Hlýnun jarðar sést hvað best á Íslandi Svavar Hávarðsson skrifar 5. desember 2015 07:00 Ferskvatnsvistkerfi verða fyrir hvað mestu álagi vegna hlýnunar. fréttablaðið/gva Rannsóknir á íslensku ferskvatnsauðlindinni eru hvað mikilvægastar í ljósi áhrifa hnattrænnar hlýnunar. Hvergi eru merki hlýnunar eins greinileg hérlendis. „Það sem við sjáum á Íslandi, bæði á landi, vatni og sjó, er að breytingarnar eru að gerast fyrir framan nefið á okkur,“ segir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Veiðimálastofnunar. „Þetta sést kannski fljótar og gleggra en víða annars staðar, kannski vegna þess að við erum á mörkum ákveðinna loftslagssvæða. Hér eru tiltölulega fáar tegundir dýra, frekar einfalt vistkerfi sem bregst mjög hratt við.“ Hér eru aðeins fimm tegundir ferskvatnsfiska og því er auðvelt að merkja þegar ein gefur eftir eða annarri vex ásmegin. Víða annars staðar eru tegundirnar taldar í tugum og mun erfiðara að greina breytingar og að sjá hlutina gerast. „Þegar við fáum inn nýjar tegundir þá verða þær fyrirferðarmiklar, eins og með flundruna í ferskvatni og það sama er að gerast í sjó eins og makríll hefur sýnt og sannað,“ segir Sigurður og bætir við að bleikja í ferskvatni sé nær horfin úr grunnum láglendisvötnum á Suður- og Vesturlandi þar sem hún þolir ekki við þegar þau hitna, en bleikjan er hánorræn tegund með útbreiðslu víða á norðurhveli. Sjúkdómar hafa t.d. komið upp í bleikjustofnum vegna hlýnunar.Sigurður Guðjónsson forstjóri VeiðimálastofnunarJónína Herdís Ólafsdóttir, líffræðingur á Veiðimálastofnun, bendir á að ferskvatnsvistkerfi eru samkvæmt rannsóknum mest röskuðu vistkerfi heimsins, einkum vegna tilhneigingar manna til að flykkjast um þau og raska vatnasviðum. Þar að auki eru þau gjarnan virkjuð og notuð sem fráveitur fyrir ýmsan úrgang. „Ferskvatn er einnig sú vist sem stendur mest ógn af loftlagsbreytingum. Á meðan fuglar og sjávardýr við Ísland geta enn sem komið er flutt sig norðar með hlýnandi veðurfari, þá eru mörg ferskvatnsdýr kyrrsett í vatni og ám og hafa takmarkaða möguleika til búferlaflutninga. Ferskvatn er það vistkerfi á Íslandi sem hefur nú þegar fengið á sig þungt högg og eru áhrif loftlagsbreytinga skýr í rannsóknargögnum Veiðimálastofnunar. Sum vötn á landinu hafa hlýnað um 2-3 gráður á einungis þremur áratugum og miðað við spár jarðfræðinga mun gífurleg bráðnun jökla hafa mikil áhrif, bæði á lífríki í ferskvatni sem og jafnrennsli í vatnsbólum. Ferskvatnsrannsóknir koma því til með að vera í brennidepli á komandi áratugum,“ segir Jónína. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum eru Íslendingar fjórða ríkasta ferskvatnsþjóð heims miðað við höfðatölu, en á sama tíma er fjallað um þá staðreynd á Loftslagsráðstefnunni í París að ferskvatn kemur til með að verða takmörkuð auðlind í heiminum síðar á þessari öld. Loftslagsmál Tengdar fréttir COP21: Stofna alþjóðlegan samstöðuhóp um nýtingu jarðhita Utanríkisráðherra flutti í morgun ávarp á loftslagsráðstefnunni þar sem hann sagði að alþjóðasamfélagið yrði að ná saman um metnaðarfull markmið í loftlagsmálum. 1. desember 2015 09:59 Vilja metnaðarfull loftslagsmarkmið Höfuðborgir Norðurlandanna standa sameinaðar á Loftslagsráðstefnunni í París. Stefnan er að ná, og fara fram úr, markmiðum ESB um 20 prósenta samdrátt í orkunotkun og losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2020. 3. desember 2015 07:00 Tæknilausn CRI veitt athygli á loftslagsráðstefnunni í París KC Tran, forstjóri Carbon Recycling International (CRI), tekur þátt í hringborði forstjóra og stjórnarformanna alþjóðlegra fyrirtækja á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP21) þar sem rædd verður ályktun um hvaða raunhæfu aðgerðir fyrirtækin hyggjast ráðast í til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnframleiðslu. 4. desember 2015 07:00 Þjóðarleiðtogar horfa til endurnýjanlegra orkugjafa Tilkynnt um þátttöku Íslendinga í alþjóðlegu verkefni um aukna nýtingu jarðvarma. Frakka setja 6 milljarða evra í umhverfisvæna orkunýtingu í Afríku. 1. desember 2015 18:35 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira
