Dýrasta sería Íslandssögunnar Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 14. apríl 2014 08:00 Sigurjón segir að Ófærð verði leikin á íslensku af íslensku leikurum. Vísir/Anton Brink „Íslenskar sjónvarpsseríur hingað til hafa kostað á bilinu 150 til tvö hundruð milljónir. Þessi sería verður sú allra dýrasta í íslenskri sjónvarpssögu en kostnaður nálgast nú milljarðinn. Þetta er tíu þátta sería og er hver þáttur klukkutími að lengd,“ segir Sigurjón Kjartansson, þróunarstjóri RVK Studios, framleiðslufyrirtækis Baltasars Kormáks. Hann skrifar handrit íslensku sjónvarpsþáttanna Ófærð, sem heita á ensku Trapped, ásamt leikaranum Ólafi Egilssyni, handritshöfundinum Jóhanni Ævari Grímssyni og breska handritshöfundinum Clive Bradley. Serían var kynnt á kaupráðstefnunni MIPTV í Cannes í Frakklandi fyrir stuttu, einni stærstu ráðstefnu fyrir kaupendur og seljendur sjónvarpsefnis í heiminum. Leikstjórn seríunnar verður í höndum Baltasars Kormáks, sem nú er í tökum á stórmyndinni Everest, en Daniel March og Klaus Zimmermann hjá dreifingarfyrirtækinu Dynamic Television meðframleiða seríuna. Þá sér Dynamic Television einnig um alþjóðlega dreifingu seríunnar. Stefna RVK Studios frá upphafi hefur verið að framleiða íslenskt sjónvarpsefni fyrir erlendan markað. „Við viljum sækja á stærri markað en við höfum verið að gera og þetta er fyrsta stóra verkefnið sem við komum á koppinn í sjónvarpi. Til að gera seríu sem getur keppt almennilega við aðrar skandinavískar seríur kostar það miklu meiri pening. Til að fá þann pening þurfum við að forselja seríuna úti,“ segir Sigurjón. Stefnt er á að tökur á Ófærð hefjist í haust og að serían verði sýnd á RÚV á næsta ári. Sigurjón segir enn óvíst hvar þættirnir verða teknir upp.Ófærð heitir Trapped á ensku.Ófærð er spennuþrungin sjónvarpsþáttasería ef marka má lýsingu á henni á heimasíðu Kvikmyndamiðstöðvar Íslands:Þegar útlima- og hauslaus búkur af manni finnst í flæðarmálinu á Seyðisfirði er bærinn að lokast frá umheiminum, landleiðina vegna snjóstorms og ferjan kemst ekki inn vegna hafís. Lögregla bæjarins með einstæða föðurinn Andra í fararbroddi hefur rannsóknina á meðan sérfræðingarnir að sunnan sitja fastir á Egilsstöðum. Ýmislegt fólk í bænum bæði íbúar og eins utanaðkomandi fara að tengjast málinu og vekja á sér grun Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira
„Íslenskar sjónvarpsseríur hingað til hafa kostað á bilinu 150 til tvö hundruð milljónir. Þessi sería verður sú allra dýrasta í íslenskri sjónvarpssögu en kostnaður nálgast nú milljarðinn. Þetta er tíu þátta sería og er hver þáttur klukkutími að lengd,“ segir Sigurjón Kjartansson, þróunarstjóri RVK Studios, framleiðslufyrirtækis Baltasars Kormáks. Hann skrifar handrit íslensku sjónvarpsþáttanna Ófærð, sem heita á ensku Trapped, ásamt leikaranum Ólafi Egilssyni, handritshöfundinum Jóhanni Ævari Grímssyni og breska handritshöfundinum Clive Bradley. Serían var kynnt á kaupráðstefnunni MIPTV í Cannes í Frakklandi fyrir stuttu, einni stærstu ráðstefnu fyrir kaupendur og seljendur sjónvarpsefnis í heiminum. Leikstjórn seríunnar verður í höndum Baltasars Kormáks, sem nú er í tökum á stórmyndinni Everest, en Daniel March og Klaus Zimmermann hjá dreifingarfyrirtækinu Dynamic Television meðframleiða seríuna. Þá sér Dynamic Television einnig um alþjóðlega dreifingu seríunnar. Stefna RVK Studios frá upphafi hefur verið að framleiða íslenskt sjónvarpsefni fyrir erlendan markað. „Við viljum sækja á stærri markað en við höfum verið að gera og þetta er fyrsta stóra verkefnið sem við komum á koppinn í sjónvarpi. Til að gera seríu sem getur keppt almennilega við aðrar skandinavískar seríur kostar það miklu meiri pening. Til að fá þann pening þurfum við að forselja seríuna úti,“ segir Sigurjón. Stefnt er á að tökur á Ófærð hefjist í haust og að serían verði sýnd á RÚV á næsta ári. Sigurjón segir enn óvíst hvar þættirnir verða teknir upp.Ófærð heitir Trapped á ensku.Ófærð er spennuþrungin sjónvarpsþáttasería ef marka má lýsingu á henni á heimasíðu Kvikmyndamiðstöðvar Íslands:Þegar útlima- og hauslaus búkur af manni finnst í flæðarmálinu á Seyðisfirði er bærinn að lokast frá umheiminum, landleiðina vegna snjóstorms og ferjan kemst ekki inn vegna hafís. Lögregla bæjarins með einstæða föðurinn Andra í fararbroddi hefur rannsóknina á meðan sérfræðingarnir að sunnan sitja fastir á Egilsstöðum. Ýmislegt fólk í bænum bæði íbúar og eins utanaðkomandi fara að tengjast málinu og vekja á sér grun
Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira