Íhuga inntökupróf í Verzló strax næsta vor Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 18. júní 2015 20:15 Skólameistari Verzlunarskólans segir nýtt einkunnakerfi sem tók við af samræmdum prófum hafa reynst illa og að alvarlega sé íhugað að taka upp inntökupróf strax næsta vor. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá því að meðaleinkunnir nemenda sem sækja um skólavist í Verzlunarskólanum hafi hækkað mikið frá því að samræmd próf voru afnumin árið 2008. Fyrir það höfðu samræmd próf fimmtíu prósent vægi á móti skólaprófum. Nú er ekkert utanumhald eða sameiginlegur mælikvarði á námsmat milli grunnskólanna og því liggur ekki það sama að baki einkunnum þvert á skóla. Sumstaðar vega lokapróf til dæmis þungt en annars staðar ástundun eða vinna yfir allt skólaárið. „Það er ekki þar með sagt að eitt sé rétt og hitt rangt. En þetta er ekki sanngjarn mælikvarði til að taka nemendur inn. Það eru einhverjir skólar þar sem er áberandi að nemendur séu með lægri einkunnir sen eru lægri heldur en í öðrum skólum en þeir standa sig alveg jafn vel hér hjá okkur," segir Ingi Ólafsson skólameistari Verzlunarskólans. Því sé verið að skoða að setja á inntökupróf næsta haust. „Það er ekki bara að grunnskólinn verði að gera eitthvað, við þurfum að endurskoða líka okkar inntöku. Það er hugmynd að vera hér með inntökupróf og prófin eru þá þannig að nemandinn þarf ekkert endilega að ná þeim heldur að við notum þetta sem tæki til að raða nemendum,“ segir Ingi. Flestir þeirra skólastjórnenda í framhaldsskólum sem fréttastofa náði tali af í dag voru sammála um að meðaleinkunnir nemenda sem fengu inngöngu í skólann hefðu tekið stökk haustið 2009. „Sérstaklega var þetta fyrsta árið eftir að samræmdu prófin féllu niður. Þá voru dæmi þess að nemendur kæmu inn með mjög ósanngjarnt einkunnamat vegna þess að þau voru að fá einkunnir sem þau stóðu engan veginn undir,“ segir Yngvi Pétursson rektor Menntaskólans í Reykjavík. Hann telur að samræmd próf hafi verið æskilegri mælistika á stöðu nemenda en námsmatið sem nú er notað. „Við höfum verið að skoða hvernig okkar nemendum hefur vegnað en það þyrfti náttúrlega að rannsaka þetta betur. Taka fyrir allan fjöldann og sjá hvernig munurinn hefur verið,“ segir hann. Tengdar fréttir Vill fá samræmd próf aftur Meðaleinkunn nemenda sem útskrifast úr grunnskólum landsins hefur hækkað ört frá því samræmd próf voru aflögð árið 2008. Skólameistari segir einkunnaverðbólgu eiga sér stað. Hann vill sjá samræmd próf á nýjan leik. 17. júní 2015 06:00 Menntakerfi á brauðfótum Undanfarin misseri hefur verið um fátt eins mikið rætt og styttingu framhaldsskólans og þá kerfisbreytingu sem á að ganga í garð á hausti komanda í flestum framhaldsskólum landsins. 18. júní 2015 14:08 Einkunnaverðbólga á Íslandi? Verzló hafnaði 60 nemendum með níu eða yfir í meðaleinkunn Einkunnir nýnema við framhaldsskóla hafa snarhækkað frá því að samræmd próf voru aflögð. 16. júní 2015 19:45 Ekki verið rætt að taka aftur upp samræmd próf Einkunnir þeirra sem sótt hafa um skólavist í Verslunarskólanum hafa hækkað töluvert frá því að samræmd próf að vori voru afnumin árið 2008 og velta skólastjórnendur þar fyrir sér hvort verið sé að leggja réttan mælikvarða á hæfni nemenda við lok grunnskólans. Formaður skólamálanefndar segir ekki hafa komið til umræðu að breyta fyrirkomulaginu eins og það er. 17. júní 2015 18:48 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Skólameistari Verzlunarskólans segir nýtt einkunnakerfi sem tók við af samræmdum prófum hafa reynst illa og að alvarlega sé íhugað að taka upp inntökupróf strax næsta vor. Í fréttum okkar í gær sögðum við frá því að meðaleinkunnir nemenda sem sækja um skólavist í Verzlunarskólanum hafi hækkað mikið frá því að samræmd próf voru afnumin árið 2008. Fyrir það höfðu samræmd próf fimmtíu prósent vægi á móti skólaprófum. Nú er ekkert utanumhald eða sameiginlegur mælikvarði á námsmat milli