Hörð andstaða á þingi við að leggja Þróunarsamvinnustofnun niður Heimir Már Pétursson skrifar 25. mars 2015 13:12 Stjórnarandstaðan segir frumvarp utanríkisráðherra um þróunarsamvinnu illa ígrundað og í andstöðu við ráðleggingar Ríkisendurskoðunar um framkvæmd og eftirlit. Utanríkisráðherra segir breytinguna hins vegar nauðsynlega til að skerpa á stefnumótun í málaflokknum. Þingmenn stjórnarandstöðunnar ræddu einir frumvarp utanríkisráðherra um flutning Þróunarsamvinnustofnunar inn í utanríkisráðuneytið og fleira í fyrstu umræðu á Alþingi í gærkvöldi. En stofnunin var sett á laggirnar árið 1981 og hefur almennt getið af sér gott orð fyrir ýmis þróunarsamvinnuverkefni sem hún hefur staðið að. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir ástæður flutnings stofnunarinnar inn í ráðuneytið fyrst og fremst vera að samræma betur stefnu stjórnvalda í þróunarsamvinnumálum. „Ég er að styrkja þróunarsamvinnu með þessu. Það er þá fleira fólk saman í liði að vinna að sömu hlutum. Við höfum sé að þetta er þangað sem önnur ríki eru að fara. Í samtölum við þau hefur komið fram að þetta er mjög öflug leið til að efla þróunarsamvinnuna,“ segir Gunnar Bragi. Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra gefur ekki mikið fyrir þessi rök ráðherrans en hann kannast við þrýsting frá embættismönnum á þessa breytingu. „Þetta er yfirleitt fyrsta mál sem sérhver ráðherra fær inn á sitt borð. Þá færa embættismenn þetta í tal. Það hefur alltaf verið ákveðið viðhorf í ráðuneytinu að fá þetta inn í ráðuneytið. Fá fleiri starfsmenn. Fá meiri peninga. Mér er þetta hins vegar algerlega óskiljanleg ráðstöfun,“ segir Össur.Enginn þrýstingur frá embættismönnum „Nei, það er ekki nokkur þrýstingur. Ég veit svosem ekkert hvort forveri minn var mjög undanlátssamur við embættismenn. En þetta er ekki neinn þrýstingur frá þeim. Við höfum séð þetta áður lagt til þegar farið var að velta fyrir sér hvernig framtíðin ætti að vera með þróunarsamvinnuna. Þannig að þetta er í sjálfu sér ekkert nýtt og ég veit ekki til þess að íslenskir embættismenn hafi verið að þrýsta á erlend ríki til að gera þetta, því þetta er þróunin á flestum stöðum,“ segir utanríkisráðherra. Þróunarnefnd OECD hafi hvatt til þess að Íslendingar skoðuðu skipulag þessara mála og sérfræðingur sem skoðað hefði málið hafi lagt þetta til segir Gunnar Bragi. „Þess vegna er sú leið farin. Það er ekkert annað. Það er ekki að finna í þessu neinar breytingar á áherslum t.d. á vettvangi,“ segir Gunnar Bragi. Þá muni enginn starfsmaður Þróunarsamvinnustofnunar missa vinnuna við þessa breytingu sem tekur gildi um næstu áramót verði frumvarpið að lögum. Össur Skarphéðinsson segir einmitt erfitt að finna tilganginn með breytingunum ef hún eigi hvorki að leiða til sparnaðar né fækkunar starfsmanna. Stofnunin hafi staðið sig afburðavel og fengið lof erlendra fagstofnana. „Og það sem skiptir kannski mestu máli er að þetta er algerlega í andstöðu við þær leiðbeiningar sem Ríkisendurskoðun hefur verið að veita stjórnsýslunni á síðustu árum. Það er að segja að stefnumótun og framkvæmd eigi að vera á einni hendi en eftirlitið á annarri hendi,“ segir Össur Skarphéðinsson. En Ríkisendurskoðun hefur verið falið að leggja mat á þessar áætlanir utanríkisráðherra. Fyrstu umræðu um frumvarpið verður framhaldið á þingfundi sem hefst klukkan þrjú í