„Ekki hvarflar að mér að gera Albaníu að fyrirmyndarlandi varðandi heilbrigðisþjónustu“ ingvar haraldsson skrifar 5. janúar 2015 22:01 Ásdís Halla Bragadóttir er talsmaður meira valfrelsi í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. vísir/pjetur Ásdís Halla Bragadóttir, framkvæmdastjóri Sinnum, segist hafa verið að benda á fáránleika þess að í Albaníu, landi sem Íslendingar hefðu ekki haft áhuga á að bera sig saman við, væri hægt að velja um fæðingarþjónustu þegar hún sagði að Albanía væri „ljósárum á undan í samkeppni í heilbrigðisþjónustu.“ Ásdís Halla lét ummælin falla á ársfundi Samtaka atvinnulífsins í apríl síðastliðnum. Á fundinum bætti Ásdís Halla við að í Albaníu gætu foreldrar valið milli hefðbundins pakka, silfurpakka og gullpakka fyrir fæðingu barna. Á Íslandi væri hinsvegar einungis boðið upp á ríkispakkann. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason gerði ummælin að umtalsefni í pistli á Eyjunni og benti á að ungbarandauði hér á landi væri mun meiri í Albaníu en hér á landi. Á Íslandi látast 2 af 1000 innan við eins árs gömlum börnum en sambærileg tala í Albaníu væri 13 af 1000 fæddum börnum. „Ekki hvarflar að mér að gera Albaníu að fyrirmyndarlandi varðandi heilbrigðisþjónustu frekar en margt annað en hægt að samgleðjast þessari þjóð, sem farið hefur í gegnum miklar hremmingar, að margt hefur þar þróast til betri vegar,“ segir Ásdís Halla í færslu á Facebook þar sem hún bendir á að ungbarnadauði í Albaníu hafi verið þrisvar sinnum meiri við hrun kommúnismans um 1989. „Enn er hann margfaldur á við Ísland sem getur státað af því að vera með næstlægsta ungbarnadauða í heimi. Einungis Singapore er ofar á listanum en heilbrigðiskerfið þar þykir eitt hið skilvirkasta í heimi og einkarekstur þar er umtalsverður,“ segir hún.Var að benda á mikilvægi valfrelsisÞá segist Ásdís Halla hafa verið að benda á mikilvægi valfrelsis á sviði velferðarmála. Í Garðabæ gætu foreldrar valið leik- og grunnskóla fyrir börn sín og þeim fylgi fjármagn, óháð því hvort skólinn væri einka- eða ríkisrekinn. „Það þýðir að efnaminni börn geta líka valið einkaskóla eins og Hjallastefnuna en ekki bara börn þeirra efnameiri. Því miður er það þannig í öðrum sveitarfélögum, þar sem valfrelsi hefur ekki verið innleitt, að ef barn velur einkaskóla eins og Hjallastefnuna þá þarf það að greiða fyrir þjónustuna. Það takmarkar valfrelsi hinna efnaminni og stuðlar að stéttskiptingu þar sem einungis hinir efnameiri geta valið það sem þeir telja börnunum sínum best. Hvergi á Íslandi eru foreldrar ánægðari með leikskólana og grunnskólana en í Garðabæ en heilbrigð samkeppni á milli þeirra ýtir undir metnað og einstaklingsmiðaða þjónustu,“ segir hún. Ásdís Halla segir að sama skapi geti aukið valfrelsi á ákveðnum sviðum í heilbrigðisþjónustu ýtt undir gæði og bætta þjónustu. „Valfrelsi á þó ekki alls staðar við svo sem varðandi brýnustu og mikilvægustu þjónustu Landspítalans sem er og verður hjartað í íslenskri heilbrigðisþjónustu og þarf að njóta aukins stuðnings til þess að gegna mikilvægu hlutverki sínu.“Segir Egil sammála sérÁsdís Halla virðist raunar telja að Egill Helgason séu sammála en Egill segir í pistli sínum:,,Einkarekstur hefur alltaf verið stundaður í heilbrigðisþjónustu á Íslandi og einatt gefist ágætlega. Í þeim tilvikum er hið opinbera greiðandi þjónustunnar þannig að ekki er misskipting hvað varðar aðgang.” Hún bætir við að efla eigi þessa gerð einkarekstrar í heilbrigðisþjónustu. „Mín skoðun er sú að við eigum að halda áfram að byggja á þessari reynslu í einkarekstri sem Egill vísar til, tryggja jafnan aðgang borgaranna í gegnum greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga og auka fjölbreytni og gæði íslenskrar heilbrigðisþjónustu. Það tryggir ekki bara betri þjónustu við sjúklingana heldur gefur heilbrigðisstarfsfólki aukið val um starfsvettvang og eykur líkur á því að það kjósi að búa áfram á Íslandi,“ segir Ásdís Halla. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Ásdís Halla Bragadóttir, framkvæmdastjóri Sinnum, segist hafa verið að benda á fáránleika þess að í Albaníu, landi sem Íslendingar hefðu ekki haft áhuga á að bera sig saman við, væri hægt að velja um fæðingarþjónustu þegar hún sagði að Albanía væri „ljósárum á undan í samkeppni í heilbrigðisþjónustu.“ Ásdís Halla lét ummælin falla á ársfundi Samtaka atvinnulífsins í apríl síðastliðnum. Á fundinum bætti Ásdís Halla við að í Albaníu gætu foreldrar valið milli hefðbundins pakka, silfurpakka og gullpakka fyrir fæðingu barna. Á Íslandi væri hinsvegar einungis boðið upp á ríkispakkann. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason gerði ummælin að umtalsefni í pistli á Eyjunni og benti á að ungbarandauði hér á landi væri mun meiri í Albaníu en hér á landi. Á Íslandi látast 2 af 1000 innan við eins árs gömlum börnum en sambærileg tala í Albaníu væri 13 af 1000 fæddum börnum. „Ekki hvarflar að mér að gera Albaníu að fyrirmyndarlandi varðandi heilbrigðisþjónustu frekar en margt annað en hægt að samgleðjast þessari þjóð, sem farið hefur í gegnum miklar hremmingar, að margt hefur þar þróast til betri vegar,“ segir Ásdís Halla í færslu á Facebook þar sem hún bendir á að ungbarnadauði í Albaníu hafi verið þrisvar sinnum meiri við hrun kommúnismans um 1989. „Enn er hann margfaldur á við Ísland sem getur státað af því að vera með næstlægsta ungbarnadauða í heimi. Einungis Singapore er ofar á listanum en heilbrigðiskerfið þar þykir eitt hið skilvirkasta í heimi og einkarekstur þar er umtalsverður,“ segir hún.Var að benda á mikilvægi valfrelsisÞá segist Ásdís Halla hafa verið að benda á mikilvægi valfrelsis á sviði velferðarmála. Í Garðabæ gætu foreldrar valið leik- og grunnskóla fyrir börn sín og þeim fylgi fjármagn, óháð því hvort skólinn væri einka- eða ríkisrekinn. „Það þýðir að efnaminni börn geta líka valið einkaskóla eins og Hjallastefnuna en ekki bara börn þeirra efnameiri. Því miður er það þannig í öðrum sveitarfélögum, þar sem valfrelsi hefur ekki verið innleitt, að ef barn velur einkaskóla eins og Hjallastefnuna þá þarf það að greiða fyrir þjónustuna. Það takmarkar valfrelsi hinna efnaminni og stuðlar að stéttskiptingu þar sem einungis hinir efnameiri geta valið það sem þeir telja börnunum sínum best. Hvergi á Íslandi eru foreldrar ánægðari með leikskólana og grunnskólana en í Garðabæ en heilbrigð samkeppni á milli þeirra ýtir undir metnað og einstaklingsmiðaða þjónustu,“ segir hún. Ásdís Halla segir að sama skapi geti aukið valfrelsi á ákveðnum sviðum í heilbrigðisþjónustu ýtt undir gæði og bætta þjónustu. „Valfrelsi á þó ekki alls staðar við svo sem varðandi brýnustu og mikilvægustu þjónustu Landspítalans sem er og verður hjartað í íslenskri heilbrigðisþjónustu og þarf að njóta aukins stuðnings til þess að gegna mikilvægu hlutverki sínu.“Segir Egil sammála sérÁsdís Halla virðist raunar telja að Egill Helgason séu sammála en Egill segir í pistli sínum:,,Einkarekstur hefur alltaf verið stundaður í heilbrigðisþjónustu á Íslandi og einatt gefist ágætlega. Í þeim tilvikum er hið opinbera greiðandi þjónustunnar þannig að ekki er misskipting hvað varðar aðgang.” Hún bætir við að efla eigi þessa gerð einkarekstrar í heilbrigðisþjónustu. „Mín skoðun er sú að við eigum að halda áfram að byggja á þessari reynslu í einkarekstri sem Egill vísar til, tryggja jafnan aðgang borgaranna í gegnum greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga og auka fjölbreytni og gæði íslenskrar heilbrigðisþjónustu. Það tryggir ekki bara betri þjónustu við sjúklingana heldur gefur heilbrigðisstarfsfólki aukið val um starfsvettvang og eykur líkur á því að það kjósi að búa áfram á Íslandi,“ segir Ásdís Halla.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira