Staðan flókin og viðkvæm segir formaður VR Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. maí 2015 19:00 Engin niðurstaða náðist á samningafundi VR og Flóabandalagsins með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í dag. Staðan er flókin og viðkvæm segir formaður VR. Á föstudag ákvað Starfsgreinasambandið að fresta fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum um eina viku til að gefa Samtökum atvinnulífsins tækifæri til að koma með betra tilboð en SA hafa boðið rúmlega 20 prósenta hækkun launa. Ekkert þokaðist í viðærðum BHM og ríkisins á föstudag og næstu samningafundur hefur verið boðaður á morgun. Sjö klukkustunda löngum samningafundi VR og Flóabandalagsins með Samtökum atvinnulífsins lauk á föstudag og voru fulltrúar stéttarfélaganna jákvæðir gagnvart því að niðurstaða væri innan seilingar. VR og Flóabandalagið funduðu svo aftur með SA í húsnæði ríkissáttasemjara í dag en fundinum lauk klukkan fimm án niðurstöðu. Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR segir að staðan sé flókin og viðkvæm. „Við þurfum bara mikið lengri tíma til þess að geta tekið einhverja heildarmynd á þetta. Við erum hvorki bjartsýn né svartsýn en við ákváðum að hittast aftur næsta þriðjudag klukkan eitt. Við áttum fundi með okkar hópum í morgun áður en við hittumst hjá ríkissáttasemjara. Okkar mat er að við þurfum bara lengri tíma til að geta lagt mat á stöðuna,“ segir Ólafía. Eruð þið nær samningi núna en þið voruð á föstudag? „Nei, vegna þess að það vöknuðu bara miklu fleiri spurningar eftir föstudaginn þannig að ég myndi ekki segja að við séu nær samningi. Við þurfum að fara að nálgast þetta með þannig hætti, jafnvel með því að gera stöðuna ekki eins flókna eins og verið er að leggja fram af því að tíminn er að renna frá okkur.“Lítil framleiðni á Íslandi í samanburði við önnur ríki Framleiðni á Íslandi hefur oft komið til umræðunnar í tengslum við kjaramál en framleiðni á Íslandi er mjög lítil í samanburði við önnur OECD ríki. Eins og sést á þessari töflu er framleiðni á Íslandi aðeins 37 dollarar á vinnustund sem er svipað og á Ítalíu. Allar Norðurlandaþjóðirnar framleiða meira en við á hverja vinnustund. Norðmenn tróna á toppnum í framleiðni með sextíu og þrjá dollara á vinnustund í landsframleiðslu. Samtök atvinnulífsins hafa bent á að ef koma eigi til móts við kröfur verkalýðsfélaga um ríflegar launahækkanir, eins og kröfur Starfsgreinasambandsins sem hefur farið fram á 50-70 prósenta hækkun launa, þurfi að eiga sér stað framleiðniaukning í atvinnulífinu sem endurspegli þessar sömu launahækkanir. Vandamálið er hins vegar að framleiðni á Íslandi er ekki að aukast. Í Peningamálum Seðlabankans, sem komu út á miðvikudag, kemur fram að Seðlabankinn spaí aðeins 1 prósents framleiðniaukningu á næsta ári. Verkfall 2016 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Engin niðurstaða náðist á samningafundi VR og Flóabandalagsins með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í dag. Staðan er flókin og viðkvæm segir formaður VR. Á föstudag ákvað Starfsgreinasambandið að fresta fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum um eina viku til að gefa Samtökum atvinnulífsins tækifæri til að koma með betra tilboð en SA hafa boðið rúmlega 20 prósenta hækkun launa. Ekkert þokaðist í viðærðum BHM og ríkisins á föstudag og næstu samningafundur hefur verið boðaður á morgun. Sjö klukkustunda löngum samningafundi VR og Flóabandalagsins með Samtökum atvinnulífsins lauk á föstudag og voru fulltrúar stéttarfélaganna jákvæðir gagnvart því að niðurstaða væri innan seilingar. VR og Flóabandalagið funduðu svo aftur með SA í húsnæði ríkissáttasemjara í dag en fundinum lauk klukkan fimm án niðurstöðu. Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR segir að staðan sé flókin og viðkvæm. „Við þurfum bara mikið lengri tíma til þess að geta tekið einhverja heildarmynd á þetta. Við erum hvorki bjartsýn né svartsýn en við ákváðum að hittast aftur næsta þriðjudag klukkan eitt. Við áttum fundi með okkar hópum í morgun áður en við hittumst hjá ríkissáttasemjara. Okkar mat er að við þurfum bara lengri tíma til að geta lagt mat á stöðuna,“ segir Ólafía. Eruð þið nær samningi núna en þið voruð á föstudag? „Nei, vegna þess að það vöknuðu bara miklu fleiri spurningar eftir föstudaginn þannig að ég myndi ekki segja að við séu nær samningi. Við þurfum að fara að nálgast þetta með þannig hætti, jafnvel með því að gera stöðuna ekki eins flókna eins og verið er að leggja fram af því að tíminn er að renna frá okkur.“Lítil framleiðni á Íslandi í samanburði við önnur ríki Framleiðni á Íslandi hefur oft komið til umræðunnar í tengslum við kjaramál en framleiðni á Íslandi er mjög lítil í samanburði við önnur OECD ríki. Eins og sést á þessari töflu er framleiðni á Íslandi aðeins 37 dollarar á vinnustund sem er svipað og á Ítalíu. Allar Norðurlandaþjóðirnar framleiða meira en við á hverja vinnustund. Norðmenn tróna á toppnum í framleiðni með sextíu og þrjá dollara á vinnustund í landsframleiðslu. Samtök atvinnulífsins hafa bent á að ef koma eigi til móts við kröfur verkalýðsfélaga um ríflegar launahækkanir, eins og kröfur Starfsgreinasambandsins sem hefur farið fram á 50-70 prósenta hækkun launa, þurfi að eiga sér stað framleiðniaukning í atvinnulífinu sem endurspegli þessar sömu launahækkanir. Vandamálið er hins vegar að framleiðni á Íslandi er ekki að aukast. Í Peningamálum Seðlabankans, sem komu út á miðvikudag, kemur fram að Seðlabankinn spaí aðeins 1 prósents framleiðniaukningu á næsta ári.
Verkfall 2016 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira