Menning

Ófærð fær 75 milljónir króna frá ESB

Birgir Olgeirsson skrifar
Baltasar Kormákur er leikstjóri Ófærðar.
Baltasar Kormákur er leikstjóri Ófærðar. mynd/universal
Kvikmyndafyrirtækið Sögn ehf. fær 500 þúsund evrur, eða tæpar 75 milljónir króna fyrir sjónvarpsþáttaröðina Ófærð, eða Trapped, frá menningar- og kvikmyndaáætlun ESB.

Í tilkynningu frá Rannís kemur fram að þetta sé langstærsti styrkur frá upphafi þátttöku Íslendinga í MEDIA kvikmyndaáætlun ESB, eða frá árinu 1992.  Ófærð er stærsta og metnaðarfyllsta verkefnið sem Sögn hefur tekist á við og búið er að forselja þættina vítt og breitt um heiminn, en þau Baltasar Kormákur og Agnes Johansen standa að verkefninu.

Einnig fékk annað íslenskt fyrirtæki, TV Compass úthlutað 46.920 evrum til kvikmyndagerðar fyrir Yarn the Movie. Samtals nemur úthlutun til íslenskra aðila því nærri 82 milljónum króna.

Að þessu sinni bárust 52 evrópskar umsóknir og fengu 25 þeirra brautargengi. Af heildarúthlutuninni, sem nemur 4.700.498 evrum, fá ofangreind íslensk fyrirtæki 12% í sinn hlut.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.