dag. Alþingi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Stjórnarandstaðan segir frumvarp utanríkisráðherra um þróunarsamvinnu illa ígrundað og í andstöðu við ráðleggingar Ríkisendurskoðunar um framkvæmd og eftirlit. Utanríkisráðherra segir breytinguna hins vegar nauðsynlega til að skerpa á stefnumótun í málaflokknum. Þingmenn stjórnarandstöðunnar ræddu einir frumvarp utanríkisráðherra um flutning Þróunarsamvinnustofnunar inn í utanríkisráðuneytið og fleira í fyrstu umræðu á Alþingi í gærkvöldi. En stofnunin var sett á laggirnar árið 1981 og hefur almennt getið af sér gott orð fyrir ýmis þróunarsamvinnuverkefni sem hún hefur staðið að. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir ástæður flutnings stofnunarinnar inn í ráðuneytið fyrst og fremst vera að samræma betur stefnu stjórnvalda í þróunarsamvinnumálum. „Ég er að styrkja þróunarsamvinnu með þessu. Það er þá fleira fólk saman í liði að vinna að sömu hlutum. Við höfum sé að þetta er þangað sem önnur ríki eru að fara. Í samtölum við þau hefur komið fram að þetta er mjög öflug leið til að efla þróunarsamvinnuna,“ segir Gunnar Bragi. Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra gefur ekki mikið fyrir þessi rök ráðherrans en hann kannast við þrýsting frá embættismönnum á þessa breytingu. „Þetta er yfirleitt fyrsta mál sem sérhver ráðherra fær inn á sitt borð. Þá færa embættismenn þetta í tal. Það hefur alltaf verið ákveðið viðhorf í ráðuneytinu að fá þetta inn í ráðuneytið. Fá fleiri starfsmenn. Fá meiri peninga. Mér er þetta hins vegar algerlega óskiljanleg ráðstöfun,“ segir Össur.Enginn þrýstingur frá embættismönnum „Nei, það er ekki nokkur þrýstingur. Ég veit svosem ekkert hvort forveri minn var mjög undanlátssamur við embættismenn. En þetta er ekki neinn þrýstingur frá þeim. Við höfum séð þetta áður lagt til þegar farið var að velta fyrir sér hvernig framtíðin ætti að vera með þróunarsamvinnuna. Þannig að þetta er í sjálfu sér ekkert nýtt og ég veit ekki til þess að íslenskir embættismenn hafi verið að þrýsta á erlend ríki til að gera þetta, því þetta er þróunin á flestum stöðum,“ segir utanríkisráðherra. Þróunarnefnd OECD hafi hvatt til þess að Íslendingar skoðuðu skipulag þessara mála og sérfræðingur sem skoðað hefði málið hafi lagt þetta til segir Gunnar Bragi. „Þess vegna er sú leið farin. Það er ekkert annað. Það er ekki að finna í þessu neinar breytingar á áherslum t.d. á vettvangi,“ segir Gunnar Bragi. Þá muni enginn starfsmaður Þróunarsamvinnustofnunar missa vinnuna við þessa breytingu sem tekur gildi um næstu áramót verði frumvarpið að lögum. Össur Skarphéðinsson segir einmitt erfitt að finna tilganginn með breytingunum ef hún eigi hvorki að leiða til sparnaðar né fækkunar starfsmanna. Stofnunin hafi staðið sig afburðavel og fengið lof erlendra fagstofnana. „Og það sem skiptir kannski mestu máli er að þetta er algerlega í andstöðu við þær leiðbeiningar sem Ríkisendurskoðun hefur verið að veita stjórnsýslunni á síðustu árum. Það er að segja að stefnumótun og framkvæmd eigi að vera á einni hendi en eftirlitið á annarri hendi,“ segir Össur Skarphéðinsson. En Ríkisendurskoðun hefur verið falið að leggja mat á þessar áætlanir utanríkisráðherra. Fyrstu umræðu um frumvarpið verður framhaldið á þingfundi sem hefst klukkan þrjú í dag.
Alþingi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira