Börn hafa dáið í móðurkviði vegna heimilisofbeldis á Íslandi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 30. maí 2015 07:00 Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Vísir/Pjetur „Okkur ber skylda til að vernda ófædd börn og til þess að styðja konur sem verða fyrir heimilisofbeldi,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, ljósmóðir hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Átak gegn heimilisofbeldi hófst á Suðurnesjum í febrúar 2013, fyrst sem tilraunaverkefni en er nú til frambúðar vegna góðs árangurs. „Það hefur orðið mikil vakning bæði hjá hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum á síðustu fimm árum um heimilisofbeldi á meðgöngu og þá sér í lagi að okkur kemur þetta við og að við berum ábyrgð. Mín upplifun er sú að á mörgum stöðum hafi ljósmæður og hjúkrunarfræðingar skimað og verið á varðbergi gagnvart heimilisofbeldi en skort úrræði til að styðja konuna.“ Katrín tekur fram að aldrei sé tekið fram fyrir hendur móður vegna heimilisofbeldis. „Við styðjum móðurina og erum á hennar bandi. Við höfum að sjálfsögðu ríka tilkynningarskyldu til barnaverndar en þegar kemur að tilkynningum til lögreglu gerum við það í samstarfi.“ Alvarlegar afleiðingar Afleiðingar heimilisofbeldis á meðgöngu eru alvarlegar. „Það er mjög vont að barn sé baðað í stresshormónum á meðgöngu og þá er hætta á fósturskaða og fósturláti. Það er þekkt að konur missa fóstur á meðgöngu vegna heimilisofbeldis vegna áverka, svo sem fylgjuloss og blæðinga.“ Þó að börn deyi í móðurkviði á Íslandi vegna heimilisofbeldis eru ekki til tölur yfir algengi þess. „Það vantar frekari rannsóknir á alvarlegum afleiðingum ofbeldis á meðgöngu.“Sýna ógnandi hegðun Katrín segir suma ofbeldismenn sýna ógnandi hegðun í mæðraeftirliti og þess vegna sé nauðsynlegt að mæður mæti í að minnsta kosti einn tíma einar. „Það er þekkt að sumir ofbeldismenn mæta í alla tíma, líta ekki af konunni sinni, svara jafnvel fyrir hana og sýna ógnandi hegðun inni á stofnuninni. „Þá hvílir skylda á okkar herðum. Við sendum ekki konurnar út í óvissuáhættuástand. Við reynum að koma á neti sem grípur þær og vonum að fleiri heilbrigðisstofnanir og bæjarfélög fylgi í kjölfarið.“ Árangurinn segir Katrín mældan í öryggi kvennanna sem leita til þeirra. „Þetta hefur tvímælalaust borið árangur, þetta veitir konum öryggistilfinningu og von, og eins ljósmóðurinni, manni finnst maður hafa vopn til að grípa til.“ Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira
„Okkur ber skylda til að vernda ófædd börn og til þess að styðja konur sem verða fyrir heimilisofbeldi,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, ljósmóðir hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Átak gegn heimilisofbeldi hófst á Suðurnesjum í febrúar 2013, fyrst sem tilraunaverkefni en er nú til frambúðar vegna góðs árangurs. „Það hefur orðið mikil vakning bæði hjá hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum á síðustu fimm árum um heimilisofbeldi á meðgöngu og þá sér í lagi að okkur kemur þetta við og að við berum ábyrgð. Mín upplifun er sú að á mörgum stöðum hafi ljósmæður og hjúkrunarfræðingar skimað og verið á varðbergi gagnvart heimilisofbeldi en skort úrræði til að styðja konuna.“ Katrín tekur fram að aldrei sé tekið fram fyrir hendur móður vegna heimilisofbeldis. „Við styðjum móðurina og erum á hennar bandi. Við höfum að sjálfsögðu ríka tilkynningarskyldu til barnaverndar en þegar kemur að tilkynningum til lögreglu gerum við það í samstarfi.“ Alvarlegar afleiðingar Afleiðingar heimilisofbeldis á meðgöngu eru alvarlegar. „Það er mjög vont að barn sé baðað í stresshormónum á meðgöngu og þá er hætta á fósturskaða og fósturláti. Það er þekkt að konur missa fóstur á meðgöngu vegna heimilisofbeldis vegna áverka, svo sem fylgjuloss og blæðinga.“ Þó að börn deyi í móðurkviði á Íslandi vegna heimilisofbeldis eru ekki til tölur yfir algengi þess. „Það vantar frekari rannsóknir á alvarlegum afleiðingum ofbeldis á meðgöngu.“Sýna ógnandi hegðun Katrín segir suma ofbeldismenn sýna ógnandi hegðun í mæðraeftirliti og þess vegna sé nauðsynlegt að mæður mæti í að minnsta kosti einn tíma einar. „Það er þekkt að sumir ofbeldismenn mæta í alla tíma, líta ekki af konunni sinni, svara jafnvel fyrir hana og sýna ógnandi hegðun inni á stofnuninni. „Þá hvílir skylda á okkar herðum. Við sendum ekki konurnar út í óvissuáhættuástand. Við reynum að koma á neti sem grípur þær og vonum að fleiri heilbrigðisstofnanir og bæjarfélög fylgi í kjölfarið.“ Árangurinn segir Katrín mældan í öryggi kvennanna sem leita til þeirra. „Þetta hefur tvímælalaust borið árangur, þetta veitir konum öryggistilfinningu og von, og eins ljósmóðurinni, manni finnst maður hafa vopn til að grípa til.“
Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira