Segir Vigdísi beita „skítatrikkum“ á nefndarfundum Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2015 23:42 Davíð Stefánsson. Vísir/Ernir Davíð Stefánsson, fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna, segir Vigdísi Hauksdóttur, formann fjárlaganefndar, beita „skítatrikkum“ á nefndarfundum , sem ætlað sé að gera nefndarmeðlimi og fundargesti órólega. Davíð segist hafa setið fimm eða sex fundi fjárlaganefndar. „...oft hefur mér blöskrað þegar hún hefur tekið vælinn opinberlega yfir illri meðferð á sér, mér hefur blöskrað vegna þess að ENGINN þingmaður sem ég kynntist á þessum tíma hegðaði sér jafn óþægilega, fáránlega og eineltislega eins og Vigdís Hauksdóttir,“ skrifar Davíð á Facebooksíðu sína.Sjá einnig: Forstjóri Landsspítalans segir meirihluta fjárlaganefndar saka stjórnendur spítalans um stöðugt væl Davíð segir Vigdísi hafa notað allar mögulegar leiðir til að gera lítið úr fólki á fundum. „Hún hnussaði hástöfum, stundi, dæsti, fórnaði höndum, greip fram í, ranghvolfdi augum, hækkaði málróminn þannig að hún beitti sér og truflaði ... hún notaði öll þessi skítatrikk sem fantar nota til að gera nærstadda órólega.“ Þá segir hann að því miður hafi það tekist. Reyndar hafi reyndari þingmenn virst leiða hana að mestu hjá sér. Staðreyndin sé hins vegar sú að „félagslegur fantur nær oft undir skinnið á fólki á lúmskan hátt“. Davíð segir það hneyksli að Vigdís hafi fengið að vera formaður í valdamestu þingnefnd landsins jafn lengi og raun beri vitni. Færslu Davíðs má sjá hér að neðan. Nú er nóg.Ég hef þá reynslu í farteskinu að hafa setið sem varaþingmaður VG á síðasta kjörtímabili. Ég kom nokkrum...Posted by Davíð Stefánsson on Sunday, November 29, 2015 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Fleiri fréttir Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Sjá meira
Davíð Stefánsson, fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna, segir Vigdísi Hauksdóttur, formann fjárlaganefndar, beita „skítatrikkum“ á nefndarfundum , sem ætlað sé að gera nefndarmeðlimi og fundargesti órólega. Davíð segist hafa setið fimm eða sex fundi fjárlaganefndar. „...oft hefur mér blöskrað þegar hún hefur tekið vælinn opinberlega yfir illri meðferð á sér, mér hefur blöskrað vegna þess að ENGINN þingmaður sem ég kynntist á þessum tíma hegðaði sér jafn óþægilega, fáránlega og eineltislega eins og Vigdís Hauksdóttir,“ skrifar Davíð á Facebooksíðu sína.Sjá einnig: Forstjóri Landsspítalans segir meirihluta fjárlaganefndar saka stjórnendur spítalans um stöðugt væl Davíð segir Vigdísi hafa notað allar mögulegar leiðir til að gera lítið úr fólki á fundum. „Hún hnussaði hástöfum, stundi, dæsti, fórnaði höndum, greip fram í, ranghvolfdi augum, hækkaði málróminn þannig að hún beitti sér og truflaði ... hún notaði öll þessi skítatrikk sem fantar nota til að gera nærstadda órólega.“ Þá segir hann að því miður hafi það tekist. Reyndar hafi reyndari þingmenn virst leiða hana að mestu hjá sér. Staðreyndin sé hins vegar sú að „félagslegur fantur nær oft undir skinnið á fólki á lúmskan hátt“. Davíð segir það hneyksli að Vigdís hafi fengið að vera formaður í valdamestu þingnefnd landsins jafn lengi og raun beri vitni. Færslu Davíðs má sjá hér að neðan. Nú er nóg.Ég hef þá reynslu í farteskinu að hafa setið sem varaþingmaður VG á síðasta kjörtímabili. Ég kom nokkrum...Posted by Davíð Stefánsson on Sunday, November 29, 2015
Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Fleiri fréttir Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Sjá meira