Rannsóknir á íslensku ferskvatnsauðlindinni eru hvað mikilvægastar í ljósi áhrifa hnattrænnar hlýnunar. Hvergi eru merki hlýnunar eins greinileg hérlendis. „Það sem við sjáum á Íslandi, bæði á landi, vatni og sjó, er að breytingarnar eru að gerast fyrir framan nefið á okkur,“ segir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Veiðimálastofnunar. „Þetta sést kannski fljótar og gleggra en víða annars staðar, kannski vegna þess að við erum á mörkum ákveðinna loftslagssvæða. Hér eru tiltölulega fáar tegundir dýra, frekar einfalt vistkerfi sem bregst mjög hratt við.“ Hér eru aðeins fimm tegundir ferskvatnsfiska og því er auðvelt að merkja þegar ein gefur eftir eða annarri vex ásmegin. Víða annars staðar eru tegundirnar taldar í tugum og mun erfiðara að greina breytingar og að sjá hlutina gerast. „Þegar við fáum inn nýjar tegundir þá verða þær fyrirferðarmiklar, eins og með flundruna í ferskvatni og það sama er að gerast í sjó eins og makríll hefur sýnt og sannað,“ segir Sigurður og bætir við að bleikja í ferskvatni sé nær horfin úr grunnum láglendisvötnum á Suður- og Vesturlandi þar sem hún þolir ekki við þegar þau hitna, en bleikjan er hánorræn tegund með útbreiðslu víða á norðurhveli. Sjúkdómar hafa t.d. komið upp í bleikjustofnum vegna hlýnunar.Sigurður Guðjónsson forstjóri VeiðimálastofnunarJónína Herdís Ólafsdóttir, líffræðingur á Veiðimálastofnun, bendir á að ferskvatnsvistkerfi eru samkvæmt rannsóknum mest röskuðu vistkerfi heimsins, einkum vegna tilhneigingar manna til að flykkjast um þau og raska vatnasviðum. Þar að auki eru þau gjarnan virkjuð og notuð sem fráveitur fyrir ýmsan úrgang. „Ferskvatn er einnig sú vist sem stendur mest ógn af loftlagsbreytingum. Á meðan fuglar og sjávardýr við Ísland geta enn sem komið er flutt sig norðar með hlýnandi veðurfari, þá eru mörg ferskvatnsdýr kyrrsett í vatni og ám og hafa takmarkaða möguleika til búferlaflutninga. Ferskvatn er það vistkerfi á Íslandi sem hefur nú þegar fengið á sig þungt högg og eru áhrif loftlagsbreytinga skýr í rannsóknargögnum Veiðimálastofnunar. Sum vötn á landinu hafa hlýnað um 2-3 gráður á einungis þremur áratugum og miðað við spár jarðfræðinga mun gífurleg bráðnun jökla hafa mikil áhrif, bæði á lífríki í ferskvatni sem og jafnrennsli í vatnsbólum. Ferskvatnsrannsóknir koma því til með að vera í brennidepli á komandi áratugum,“ segir Jónína. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum eru Íslendingar fjórða ríkasta ferskvatnsþjóð heims miðað við höfðatölu, en á sama tíma er fjallað um þá staðreynd á Loftslagsráðstefnunni í París að ferskvatn kemur til með að verða takmörkuð auðlind í heiminum síðar á þessari öld.
Loftslagsmál Tengdar fréttir COP21: Stofna alþjóðlegan samstöðuhóp um nýtingu jarðhita Utanríkisráðherra flutti í morgun ávarp á loftslagsráðstefnunni þar sem hann sagði að alþjóðasamfélagið yrði að ná saman um metnaðarfull markmið í loftlagsmálum. 1. desember 2015 09:59 Vilja metnaðarfull loftslagsmarkmið Höfuðborgir Norðurlandanna standa sameinaðar á Loftslagsráðstefnunni í París. Stefnan er að ná, og fara fram úr, markmiðum ESB um 20 prósenta samdrátt í orkunotkun og losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2020. 3. desember 2015 07:00 Tæknilausn CRI veitt athygli á loftslagsráðstefnunni í París KC Tran, forstjóri Carbon Recycling International (CRI), tekur þátt í hringborði forstjóra og stjórnarformanna alþjóðlegra fyrirtækja á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP21) þar sem rædd verður ályktun um hvaða raunhæfu aðgerðir fyrirtækin hyggjast ráðast í til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnframleiðslu. 4. desember 2015 07:00 Þjóðarleiðtogar horfa til endurnýjanlegra orkugjafa Tilkynnt um þátttöku Íslendinga í alþjóðlegu verkefni um aukna nýtingu jarðvarma. Frakka setja 6 milljarða evra í umhverfisvæna orkunýtingu í Afríku. 1. desember 2015 18:35 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira
COP21: Stofna alþjóðlegan samstöðuhóp um nýtingu jarðhita Utanríkisráðherra flutti í morgun ávarp á loftslagsráðstefnunni þar sem hann sagði að alþjóðasamfélagið yrði að ná saman um metnaðarfull markmið í loftlagsmálum. 1. desember 2015 09:59
Vilja metnaðarfull loftslagsmarkmið Höfuðborgir Norðurlandanna standa sameinaðar á Loftslagsráðstefnunni í París. Stefnan er að ná, og fara fram úr, markmiðum ESB um 20 prósenta samdrátt í orkunotkun og losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2020. 3. desember 2015 07:00
Tæknilausn CRI veitt athygli á loftslagsráðstefnunni í París KC Tran, forstjóri Carbon Recycling International (CRI), tekur þátt í hringborði forstjóra og stjórnarformanna alþjóðlegra fyrirtækja á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP21) þar sem rædd verður ályktun um hvaða raunhæfu aðgerðir fyrirtækin hyggjast ráðast í til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnframleiðslu. 4. desember 2015 07:00
Þjóðarleiðtogar horfa til endurnýjanlegra orkugjafa Tilkynnt um þátttöku Íslendinga í alþjóðlegu verkefni um aukna nýtingu jarðvarma. Frakka setja 6 milljarða evra í umhverfisvæna orkunýtingu í Afríku. 1. desember 2015 18:35