Dagur B.: „Ekki mörg ár síðan miðborginni var spáð dauða“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. ágúst 2015 14:09 Dagur B. Eggertsson. vísir/stefán „Ekki eru mörg ár síðan miðborginni var spáð dauða. Þær raddir heyrast nú ekki,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni. Í henni svarar hann nokkrum af þeim punktum sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, setti fram í grein á heimasíðu sinni í morgun. Dagur er sammála ýmsu sem kemur fram í gagnrýni Sigmundar en ósammála öðru. Á meðal þess er hótel við Ingólfstorg sem Sigmundur nefnir. „Þar vill hann nýtt hótel sem byggt yrði eftir gömlum teikningum af Hótel Íslandi, sem brann 1915. Ég held að við eigum að standa vörð um torgin okkar og gera þau líflegri og skemmtilegri. Það er nóg verið að byggja allt í kring,“ skrifar Dagur. Í greini sinni gagnrýnir Sigmundur Davíð borgaryfirvöld fyrir það hvernig þróun skipulagsmála og framkvæmda í miðborginni hafa verið að undanförnu. Eldri hús þurfi oft að víkja fyrir stál- og glerhýsum sem gjörbreyti ásýnd borgarinnar. Gengur forsætisráðherra svo langt að segja að gamla byggðin í Reykjavík hafi líklega aldrei staðið frammi fyrir jafnmikilli ógn og nú.Sjá einnig: Sigmundur Davíð: Gamla byggðin í Reykjavík aldrei staðið frammi fyrir jafnmikilli ógn Borgarstjóri segir rétt að fram undan sé mikil uppbygging í Reykjavík og að vanda þurfi til verka við hana. Hann bendir á að uppbyggingin sé í flestum tilvikum á grundvelli endurskoðaðs skipulags þannig að samhliða nýbyggingum hafi aldrei fleiri gömul hús verið vernduð og endurbyggð. „Efasemdir Sigmundar um uppbyggingu á Hörpu-reit vekja svo sérstaka athygli. Þar voru ekki gömul hús heldur bensínstöð og Faxaskáli sem var úrelt birgðageymsla sem notuð var sem bílaplan undir það síðasta. Í dag eru þetta óbyggðir reitir eða bílastæði, að ógleymdri holunni við Hörpu. Ríki og Reykjavíkurborg seldu þessar lóðir sameiginlega og eru þær nú í höndum einkaaðla. Og þess má geta að Sigmundur Davíð sjálfur var um tíma varaformaður skipulagsráðs Reykjavíkur og auglýsti ákveðnar skipulagsbreytingar á Hörpu-reitunum, án þess að leggja til á þeim róttækar breytingar,“ skrifar borgarstjóri. Máli sínu lýkur hann á því að segja að það verði að sýna metnað og virðingu fyrir því sem fyrir er þegar hugða er að uppbyggingu. „Uppbyggingin í kringum Hörpu verður öruggulega ekki óumdeild, frekar en Harpan sjálf, en hún mun sannarlega kallast á við sögu staðarins einsog kostur er og borgin mun gera allt sem í hennar valdi stendur til að hún verði okkur öllum til sóma.“það er ánægjulegt að fá umræðu um uppbyggingu í borginni. Margir þmt fjölmiðlar hafa óskað eftir viðbrögðum við sjónarmi...Posted by Dagur B. Eggertsson on Thursday, 27 August 2015 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: Gamla byggðin í Reykjavík aldrei staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn Forsætisráðherra gagnrýnir hvernig skipulagsmálum borgarinnar hefur verið háttað. 27. ágúst 2015 11:28 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
„Ekki eru mörg ár síðan miðborginni var spáð dauða. Þær raddir heyrast nú ekki,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni. Í henni svarar hann nokkrum af þeim punktum sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, setti fram í grein á heimasíðu sinni í morgun. Dagur er sammála ýmsu sem kemur fram í gagnrýni Sigmundar en ósammála öðru. Á meðal þess er hótel við Ingólfstorg sem Sigmundur nefnir. „Þar vill hann nýtt hótel sem byggt yrði eftir gömlum teikningum af Hótel Íslandi, sem brann 1915. Ég held að við eigum að standa vörð um torgin okkar og gera þau líflegri og skemmtilegri. Það er nóg verið að byggja allt í kring,“ skrifar Dagur. Í greini sinni gagnrýnir Sigmundur Davíð borgaryfirvöld fyrir það hvernig þróun skipulagsmála og framkvæmda í miðborginni hafa verið að undanförnu. Eldri hús þurfi oft að víkja fyrir stál- og glerhýsum sem gjörbreyti ásýnd borgarinnar. Gengur forsætisráðherra svo langt að segja að gamla byggðin í Reykjavík hafi líklega aldrei staðið frammi fyrir jafnmikilli ógn og nú.Sjá einnig: Sigmundur Davíð: Gamla byggðin í Reykjavík aldrei staðið frammi fyrir jafnmikilli ógn Borgarstjóri segir rétt að fram undan sé mikil uppbygging í Reykjavík og að vanda þurfi til verka við hana. Hann bendir á að uppbyggingin sé í flestum tilvikum á grundvelli endurskoðaðs skipulags þannig að samhliða nýbyggingum hafi aldrei fleiri gömul hús verið vernduð og endurbyggð. „Efasemdir Sigmundar um uppbyggingu á Hörpu-reit vekja svo sérstaka athygli. Þar voru ekki gömul hús heldur bensínstöð og Faxaskáli sem var úrelt birgðageymsla sem notuð var sem bílaplan undir það síðasta. Í dag eru þetta óbyggðir reitir eða bílastæði, að ógleymdri holunni við Hörpu. Ríki og Reykjavíkurborg seldu þessar lóðir sameiginlega og eru þær nú í höndum einkaaðla. Og þess má geta að Sigmundur Davíð sjálfur var um tíma varaformaður skipulagsráðs Reykjavíkur og auglýsti ákveðnar skipulagsbreytingar á Hörpu-reitunum, án þess að leggja til á þeim róttækar breytingar,“ skrifar borgarstjóri. Máli sínu lýkur hann á því að segja að það verði að sýna metnað og virðingu fyrir því sem fyrir er þegar hugða er að uppbyggingu. „Uppbyggingin í kringum Hörpu verður öruggulega ekki óumdeild, frekar en Harpan sjálf, en hún mun sannarlega kallast á við sögu staðarins einsog kostur er og borgin mun gera allt sem í hennar valdi stendur til að hún verði okkur öllum til sóma.“það er ánægjulegt að fá umræðu um uppbyggingu í borginni. Margir þmt fjölmiðlar hafa óskað eftir viðbrögðum við sjónarmi...Posted by Dagur B. Eggertsson on Thursday, 27 August 2015
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: Gamla byggðin í Reykjavík aldrei staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn Forsætisráðherra gagnrýnir hvernig skipulagsmálum borgarinnar hefur verið háttað. 27. ágúst 2015 11:28 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Sigmundur Davíð: Gamla byggðin í Reykjavík aldrei staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn Forsætisráðherra gagnrýnir hvernig skipulagsmálum borgarinnar hefur verið háttað. 27. ágúst 2015 11:28