvíst hvar þættirnir verða teknir upp.Ófærð heitir Trapped á ensku.Ófærð er spennuþrungin sjónvarpsþáttasería ef marka má lýsingu á henni á heimasíðu Kvikmyndamiðstöðvar Íslands:Þegar útlima- og hauslaus búkur af manni finnst í flæðarmálinu á Seyðisfirði er bærinn að lokast frá umheiminum, landleiðina vegna snjóstorms og ferjan kemst ekki inn vegna hafís. Lögregla bæjarins með einstæða föðurinn Andra í fararbroddi hefur rannsóknina á meðan sérfræðingarnir að sunnan sitja fastir á Egilsstöðum. Ýmislegt fólk í bænum bæði íbúar og eins utanaðkomandi fara að tengjast málinu og vekja á sér grun Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Sjá meira
„Íslenskar sjónvarpsseríur hingað til hafa kostað á bilinu 150 til tvö hundruð milljónir. Þessi sería verður sú allra dýrasta í íslenskri sjónvarpssögu en kostnaður nálgast nú milljarðinn. Þetta er tíu þátta sería og er hver þáttur klukkutími að lengd,“ segir Sigurjón Kjartansson, þróunarstjóri RVK Studios, framleiðslufyrirtækis Baltasars Kormáks. Hann skrifar handrit íslensku sjónvarpsþáttanna Ófærð, sem heita á ensku Trapped, ásamt leikaranum Ólafi Egilssyni, handritshöfundinum Jóhanni Ævari Grímssyni og breska handritshöfundinum Clive Bradley. Serían var kynnt á kaupráðstefnunni MIPTV í Cannes í Frakklandi fyrir stuttu, einni stærstu ráðstefnu fyrir kaupendur og seljendur sjónvarpsefnis í heiminum. Leikstjórn seríunnar verður í höndum Baltasars Kormáks, sem nú er í tökum á stórmyndinni Everest, en Daniel March og Klaus Zimmermann hjá dreifingarfyrirtækinu Dynamic Television meðframleiða seríuna. Þá sér Dynamic Television einnig um alþjóðlega dreifingu seríunnar. Stefna RVK Studios frá upphafi hefur verið að framleiða íslenskt sjónvarpsefni fyrir erlendan markað. „Við viljum sækja á stærri markað en við höfum verið að gera og þetta er fyrsta stóra verkefnið sem við komum á koppinn í sjónvarpi. Til að gera seríu sem getur keppt almennilega við aðrar skandinavískar seríur kostar það miklu meiri pening. Til að fá þann pening þurfum við að forselja seríuna úti,“ segir Sigurjón. Stefnt er á að tökur á Ófærð hefjist í haust og að serían verði sýnd á RÚV á næsta ári. Sigurjón segir enn óvíst hvar þættirnir verða teknir upp.Ófærð heitir Trapped á ensku.Ófærð er spennuþrungin sjónvarpsþáttasería ef marka má lýsingu á henni á heimasíðu Kvikmyndamiðstöðvar Íslands:Þegar útlima- og hauslaus búkur af manni finnst í flæðarmálinu á Seyðisfirði er bærinn að lokast frá umheiminum, landleiðina vegna snjóstorms og ferjan kemst ekki inn vegna hafís. Lögregla bæjarins með einstæða föðurinn Andra í fararbroddi hefur rannsóknina á meðan sérfræðingarnir að sunnan sitja fastir á Egilsstöðum. Ýmislegt fólk í bænum bæði íbúar og eins utanaðkomandi fara að tengjast málinu og vekja á sér grun
Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein