Innlent

„Lífið heldur áfram þó að það séu ekki allir með í för”

Viktoría Hermannsdóttir og Ólöf Skaftadóttir skrifa
Kristín I. Pálsdóttir
Kristín I. Pálsdóttir Vísir/GVA
Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, var gestur Viktoríu Hermannsdóttir og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu sem hlusta má á hér.

Hún ræddi þar um tengsl áfalla, ofbeldis og fíknar og kallaði eftir breytingum í úrræðarmeðferðum á Íslandi.

Kristín hefur sjálf upplifað áföll en hún missti frumburð sinn úr bráðaheilahimnabólgu aðeins þriggja ára gamla.

„Ég hef lifað mín áföll og ég missti frumburðinn minn, dóttur mína, þegar ég var 27 ára gömul. Þriggja ára stúlku úr skyndilegri heilahimnubólgu. Það er stórt áfall sem að hefur haft mikil áhrif á líf manns. Þetta var auðvitað mjög erfiður tími sem fór í hönd og það tekur langan tíma að jafna sig eftir svona stórt áfall. En ég fékk líka góða hjálp, ég var dugleg að leita mér hjálpar. Bæði á ég þessa stóru, góðu fjölskyldu og vini og hafði sterkt félagslegt net. Svo fékk ég líka hjálp frá fagfólki. Það tekur samt náttúrulega langan tíma að jafna sig eftir svona.”

Jafnar maður sig einhverntímann?

„Já, maður gerir það. Lífið heldur áfram þó að það séu ekki allir með í för. Það hefur áhrif á mann. Skilur eftir spor. Það er hægt að jafna sig eftir alvarleg áföll og eiga gott líf. Það er bara þannig.”

Rótin stendur fyrir ráðstefnu um konur, fíkn, áföll og meðferð í september þar sem fjallað verður um önnur meðferðarúrræði fyrir konur. Hlusta má á lengra og ítarlegra viðtal við Kristínu í hlaðvarpinu Föstudagsviðtalið sem finna má í heild sinni hér




Fleiri fréttir

Sjá meira


×