Hvað er PEGIDA? Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. janúar 2015 10:39 Meðlimir PEGIDA hafa gagnrýnt innflytjendastefnu Þýskalands harðlega. Vísir/AFP Þjóðræknir Evrópubúar á móti íslamsvæðingu heimsins, eða PEGIDA, er hópur sem hefur skotið rótum hér á landi. Athygli hópsins hefur fyrst og fremst beinst gegn innflytjendastefnu stjórnvalda í Þýskalandi, þar sem hann er uppruninn, en markmið hópsins snýr að allri Evrópu. Vísir kannaði aðeins bakgrunn PEGIDA og það sem vitað er um samtökin. Hópurinn er uppruninn í Þýskalandi og eru leiðtogar hans staðsettir í borginni Dresden. Síðan í október á síðasta ári hefur hópurinn staðið fyrir vikulegum mótmælum gegn, því sem hann kallar, íslamsvæðingu hins vestræna heims. Hópurinn er samansettur af fólki með ólíkan bakgrunn en leiðtogi og stofnandi PEGIDA er Lutz Bachmann. Erfiðlega hefur gengið að fá liðsmenn samtakanna til að tjá sig um hver hin raunverulega stefna þeirra sé en leiðtogar PEGIDA hafa hvatt félaga sína til að tala ekki við „lygapressuna“. Sjá einnig: „Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur?“Nokkur hundruð Íslendingar hafa látið sér líka við Facebook-síðu PEGIDA á Íslandi.Ef horft er til slagorða og skilta þeirra sem mæta á mótmæli PEGIDA er tilgangurinn æði misjafn; sumir halda á skiltum þar sem stendur „Ef þú sofnar í lýðræðisríki, vaknar þú í einræðisríki“ á meðan á öðrum stendur „Passaðu þig á Ali Baba og dópsölunum hans 400“. Meðlimir í nýnasistasamtökum hafa verið áberandi á viðburðum PEGIDA og hafa öfgahópar yst á hægrivæng stjórnmálanna lýst yfir stuðningi og samstöðu við málstað hópsins og tekið þátt í viðburðunum. Þrátt fyrir það hafnar hópurinn útlendingahatri. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur sagt hatur búa í hjörtum leiðtoga hópsins og í nýársávarpi sínu hvatti hún fólk til þess að sniðganga viðburði á vegum PEGIDA. Aðrir stjórnmálamenn hafa hins vegar lýst yfir stuðningi sínum við mótmælin. Mikill fjöldi fólks hefur tekið þátt í mótmælum gegn PEGIDA auk þess sem fyrirtæki á borð við Volkswagen hafa slökkt ljósin á byggingum sínum í Dresden í mótmælaskyni við samkomur PEGIDA. Mun fleiri mættu á mótmæli gegn PEGIDA en mættu á mótmæli hópsins á mánudag. Tengdar fréttir Öfgasamtökin PEGIDA komin til Íslands Rúmlega tvö hundruð hafa látið sér líka við Facebook síðu öfgasamtakanna PEGIDA á Íslandi. 13. janúar 2015 13:40 „Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur?“ Margrét Friðriksdóttir, meðlimur í samtökunum PEGIDA, ræðir samtökin og islam. 14. janúar 2015 15:14 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Þjóðræknir Evrópubúar á móti íslamsvæðingu heimsins, eða PEGIDA, er hópur sem hefur skotið rótum hér á landi. Athygli hópsins hefur fyrst og fremst beinst gegn innflytjendastefnu stjórnvalda í Þýskalandi, þar sem hann er uppruninn, en markmið hópsins snýr að allri Evrópu. Vísir kannaði aðeins bakgrunn PEGIDA og það sem vitað er um samtökin. Hópurinn er uppruninn í Þýskalandi og eru leiðtogar hans staðsettir í borginni Dresden. Síðan í október á síðasta ári hefur hópurinn staðið fyrir vikulegum mótmælum gegn, því sem hann kallar, íslamsvæðingu hins vestræna heims. Hópurinn er samansettur af fólki með ólíkan bakgrunn en leiðtogi og stofnandi PEGIDA er Lutz Bachmann. Erfiðlega hefur gengið að fá liðsmenn samtakanna til að tjá sig um hver hin raunverulega stefna þeirra sé en leiðtogar PEGIDA hafa hvatt félaga sína til að tala ekki við „lygapressuna“. Sjá einnig: „Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur?“Nokkur hundruð Íslendingar hafa látið sér líka við Facebook-síðu PEGIDA á Íslandi.Ef horft er til slagorða og skilta þeirra sem mæta á mótmæli PEGIDA er tilgangurinn æði misjafn; sumir halda á skiltum þar sem stendur „Ef þú sofnar í lýðræðisríki, vaknar þú í einræðisríki“ á meðan á öðrum stendur „Passaðu þig á Ali Baba og dópsölunum hans 400“. Meðlimir í nýnasistasamtökum hafa verið áberandi á viðburðum PEGIDA og hafa öfgahópar yst á hægrivæng stjórnmálanna lýst yfir stuðningi og samstöðu við málstað hópsins og tekið þátt í viðburðunum. Þrátt fyrir það hafnar hópurinn útlendingahatri. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur sagt hatur búa í hjörtum leiðtoga hópsins og í nýársávarpi sínu hvatti hún fólk til þess að sniðganga viðburði á vegum PEGIDA. Aðrir stjórnmálamenn hafa hins vegar lýst yfir stuðningi sínum við mótmælin. Mikill fjöldi fólks hefur tekið þátt í mótmælum gegn PEGIDA auk þess sem fyrirtæki á borð við Volkswagen hafa slökkt ljósin á byggingum sínum í Dresden í mótmælaskyni við samkomur PEGIDA. Mun fleiri mættu á mótmæli gegn PEGIDA en mættu á mótmæli hópsins á mánudag.
Tengdar fréttir Öfgasamtökin PEGIDA komin til Íslands Rúmlega tvö hundruð hafa látið sér líka við Facebook síðu öfgasamtakanna PEGIDA á Íslandi. 13. janúar 2015 13:40 „Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur?“ Margrét Friðriksdóttir, meðlimur í samtökunum PEGIDA, ræðir samtökin og islam. 14. janúar 2015 15:14 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Öfgasamtökin PEGIDA komin til Íslands Rúmlega tvö hundruð hafa látið sér líka við Facebook síðu öfgasamtakanna PEGIDA á Íslandi. 13. janúar 2015 13:40
„Hvar sjáið þið nunnur vera sprengjandi sig í tætlur?“ Margrét Friðriksdóttir, meðlimur í samtökunum PEGIDA, ræðir samtökin og islam. 14. janúar 2015 15:14