Þjóðarleiðtogar horfa til endurnýjanlegra orkugjafa Heimir Már Pétursson skrifar 1. desember 2015 18:35 Íslendingar tóku ásamt á fjórða tug ríkja og stofnana þátt í stofnun samstöðuhóps um nýtingu jarðhita sem tilkynnt var um í París í dag. Þá heita Frakkar því að setja milljarða evra í endurnýjanlega orkugjafa í Afríku. Fáir efast lengur um áhrif útblásturs gróðurhúsalofttegunda á veðurfar jarðarinnar. Á fáum stöðum á jörðinni eru sjáanleg áhrif eins áberandi og í Peking höfuðborg Kína en þar er gífurleg mengun frá kolaorkuverum sem og umferð mikið vandamál sem kemur niður á heilsufari íbúanna eins og sést á þessum myndum frá Peking í dag. Utanríkisráðherra sat fund í París í morgun þar sem greint var frá nýjum samstarfsvettvangi um fjörutíu þjóða og stofnana um nýtingu jarðhita. „Vonandi hefur það þá þýðingu að hlutur jarðvarma í hinum endurnýjanlega orkuheimi muni stækka. Að fleiri lönd sjái sér hag í að nýta jarðvarma Það eru nítíu lönd á kortinu sem sem eiga einhvern möguleika á að gera það Við vonum að þau taki til hjá sér og fari í það,” segir Gunnar Bragi. Meðal samstarfsríkja eru Bandaríkin og Frakkland og er sjónum m.a. beint að Afríku í þessum efnum. Gunnar segir framlag Íslendinga aðallega felast í þekkingu og miðlun hennar en einnig sé mikilvægt að tryggja fjármagn í þessi mál. Francois Hollande forseti Frakklands lýsti yfir stuðningi við umhverfisvæna orku í Afríku á fundi með leiðtogum Afríkuríkja á loftslagsráðstefnunni í dag. „Kraftar okkar munu að verulegu leyti beinast að Afríku, sérstaklega að tafarlausri rafmagnsvæðingu álfunnar fyrir árið 2010. Í dag lýsi ég því yfir að Frakkar munu setja sex milljarða evra (um 846 milljörðum króna) í þetta verkefni á árunum 2016 til 2020,“ sagði Hollande. Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði á fréttamannafundi í París í dag að afleiðingarnar af óbreyttu ástandi í loftlagsmálum heimsins væru augljósar. „Vegna þess að þá fara efnahagslegir og hernaðarlegir kraftar okkar ekki í auknum mæli í að standa undir vaxandi möguleikum fólksins í ríkjum okkar, heldur til margvíslegra afleiðinga breytinga á jörðinni. Þetta eru efnahagslegar og öryggislegar staðreyndir sem við verðum að takast á við nú þegar," sagði“ Barack Obama. Loftslagsmál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira
Íslendingar tóku ásamt á fjórða tug ríkja og stofnana þátt í stofnun samstöðuhóps um nýtingu jarðhita sem tilkynnt var um í París í dag. Þá heita Frakkar því að setja milljarða evra í endurnýjanlega orkugjafa í Afríku. Fáir efast lengur um áhrif útblásturs gróðurhúsalofttegunda á veðurfar jarðarinnar. Á fáum stöðum á jörðinni eru sjáanleg áhrif eins áberandi og í Peking höfuðborg Kína en þar er gífurleg mengun frá kolaorkuverum sem og umferð mikið vandamál sem kemur niður á heilsufari íbúanna eins og sést á þessum myndum frá Peking í dag. Utanríkisráðherra sat fund í París í morgun þar sem greint var frá nýjum samstarfsvettvangi um fjörutíu þjóða og stofnana um nýtingu jarðhita. „Vonandi hefur það þá þýðingu að hlutur jarðvarma í hinum endurnýjanlega orkuheimi muni stækka. Að fleiri lönd sjái sér hag í að nýta jarðvarma Það eru nítíu lönd á kortinu sem sem eiga einhvern möguleika á að gera það Við vonum að þau taki til hjá sér og fari í það,” segir Gunnar Bragi. Meðal samstarfsríkja eru Bandaríkin og Frakkland og er sjónum m.a. beint að Afríku í þessum efnum. Gunnar segir framlag Íslendinga aðallega felast í þekkingu og miðlun hennar en einnig sé mikilvægt að tryggja fjármagn í þessi mál. Francois Hollande forseti Frakklands lýsti yfir stuðningi við umhverfisvæna orku í Afríku á fundi með leiðtogum Afríkuríkja á loftslagsráðstefnunni í dag. „Kraftar okkar munu að verulegu leyti beinast að Afríku, sérstaklega að tafarlausri rafmagnsvæðingu álfunnar fyrir árið 2010. Í dag lýsi ég því yfir að Frakkar munu setja sex milljarða evra (um 846 milljörðum króna) í þetta verkefni á árunum 2016 til 2020,“ sagði Hollande. Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði á fréttamannafundi í París í dag að afleiðingarnar af óbreyttu ástandi í loftlagsmálum heimsins væru augljósar. „Vegna þess að þá fara efnahagslegir og hernaðarlegir kraftar okkar ekki í auknum mæli í að standa undir vaxandi möguleikum fólksins í ríkjum okkar, heldur til margvíslegra afleiðinga breytinga á jörðinni. Þetta eru efnahagslegar og öryggislegar staðreyndir sem við verðum að takast á við nú þegar," sagði“ Barack Obama.
Loftslagsmál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira