Vill fá samræmd próf aftur Sveinn Arnarsson skrifar 17. júní 2015 06:00 Að mati skólameistara Verzlunarskóla Íslands er nemandi sem var með átta í meðaleinkunn fyrir tíu árum engu lakari námsmaður en sá sem er með níu í meðaleinkunn nú. VÍSIR/Vilhelm Meðaleinkunnir nýnema framhaldsskólanna á næsta skólaári er sú hæsta frá upphafi. Skólameistari Verzlunarskóla Íslands segir verðbólgumyndun greinilega í einkunnum nemenda úr grunnskólum landsins. „Það er greinilegt að einkunnir úr grunnskólum hafa farið stigvaxandi frá því að samræmdu prófin voru lögð af,“ segir Ingi Ólafsson, skólameistari Verzlunarskóla Íslands. Meðaleinkunn nýnema í stærðfræði árið 2004 var 7,8 á samræmdu prófunum. Áratug síðar var meðaleinkunn nýnema 9,2 í stærðfræði. Samræmd próf við lok grunnskóla hafa ekki verið haldin síðan 2008. „Við getum ekki séð að nýnemi í fyrra hafi verið betri námsmaður en fyrir áratug. Þar bendir fátt til þess að nemandi með 9,0 árið 2014 standi sig betur en nemandi með 8,0 árið 2004.“ Ingi segir mikla einkunnaverðbólgu hafa átt sér stað á síðustu árum og að engum sé greiði gerður með að veita nemanda hærri einkunn en hann á skilið. „Ég trúi því ekki að þessi verðbólga eigi aðeins við okkur í Verzlunarskólanum og þætti mér gaman að sjá hvernig þessu er háttað í öðrum skólum,“ segir Ingi.Sjá einnig: Einkunnaverðbólga á Íslandi? Verzló hafnaði 60 nemendum með níu eða yfir í meðaleinkunnIngi Ólafsson skólameistari.Vísir/ValliAlls bárust 4.045 umsóknir um skólavist í framhaldsskólum landsins næsta vetur. 83 prósent nýnema komust inn í þann framhaldsskóla sem þeir völdu sem fyrsta val og 15 prósent nýnema komust inn í þann skóla sem þau völdu sem annað val. Tæplega eitt hundrað nýnemar fengu inni í skóla sem þeir völdu ekki sem fyrsta eða annað val. Því var þeim úthlutað öðrum skóla. Í flestum tilvikum tókst að innrita nemendur í skóla í þeirra nærumhverfi. Sá hópur sem komst ekki inn í þá skóla sem hann valdi er mun stærri en í fyrra og hefur hann stækkað um 67 prósent.Sjá einnig: Stór hluti þeirra sem sóttu um í Verzló mun ekki fá inngöngu Meðaleinkunnir þeirra sem innrituðust í fjóra vinsælustu skólana í ár eru mjög háar. 9,28 er meðaleinkunn nýnema í Verzlunarskólanum. Nýnemar MR með 9,23, 8,81 er meðaleinkunn nýnema í MH og nánast sama í Kvennaskólanum. Ingi telur eðlilegast að menn horfi aftur til þeirra tíma þegar sanngjarnt viðmið var haft að leiðarljósi við mat nemenda inn í framhaldsskóla landsins og telur vænlegt að horfa til upptöku samræmdra prófa á nýjan leik. „Svarið við því hvort ég vilji samræmdu prófin aftur er já. Að því gefnu að við eigum að taka inn nemendur byggða á einkunn. Sú staða sem upp er komin núna er eiginlega bull og vitleysa,“ segir Ingi. „Frá því þetta var opnað fyrir nemendum hefur pósthólf mitt fyllst af reiðum foreldrum vegna þess að börn með góðar einkunnir komast ekki inn hjá okkur. Við þurfum að skoða þá stöðu sem upp er komin,“ segir Ingi. Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
Meðaleinkunnir nýnema framhaldsskólanna á næsta skólaári er sú hæsta frá upphafi. Skólameistari Verzlunarskóla Íslands segir verðbólgumyndun greinilega í einkunnum nemenda úr grunnskólum landsins. „Það er greinilegt að einkunnir úr grunnskólum hafa farið stigvaxandi frá því að samræmdu prófin voru lögð af,“ segir Ingi Ólafsson, skólameistari Verzlunarskóla Íslands. Meðaleinkunn nýnema í stærðfræði árið 2004 var 7,8 á samræmdu prófunum. Áratug síðar var meðaleinkunn nýnema 9,2 í stærðfræði. Samræmd próf við lok grunnskóla hafa ekki verið haldin síðan 2008. „Við getum ekki séð að nýnemi í fyrra hafi verið betri námsmaður en fyrir áratug. Þar bendir fátt til þess að nemandi með 9,0 árið 2014 standi sig betur en nemandi með 8,0 árið 2004.“ Ingi segir mikla einkunnaverðbólgu hafa átt sér stað á síðustu árum og að engum sé greiði gerður með að veita nemanda hærri einkunn en hann á skilið. „Ég trúi því ekki að þessi verðbólga eigi aðeins við okkur í Verzlunarskólanum og þætti mér gaman að sjá hvernig þessu er háttað í öðrum skólum,“ segir Ingi.Sjá einnig: Einkunnaverðbólga á Íslandi? Verzló hafnaði 60 nemendum með níu eða yfir í meðaleinkunnIngi Ólafsson skólameistari.Vísir/ValliAlls bárust 4.045 umsóknir um skólavist í framhaldsskólum landsins næsta vetur. 83 prósent nýnema komust inn í þann framhaldsskóla sem þeir völdu sem fyrsta val og 15 prósent nýnema komust inn í þann skóla sem þau völdu sem annað val. Tæplega eitt hundrað nýnemar fengu inni í skóla sem þeir völdu ekki sem fyrsta eða annað val. Því var þeim úthlutað öðrum skóla. Í flestum tilvikum tókst að innrita nemendur í skóla í þeirra nærumhverfi. Sá hópur sem komst ekki inn í þá skóla sem hann valdi er mun stærri en í fyrra og hefur hann stækkað um 67 prósent.Sjá einnig: Stór hluti þeirra sem sóttu um í Verzló mun ekki fá inngöngu Meðaleinkunnir þeirra sem innrituðust í fjóra vinsælustu skólana í ár eru mjög háar. 9,28 er meðaleinkunn nýnema í Verzlunarskólanum. Nýnemar MR með 9,23, 8,81 er meðaleinkunn nýnema í MH og nánast sama í Kvennaskólanum. Ingi telur eðlilegast að menn horfi aftur til þeirra tíma þegar sanngjarnt viðmið var haft að leiðarljósi við mat nemenda inn í framhaldsskóla landsins og telur vænlegt að horfa til upptöku samræmdra prófa á nýjan leik. „Svarið við því hvort ég vilji samræmdu prófin aftur er já. Að því gefnu að við eigum að taka inn nemendur byggða á einkunn. Sú staða sem upp er komin núna er eiginlega bull og vitleysa,“ segir Ingi. „Frá því þetta var opnað fyrir nemendum hefur pósthólf mitt fyllst af reiðum foreldrum vegna þess að börn með góðar einkunnir komast ekki inn hjá okkur. Við þurfum að skoða þá stöðu sem upp er komin,“ segir Ingi.
Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent