Ekki verið rætt að taka aftur upp samræmd próf Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 17. júní 2015 18:48 Einkunnir þeirra sem sótt hafa um skólavist í Verslunarskólanum hafa hækkað töluvert frá því að samræmd próf að vori voru afnumin árið 2008 og velta skólastjórnendur þar fyrir sér hvort verið sé að leggja réttan mælikvarða á hæfni nemenda við lok grunnskólans. Formaður skólamálanefndar segir ekki hafa komið til umræðu að breyta fyrirkomulaginu eins og það er. Meðaleinkunn þeirra sem sóttu um skólavist í Verzló er 9,0 og meðaleinkunn þeirra sem komust inn í skólann 9,4. Einkunnir nemenda voru svo góðar að skólinn þurfti að hafna umsóknum 60 nemenda sem voru með 9,0 í meðaleiknunn eða hærra. Í frétt sem birtist á vef Verzlunarskólans í gær segir að frá því að samræmdu prófin voru aflögð hafi einkunnir hækkað mjög mikið en ef bornar eru saman einkunnir nýnema Verzlunarskólans árið 2004 við nýnema 2014 hefur orðið mikil breyting. Á töflu í fréttinni sést samanburður á einkunnadreifingu nýnema Verzlunarskólans í stærðfræði, annars vegar árið 2004 og hins vegar árið 2014. Segjast skólastjórnendur þó ekki sjá að nemendur séu betri námsmenn nú en fyrir tíu árum og spyrja því hvert stefni í þessum efnum. Guðbjörg Ragnarsdóttir, formaður skólamálanefndar, segir að flestir séu ánægðir með nýja fyrirkomulagið þar sem fleiri þættir eru metnir inn en lokapróf nemenda.„Ég held að nýji mælikvarðinn sé að mæla hvað nemendur eru búnir að vera að gera frekar en gamli mælikvarðinn gerði. Svo er bara spurningin hvað við ætlum að gera við þennan mælikvarða. Eigum við að mæla hvað nemendur hafa verið að gera og hvernig þau standa sig heildstætt eða viljum við hafa þetta eina próf? Flestir vilji ekki eitt próf sem segir svona eru hlutirnir," segir hún. Í frétt Verzlunarskólans kemur einnig fram að dæmi séu um að nemandi með einkunn upp á 9,0 og 9,5 í stærðfræði og íslensku í skólaeinkunn úr grunnskóla nái jafnvel ekki lágmarksviðmiðum í þeim greinum í Verzlunarskólanum. Guðbjörg segir að ekki hafi verið rætt innan nefndarinnar að breyta núverandi fyrirkomulagi og taka upp samræmd próf aftur. „Ég held að fyrst og fremst þurfi að koma til samtal og í kjölfarið af því að bregðast einhvern veginn við því. Ég held að það gerist ekkert á meðan við sitjum í sitthvoru horninu og ræðum ekki saman," segir Guðbjörg. Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Sjá meira
Einkunnir þeirra sem sótt hafa um skólavist í Verslunarskólanum hafa hækkað töluvert frá því að samræmd próf að vori voru afnumin árið 2008 og velta skólastjórnendur þar fyrir sér hvort verið sé að leggja réttan mælikvarða á hæfni nemenda við lok grunnskólans. Formaður skólamálanefndar segir ekki hafa komið til umræðu að breyta fyrirkomulaginu eins og það er. Meðaleinkunn þeirra sem sóttu um skólavist í Verzló er 9,0 og meðaleinkunn þeirra sem komust inn í skólann 9,4. Einkunnir nemenda voru svo góðar að skólinn þurfti að hafna umsóknum 60 nemenda sem voru með 9,0 í meðaleiknunn eða hærra. Í frétt sem birtist á vef Verzlunarskólans í gær segir að frá því að samræmdu prófin voru aflögð hafi einkunnir hækkað mjög mikið en ef bornar eru saman einkunnir nýnema Verzlunarskólans árið 2004 við nýnema 2014 hefur orðið mikil breyting. Á töflu í fréttinni sést samanburður á einkunnadreifingu nýnema Verzlunarskólans í stærðfræði, annars vegar árið 2004 og hins vegar árið 2014. Segjast skólastjórnendur þó ekki sjá að nemendur séu betri námsmenn nú en fyrir tíu árum og spyrja því hvert stefni í þessum efnum. Guðbjörg Ragnarsdóttir, formaður skólamálanefndar, segir að flestir séu ánægðir með nýja fyrirkomulagið þar sem fleiri þættir eru metnir inn en lokapróf nemenda.„Ég held að nýji mælikvarðinn sé að mæla hvað nemendur eru búnir að vera að gera frekar en gamli mælikvarðinn gerði. Svo er bara spurningin hvað við ætlum að gera við þennan mælikvarða. Eigum við að mæla hvað nemendur hafa verið að gera og hvernig þau standa sig heildstætt eða viljum við hafa þetta eina próf? Flestir vilji ekki eitt próf sem segir svona eru hlutirnir," segir hún. Í frétt Verzlunarskólans kemur einnig fram að dæmi séu um að nemandi með einkunn upp á 9,0 og 9,5 í stærðfræði og íslensku í skólaeinkunn úr grunnskóla nái jafnvel ekki lágmarksviðmiðum í þeim greinum í Verzlunarskólanum. Guðbjörg segir að ekki hafi verið rætt innan nefndarinnar að breyta núverandi fyrirkomulagi og taka upp samræmd próf aftur. „Ég held að fyrst og fremst þurfi að koma til samtal og í kjölfarið af því að bregðast einhvern veginn við því. Ég held að það gerist ekkert á meðan við sitjum í sitthvoru horninu og ræðum ekki saman," segir Guðbjörg.
Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent