Börn hafa dáið í móðurkviði vegna heimilisofbeldis á Íslandi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 30. maí 2015 07:00 Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Vísir/Pjetur „Okkur ber skylda til að vernda ófædd börn og til þess að styðja konur sem verða fyrir heimilisofbeldi,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, ljósmóðir hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Átak gegn heimilisofbeldi hófst á Suðurnesjum í febrúar 2013, fyrst sem tilraunaverkefni en er nú til frambúðar vegna góðs árangurs. „Það hefur orðið mikil vakning bæði hjá hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum á síðustu fimm árum um heimilisofbeldi á meðgöngu og þá sér í lagi að okkur kemur þetta við og að við berum ábyrgð. Mín upplifun er sú að á mörgum stöðum hafi ljósmæður og hjúkrunarfræðingar skimað og verið á varðbergi gagnvart heimilisofbeldi en skort úrræði til að styðja konuna.“ Katrín tekur fram að aldrei sé tekið fram fyrir hendur móður vegna heimilisofbeldis. „Við styðjum móðurina og erum á hennar bandi. Við höfum að sjálfsögðu ríka tilkynningarskyldu til barnaverndar en þegar kemur að tilkynningum til lögreglu gerum við það í samstarfi.“ Alvarlegar afleiðingar Afleiðingar heimilisofbeldis á meðgöngu eru alvarlegar. „Það er mjög vont að barn sé baðað í stresshormónum á meðgöngu og þá er hætta á fósturskaða og fósturláti. Það er þekkt að konur missa fóstur á meðgöngu vegna heimilisofbeldis vegna áverka, svo sem fylgjuloss og blæðinga.“ Þó að börn deyi í móðurkviði á Íslandi vegna heimilisofbeldis eru ekki til tölur yfir algengi þess. „Það vantar frekari rannsóknir á alvarlegum afleiðingum ofbeldis á meðgöngu.“Sýna ógnandi hegðun Katrín segir suma ofbeldismenn sýna ógnandi hegðun í mæðraeftirliti og þess vegna sé nauðsynlegt að mæður mæti í að minnsta kosti einn tíma einar. „Það er þekkt að sumir ofbeldismenn mæta í alla tíma, líta ekki af konunni sinni, svara jafnvel fyrir hana og sýna ógnandi hegðun inni á stofnuninni. „Þá hvílir skylda á okkar herðum. Við sendum ekki konurnar út í óvissuáhættuástand. Við reynum að koma á neti sem grípur þær og vonum að fleiri heilbrigðisstofnanir og bæjarfélög fylgi í kjölfarið.“ Árangurinn segir Katrín mældan í öryggi kvennanna sem leita til þeirra. „Þetta hefur tvímælalaust borið árangur, þetta veitir konum öryggistilfinningu og von, og eins ljósmóðurinni, manni finnst maður hafa vopn til að grípa til.“ Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
„Okkur ber skylda til að vernda ófædd börn og til þess að styðja konur sem verða fyrir heimilisofbeldi,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, ljósmóðir hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Átak gegn heimilisofbeldi hófst á Suðurnesjum í febrúar 2013, fyrst sem tilraunaverkefni en er nú til frambúðar vegna góðs árangurs. „Það hefur orðið mikil vakning bæði hjá hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum á síðustu fimm árum um heimilisofbeldi á meðgöngu og þá sér í lagi að okkur kemur þetta við og að við berum ábyrgð. Mín upplifun er sú að á mörgum stöðum hafi ljósmæður og hjúkrunarfræðingar skimað og verið á varðbergi gagnvart heimilisofbeldi en skort úrræði til að styðja konuna.“ Katrín tekur fram að aldrei sé tekið fram fyrir hendur móður vegna heimilisofbeldis. „Við styðjum móðurina og erum á hennar bandi. Við höfum að sjálfsögðu ríka tilkynningarskyldu til barnaverndar en þegar kemur að tilkynningum til lögreglu gerum við það í samstarfi.“ Alvarlegar afleiðingar Afleiðingar heimilisofbeldis á meðgöngu eru alvarlegar. „Það er mjög vont að barn sé baðað í stresshormónum á meðgöngu og þá er hætta á fósturskaða og fósturláti. Það er þekkt að konur missa fóstur á meðgöngu vegna heimilisofbeldis vegna áverka, svo sem fylgjuloss og blæðinga.“ Þó að börn deyi í móðurkviði á Íslandi vegna heimilisofbeldis eru ekki til tölur yfir algengi þess. „Það vantar frekari rannsóknir á alvarlegum afleiðingum ofbeldis á meðgöngu.“Sýna ógnandi hegðun Katrín segir suma ofbeldismenn sýna ógnandi hegðun í mæðraeftirliti og þess vegna sé nauðsynlegt að mæður mæti í að minnsta kosti einn tíma einar. „Það er þekkt að sumir ofbeldismenn mæta í alla tíma, líta ekki af konunni sinni, svara jafnvel fyrir hana og sýna ógnandi hegðun inni á stofnuninni. „Þá hvílir skylda á okkar herðum. Við sendum ekki konurnar út í óvissuáhættuástand. Við reynum að koma á neti sem grípur þær og vonum að fleiri heilbrigðisstofnanir og bæjarfélög fylgi í kjölfarið.“ Árangurinn segir Katrín mældan í öryggi kvennanna sem leita til þeirra. „Þetta hefur tvímælalaust borið árangur, þetta veitir konum öryggistilfinningu og von, og eins ljósmóðurinni, manni finnst maður hafa vopn til að grípa til.“
Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira