Bíó og sjónvarp

Fyrsta stiklan úr Ófærð

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Ólafur Darri og Ingvar E. í hlutverkum sínum.
Ólafur Darri og Ingvar E. í hlutverkum sínum.
Fyrsta stiklan úr þáttunum Ófærð er nú aðgengileg á Youtube en áður hafði verið hægt að horfa á hana á vef RÚV. Þættirnir munu verða sýndir á Ríkissjónvarpinu og gengið hefur verið frá samningum við allar ríkissjónvarpsstöðvar norðurlandanna um að sýna þættina. Að auki verða þættirnir sýndir á BBC4.

Þættirnir segja frá líkfundi í íslenskum bæ í þann mund sem óveður skellur og lamar allar samgöngur. Það gerir það að verkum að íbúarnir eru veðurtepptir í bænum á meðan rannsóknin stendur yfir.

Kostnaður við framleiðslu þáttanna er talinn nema um milljón en mikil leynd lá yfir handritinu. Enginn leikaranna fékk að sjá það í heild sinni og fékk enginn að vita um framvindu sögunnar fyrr en á hárréttu augnabliki.

Hægt er að horfa á stikluna hér að neðan.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.