Strokufangarnir handteknir á Þingvöllum Bjarki Ármannsson skrifar 14. júlí 2015 12:46 Herbergi á Kvíabryggju. Vísir/Pjetur Lögregla á Selfossi handtók fyrir stuttu mennina tvo sem flúðu af Kvíabryggju í morgun. Mennirnir fundust á Þingvöllum. Að sögn Páls Winkel fangelsismálastjóra verða mennirnir fluttir í lokað fangelsi eftir yfirheyrslu, annað hvort í Hegningarhúsið eða á Litla-Hraun. „Það hefur alltaf afleiðingar að strjúka úr fangelsum,“ segir Páll. „Lögreglan rannsakar málið væntanlega með tilliti til þess hvort um samantekin ráð hafi verið að ræða, því það er refsiverður verknaður.“Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/GVAAnnar var ákærður fyrir vopnalagabrot Páll sagði menninna ekki hættulega í samtali við Vísi í morgun. Annar mannanna var þó á sínum tíma ákærður fyrir vopnalagabrot fyrir að hafa otað hnífi í átt að stúlku. „Það er alltaf afstætt,“ útskýrir Páll. „Í fangelsunum eru menn jú vistaðir fyrir mjög alvarleg brot, allt frá manndrápi yfir í umferðarlagabrot. Við verðum að taka tillit til hegðun manna að undanförnu, brotaferils og svo framvegis þegar við metum hættueiginleika þeirra. Það mat er aldrei óbrigðult en hins vegar viljum við ekki vekja óþarfa ótta hjá fólki með því að bregðast of harkalega við. Þegar menn strjúka sem hafa kannski verið dæmdir fyrir mjög alvarleg ofbeldisbrot og við vitum að þeir hafa verið í neyslu, þá bregðumst við strax við með því að birta myndir og svo framvegis. En við ákváðum að gera það ekki í þessu tilviki þar sem um unga og óharðnaða menn er að ræða.“„Þú strýkur ekki úr fangelsi án þess að bera ábyrgð á því sjálfur“ Stjórn Afstöðufélagsins á Kvíabryggju birti pistil um flóttann í morgun þar sem hann var sagður endurspegla skort á úrræðum innan fangelsiskerfisins til að aðstoða þá sem þurfa á aðstoð að halda. Páll tekur undir sjónarmiðin að einhverju leyti. „Það liggur fyrir að það er skortur á úrræðum en það má þó ekki taka ábyrgðina alveg frá einstaklingnum. Á einhverjum tímapunkti verða menn jú líka að bera ábyrgð á sjálfu sér. Að mínu mati eru mörkin skýr þar, þú strýkur ekki úr fangelsi án þess að bera ábyrgð á því sjálfur.“ Tengdar fréttir Strokufangarnir á Kvíabryggju ekki hættulegir Tveir ungir menn flúðu af Kvíabryggju í gærkvöldi. "Það líða áratugir á milli þess sem svona gerist,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. 14. júlí 2015 09:36 Vettvangsleit að föngunum ekki hafin "Þetta fer ekki fram eins og verið sé að leita að týndu fólki þannig,“ segir Theódór Þórðarson, yfirlögregluþjónn 14. júlí 2015 11:29 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
Lögregla á Selfossi handtók fyrir stuttu mennina tvo sem flúðu af Kvíabryggju í morgun. Mennirnir fundust á Þingvöllum. Að sögn Páls Winkel fangelsismálastjóra verða mennirnir fluttir í lokað fangelsi eftir yfirheyrslu, annað hvort í Hegningarhúsið eða á Litla-Hraun. „Það hefur alltaf afleiðingar að strjúka úr fangelsum,“ segir Páll. „Lögreglan rannsakar málið væntanlega með tilliti til þess hvort um samantekin ráð hafi verið að ræða, því það er refsiverður verknaður.“Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/GVAAnnar var ákærður fyrir vopnalagabrot Páll sagði menninna ekki hættulega í samtali við Vísi í morgun. Annar mannanna var þó á sínum tíma ákærður fyrir vopnalagabrot fyrir að hafa otað hnífi í átt að stúlku. „Það er alltaf afstætt,“ útskýrir Páll. „Í fangelsunum eru menn jú vistaðir fyrir mjög alvarleg brot, allt frá manndrápi yfir í umferðarlagabrot. Við verðum að taka tillit til hegðun manna að undanförnu, brotaferils og svo framvegis þegar við metum hættueiginleika þeirra. Það mat er aldrei óbrigðult en hins vegar viljum við ekki vekja óþarfa ótta hjá fólki með því að bregðast of harkalega við. Þegar menn strjúka sem hafa kannski verið dæmdir fyrir mjög alvarleg ofbeldisbrot og við vitum að þeir hafa verið í neyslu, þá bregðumst við strax við með því að birta myndir og svo framvegis. En við ákváðum að gera það ekki í þessu tilviki þar sem um unga og óharðnaða menn er að ræða.“„Þú strýkur ekki úr fangelsi án þess að bera ábyrgð á því sjálfur“ Stjórn Afstöðufélagsins á Kvíabryggju birti pistil um flóttann í morgun þar sem hann var sagður endurspegla skort á úrræðum innan fangelsiskerfisins til að aðstoða þá sem þurfa á aðstoð að halda. Páll tekur undir sjónarmiðin að einhverju leyti. „Það liggur fyrir að það er skortur á úrræðum en það má þó ekki taka ábyrgðina alveg frá einstaklingnum. Á einhverjum tímapunkti verða menn jú líka að bera ábyrgð á sjálfu sér. Að mínu mati eru mörkin skýr þar, þú strýkur ekki úr fangelsi án þess að bera ábyrgð á því sjálfur.“
Tengdar fréttir Strokufangarnir á Kvíabryggju ekki hættulegir Tveir ungir menn flúðu af Kvíabryggju í gærkvöldi. "Það líða áratugir á milli þess sem svona gerist,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. 14. júlí 2015 09:36 Vettvangsleit að föngunum ekki hafin "Þetta fer ekki fram eins og verið sé að leita að týndu fólki þannig,“ segir Theódór Þórðarson, yfirlögregluþjónn 14. júlí 2015 11:29 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
Strokufangarnir á Kvíabryggju ekki hættulegir Tveir ungir menn flúðu af Kvíabryggju í gærkvöldi. "Það líða áratugir á milli þess sem svona gerist,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. 14. júlí 2015 09:36
Vettvangsleit að föngunum ekki hafin "Þetta fer ekki fram eins og verið sé að leita að týndu fólki þannig,“ segir Theódór Þórðarson, yfirlögregluþjónn 14. júlí 2015 11:29