grunnskólanna og því liggur ekki það sama að baki einkunnum þvert á skóla. Sumstaðar vega lokapróf til dæmis þungt en annars staðar ástundun eða vinna yfir allt skólaárið. „Það er ekki þar með sagt að eitt sé rétt og hitt rangt. En þetta er ekki sanngjarn mælikvarði til að taka nemendur inn. Það eru einhverjir skólar þar sem er áberandi að nemendur séu með lægri einkunnir sen eru lægri heldur en í öðrum skólum en þeir standa sig alveg jafn vel hér hjá okkur," segir Ingi Ólafsson skólameistari Verzlunarskólans. Því sé verið að skoða að setja á inntökupróf næsta haust. „Það er ekki bara að grunnskólinn verði að gera eitthvað, við þurfum að endurskoða líka okkar inntöku. Það er hugmynd að vera hér með inntökupróf og prófin eru þá þannig að nemandinn þarf ekkert endilega að ná þeim heldur að við notum þetta sem tæki til að raða nemendum,“ segir Ingi. Flestir þeirra skólastjórnenda í framhaldsskólum sem fréttastofa náði tali af í dag voru sammála um að meðaleinkunnir nemenda sem fengu inngöngu í skólann hefðu tekið stökk haustið 2009. „Sérstaklega var þetta fyrsta árið eftir að samræmdu prófin féllu niður. Þá voru dæmi þess að nemendur kæmu inn með mjög ósanngjarnt einkunnamat vegna þess að þau voru að fá einkunnir sem þau stóðu engan veginn undir,“ segir Yngvi Pétursson rektor Menntaskólans í Reykjavík. Hann telur að samræmd próf hafi verið æskilegri mælistika á stöðu nemenda en námsmatið sem nú er notað. „Við höfum verið að skoða hvernig okkar nemendum hefur vegnað en það þyrfti náttúrlega að rannsaka þetta betur. Taka fyrir allan fjöldann og sjá hvernig munurinn hefur verið,“ segir hann.
Tengdar fréttir Vill fá samræmd próf aftur Meðaleinkunn nemenda sem útskrifast úr grunnskólum landsins hefur hækkað ört frá því samræmd próf voru aflögð árið 2008. Skólameistari segir einkunnaverðbólgu eiga sér stað. Hann vill sjá samræmd próf á nýjan leik. 17. júní 2015 06:00 Menntakerfi á brauðfótum Undanfarin misseri hefur verið um fátt eins mikið rætt og styttingu framhaldsskólans og þá kerfisbreytingu sem á að ganga í garð á hausti komanda í flestum framhaldsskólum landsins. 18. júní 2015 14:08 Einkunnaverðbólga á Íslandi? Verzló hafnaði 60 nemendum með níu eða yfir í meðaleinkunn Einkunnir nýnema við framhaldsskóla hafa snarhækkað frá því að samræmd próf voru aflögð. 16. júní 2015 19:45 Ekki verið rætt að taka aftur upp samræmd próf Einkunnir þeirra sem sótt hafa um skólavist í Verslunarskólanum hafa hækkað töluvert frá því að samræmd próf að vori voru afnumin árið 2008 og velta skólastjórnendur þar fyrir sér hvort verið sé að leggja réttan mælikvarða á hæfni nemenda við lok grunnskólans. Formaður skólamálanefndar segir ekki hafa komið til umræðu að breyta fyrirkomulaginu eins og það er. 17. júní 2015 18:48 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Vill fá samræmd próf aftur Meðaleinkunn nemenda sem útskrifast úr grunnskólum landsins hefur hækkað ört frá því samræmd próf voru aflögð árið 2008. Skólameistari segir einkunnaverðbólgu eiga sér stað. Hann vill sjá samræmd próf á nýjan leik. 17. júní 2015 06:00
Menntakerfi á brauðfótum Undanfarin misseri hefur verið um fátt eins mikið rætt og styttingu framhaldsskólans og þá kerfisbreytingu sem á að ganga í garð á hausti komanda í flestum framhaldsskólum landsins. 18. júní 2015 14:08
Einkunnaverðbólga á Íslandi? Verzló hafnaði 60 nemendum með níu eða yfir í meðaleinkunn Einkunnir nýnema við framhaldsskóla hafa snarhækkað frá því að samræmd próf voru aflögð. 16. júní 2015 19:45
Ekki verið rætt að taka aftur upp samræmd próf Einkunnir þeirra sem sótt hafa um skólavist í Verslunarskólanum hafa hækkað töluvert frá því að samræmd próf að vori voru afnumin árið 2008 og velta skólastjórnendur þar fyrir sér hvort verið sé að leggja réttan mælikvarða á hæfni nemenda við lok grunnskólans. Formaður skólamálanefndar segir ekki hafa komið til umræðu að breyta fyrirkomulaginu eins og það er. 17. júní 2015 18:48